20.1.2013 | 09:17
Rangt, það er frjálshyggjan sem skilar lægra menntunarstigi.
Búferlaflutningarnir eru afleiðing af stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem Samtök atvinnulífsins báðu sérstaklega um.
Væla núna og skæla vegna afleiðinganna eins og maðurinn í Ástralíu sem kveikti eld sem átti að brenna hús nágrannans og sér nú hús sitt í ljósum logum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sérhæfir sig í að skera niður innvið samfélaga svo fjárbraskara fái sitt með vöxtum og vaxtavöxtum.
Afleiðingin er landflótti þeirra sem geta flúið. Til landa þar sem innviðirnir eru í lagi eða endurgjald verkkunnáttu þeirra er það hátt að fólk hefur efni á að kaupa sér þessa þjónustu af einkaaðilum.
Þess vegna er svo óumræðilega fyndið að sjá hina foringjahollu Sjálfstæðismenn jarma Me meeeee á fundum flokksins fyrir foringja sínum, sem ætlar að leysa aðkallandi vandamál þjóðarinnar með kökubakstri.
Hann ætlar bara fyrst að hundsa skuldavanda heimilanna, láta ameríska vogunarsjóði ryksuga upp eignir og tekjur þjóðarinnar og svo ætlar hann að ná jafnvægi á ríkisfjármálum eins og gert er með svo góðum árangri í Evrópu, álfu stöðugleika og vaxtar.
Hvernig heldur fólk að heilbrigðiskerfið og skólarnir verði eftir hinn 80 milljarða niðurskurð Bjarna á næsta ári???
Og hverjir fást að baka kökuna með Bjarna þegar börnin fá þriðja flokks menntun og fimmta flokks heilsugæslu???
Jafnvel ekki tær fáviska útskýrir þetta jarm sjálfstæðismanna.
En máttur frjálshyggjunnar er mikill.
Hún breytir fólki í sauði.
Kveðja að austan.
![]() |
Flutningar skila lægra menntunarstigi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2013 | 18:56
Hverjar eru þessar Raddir??
Sem kenna sig við fólk??
Fyrir hvað hafa þær barist???
Börðust þær gegn ICEsave?? Uhh, Nei.
Börðust þær gegn velferð auðmanna eftir Hrun? Uhh, Nei.
Börðust þær gegn verðtryggingunni?? Uhh, Nei.
En þær börðust gegn ríkisstjórninni sem samdi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um gjaldþrot þjóðarinnar (greiðslubyrði af lánum allt að 60%) á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn.
Um leið og honum var skipt út fyrir VinstriGræna, án þess að ríkisstjórnin skipti um stefnu, því eins og Jóhanna fullvissaði þjóðina um á fyrsta blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, að þá yrði efnahagsáætlun AGS hryggjarstykkið í stefnu ríkisstjórnarinnar, þá hættu hinar svokölluðu Raddir sem kenna sig við fólk, að berjast.
Baráttan snérist því um flokk en ekki stefnu.
En mikil ógn steðjar að þjóðinni, vogunarsjóðir ætla að sjúga til sín gjaldeyrirstekjur þjóðarinnar um ókomna framtíð með tilheyrandi skerðingu á lífskjörum almennings.
Efnahagleg gjöreyðing orðaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins þann raunveruleika sem blasir við.
Og Raddir fólks sem kennir sig við fólk boðaði til útifundar, .... um stjórnarskrána.
Já, stjórnarskrána.
Og fékk þekktan stuðningsmann ICEsave fjárkúgunar breta til að halda ræðu.
Og þessir bláfátæku einstaklingar sem kenna sig við Raddir fólksins, óðu alltí einu í pening til að auglýsa þennan útifund.
Sem aftur vekur spurning um, hverjar eru þessar Raddir.
Fyrir hvað stendur þetta fólk?'
Hver réði það í vinnu??
Því ekki eru þetta menn sem tengjast almenningi sem er hrjáður af verðtryggingu og lífskjaraskerðingu frjálshyggju Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Almenningur borðar ekki stjórnarskrána, almenningur borgar ekki lánin sín með stjórnarskránni.
En til er auðfólk sem sér hag í umræðu um stjórnaskrá á meðan vogunarsjóðirnir yfirtaka bankakerfið og ræna síðan almenning inn fyrir hold og bein. Það á líka pening til að kosta svona fundi, til að auglýsa og borga málaliðum þóknun fyrir að dreifa umræðunni um víðan völl.
Raddir fólksins eru líklega raddir þessa auðfólks.
Það skýrir líka þögnina á meðan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur endurreisti velferð auðmanna á kostnað almennings.
Raddir fólksins eru greinilega svangir menn sem eiga erfitt með að afla matar.
Mjög svangir menn. Mjög, mjög, mjög svangir menn.
Því aðeins mikið og langvarandi hungur getur útskýrt núverandi vinnuveitendur þeirra.
Það eða hungurmorð hlýtur að vera valkosturinn.
Eða hvað skýrir þennan fund??
Kveðja að austan.
![]() |
Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2013 | 09:35
Alþingi svíkur þjóðina.
Með tilbúnum farsa um hvað??
Stjórnarskrá!!!, orð á blaði.
Hvað gagnast það heimilum landsins, hvað gagnast það vörn þjóðarinnar gegn yfirtöku vogunarsjóðanna??
Hver er æra þessa fólks og sæmd sem bregst þjóðinni svona á ögurstundu í sögu hennar??
Hvernig getur það tekið þátt í svona skrifuðu leikriti þar sem fyrir fram er skipað í hlutverk "með" og "á móti".
Hvaða rétt hefur þetta fólk til að vanvirða Lýðveldið Ísland og stjórnarskrá þess með svona skrípa umræðu þegar þjóðin er að hruni komin??
Þegar þúsundir manna sæta ofsóknum dusilmanna sem fitna á neyð náungans. Þegar þúsundir heimila ná ekki endum saman. Þegar tugþúsundir heimila hafa verið rænd eignum sínum með þjófnaði verðtryggingarinnar.
Þá er það eina sem þingmenn gera að ásteytingarsteini er vitfirringin að ganga í ESB og níð um lýðveldið og stjórnarskrána.
Í stað þess að ræða vörn þjóðarinnar, ræða björgun heimilanna.
"Og hvernig geta þingmenn leyft sér að fara í jólafrí, án þess alla vega, að lýsa því yfir að skuldamál heimilanna verða tekin fyrir strax eftir áramót, að það liggi fyrir að leggja algjört bann við fullnustuaðgerðum og útburði sem gildi næstu fimm árin hið minnsta og að tíminn verði notaður til að skrifa niður skuldir sem greiðslugeta er ekki fyrir án þess að heimili fólks fari í sölumeðferð. ".
Þessi orð voru rituð af venjulegum manni sem lifir venjulegu lífi sem ofbýður leikhús fáránleikans við Austurvöll. Þau voru rituð í athugasemdarkerfi í netheimum nokkrum dögum fyrir jól, þegar að hjálparsamtök vitnuðu um fátækt og neyð þúsunda og Alþingismenn viku ekki einu orði af því ástandi eða öðru sem brann á þjóðinni.
Stjórnarskrá, ESB, stjórnarskrá, ESB, stjórnarskrá, ESB.
Þessi vitfirring er ekki einleikin.
Aðeins mikið fjármagn fær hana skýrt.
Fjármagn vogunarsjóðanna.
Kveðja að austan.
![]() |
Búast við málþófi um stjórnarskrána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2013 | 08:16
Rík þjóð í tilvistarkreppu.
Borgar 80 milljarða í vaxtavasa fjármagnseiganda á sama tíma og hleypir heilbrigðiskerfi sínu yfir ystu nöf.
Hún tók það svo nærri sér hvað þessir fjármagnseigendur töpuðu miklu á bankahruninu og vill gera allt sem hún getur til að lina þjáningar þeirra.
Hún er meira að segja tilbúin að fórna kerfinu sem linar þjáningar fólks til að fjármagnskerfið nái sem fyrst fyrri styrk.
Hún hefur líka miklar áhyggjur af vogunarsjóðunum, að þeir fái ekki fjárfestingar sínar í skuldum hinna föllnu banka hundraðfalt til baka. Ætlar þess vegna að fórna lífskjörum sínum og velmegun svo þeir beri ekki skarðan hlut frá borði.
Því íslenska þjóðin var einu sinni þjóð meðal þjóða, átti milljarðamæringa sem skruppu á þyrlu út í sjoppu, fóru í einkaþotum milli landa, og gerðu sig gildandi meðal hinna ofurríku út í hinum glansandi heimi auðs og valda.
Þá var hún stolt af sínum mönnum.
Og hún þráir þessa tíma aftur.
Er tilbúin að leggja allt sitt í vasa fjármagnsins svo þessi glæsti tími Séð og Heyrt komi aftur.
Skítt með heilbrigðiskerfið, skítt með lífskjörin, skítt með framtíða barnanna.
Glansímyndina sama hvað hún kostar.
Þess vegna er Sjálfstæðisflokkurinn með 41% fylgi, Samfylkingin með 32% fylgi, og flokkurinn sem leysti Sjálfstæðisflokkinn af í ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, VinstriGrænir með 7%.
Samtals gerir þetta 80% fylgi hjá flokkunum sem sömdu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurreisn dýrð auðmannatímabilsins og slíkt ofurfylgi lýgur ekki til um þrá þjóðarinnar eftir hinum glæsta tíma þegar við voru þjóð meðal þjóða.
Við erum rík þjóð í tilvistarkreppu sem mun senn ljúka.
Kveðja að austan.
![]() |
Erum komin út á ystu nöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2013 | 07:52
Ögmundur vill ræða margföldunartöfluna.
Er búinn að gleyma hvað tveir sinnum tveir eru.
Nýtir ráðherrarétt sinn til að fá ókeypis kennslu þar um.
Mun sjálfsagt halda öðru fram en honum verður kennt, vísar þar örugglega í pólitísk rétttöflunarfræði þar sem tveir sinnum tveir eru jafnt og Rétt útkoma með stóru Erri.
En rétthugsun breytir aldrei staðreyndum, yfirgnæfandi hópur fólks sem flakkar á milli landa undir yfirskyni þess að vera pólitískir flóttamenn, er fólk í leit að betra lífi. Og lái það því svo hver sem vill.
En á meðan eykst vandi raunverulegra flóttamanna.
Þeir daga uppi.
En ráðherra er ekki að hugsa um þá.
Heldur ímynd sína.
Þess vegna mun hann kenna þegar honum á að vera kennt.
Og á meðan eykst vandi hinna raunverulegu flóttamanna sem sæta ofsóknum hinnar pólitísku rétthugsunar.
Þeir eiga fáa vini.
Kveðja að austan.
![]() |
Kallar forstjóra Útlendingastofnunar á teppið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2013 | 18:55
Mikill er máttur ESB.
Á Íslandi.
Það getur keypt 13% fylgi án þess að kosta öðru til en að ráða nokkra skemmtikrafta.
Segja svo ekkert, og útkoman er þriðji stærsti flokkur landsins.
Hver segir svo að ekki sé hægt að kaupa lýðræði???
Kveðja að austan.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur - Björt framtíð í þriðja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2013 | 17:00
Hvenær verður næsta óvissustig???
Vegna niðurskurðar??
Vegna þess að það tekst ekki að manna spítalann???
Vegna þess að þjóðin notar margfalda upphæð í vaxtagreiðslur sýndarfjármagnsins en rekstur Landspítalans???
Svarið við spurningunni er mjög einfalt.
Styttra en fólk grunar.
Þökk sé ríkisstjórninni sem sló skjaldborg um fjármagn og fjármagnseigendur og situr núna í skjóli Bjartrar framtíðar og Dögunar.
Skyldi það vera tilviljun að stjórnarskráin sé málið sem allir ræða í dag??
Kveðja að austan.
![]() |
Óvissustigi lýst yfir á Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2013 | 07:00
Nú hlær Marbendill.
Eitt helsta markmið þeirra afla sem buðu Alþjóðagjaldeyrissjóðinn velkominn til landsins var að brjóta niður velferðarkerfið í því markmiðið að láta gamlan draum Margrétar Tatchers rætast.
Að öll þjónusta á vegum ríkisins væri á höndum einkaaðila.
Og þeir greiddu sem ættu fé, hinir fengju eitthvað svona 5. flokks.
Það virðist vera að takast hjá lærisveinum hennar.
Kveðja að austan.
![]() |
Hjúkrunarfræðingar líta til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2013 | 09:32
O Brother, Where Art Thou
Er dásamleg kvikmynd um ferðina að draumnum.
Erfiðleikana sem þarf að yfirstíga, raunveruleikann sem menn þurfa að sætta sig við, aðstæður sem þarf að spila úr, vináttu, togstreitu, von og óbilandi trú um að menn komist á leiðarenda.
Hún byrjar á flótta þriggja manna úr fangabúðum valdsins í einhverjum útnára Suðurríkjanna. Þeir eru festir við keðju og þurfa því að halda hópinn. Þegar þeir losna úr fjötrunum þá er þeir bundnir ósýnilegum böndum hins sameiginlega draums að komast á enda regnbogans þar sem mikill fjársjóður á að vera grafinn í jörðu. Hefst þá mikið ferðalag þar sem svik, mikill söngur og samheldni koma við sögu.
Upphafalega var það valdið sem tengdi þá saman óviljuga, síðan náðu þeir saman um draum, og að leiðarlokum voru það bönd vináttunnar, sem tíminn hafði ofið um sálu þeirra, sem tengdi þá saman, viljuga.
"Both" er orðið sem kom uppí huga mér í gærkveldi þegar ég frétti af endalokum Samstöðu. "Both" er kveikja þessa pistils.
Þetta orð er komið úr O Brother, Where Art Thou, og er mælt þegar átakapólarnir tveir á sitt hvorum enda keðjunnar, vildu halda í sitt hvora áttina, og þar sem þeir gátu ekki leyst deilu sína með átökum, eðli málsins vegna, þá var sá þriðji látinn skera úr. Hann var rólegur, jákvæður og hinum stríðandi pólum fannst hann hálfgerður einfeldningur. Biðluðu báðir til hans, vissir um að hann myndi fylgja sér, ekki hinum.
En hann fylgdi báðum, svar hans var "Both".
Sem er augljóst mál þegar menn eru tengdir saman við eina keðju.
Menn fara ekki í sitthvora áttina, menn fara sömu leið, menn fara þá leið sem liggur til frelsis.
Það er deilt í dag í Samstöðu og báðir aðilar hafa rétt fyrir sér.
Flokkur sem hefur ekki náð að virkja fjöldann er dæmdur til að deyja, og málstaðnum, sem fékk fólk upphaflega til að vinna saman, er enginn greiði gerður að þeir einstaklingar sem bera alla vinnuna á herðum sínum, koðni niður í vonlausri baráttu við að fara hina hefðbundnu leið framboðs þegar enginn vill starfa, þegar enginn vill bjóða sig fram.
Augljóst mál, þarf ekki að deila um.
Og það útskýrir punktinn yfir I-ið sem var samþykktur á félagsfundi Samstöðu.
Kallast raunsæi eftir margar marbletti við að berja hausinn við stein í þeirri von að steinninn brotni.
Hópurinn sem gekk út, vildi halda áfram baráttunni, hefur líka rétt fyrir sér.
Því þegar lífið sjálft, líf þjóðar okkar, líf barna okkar er í húfi, þá er seinna ekki valkostur.
Það er staðreynd, sem aðeins þeir sem eiga hagsmuna að gæta rífast um, að verðtryggingin er efnahagslegt gjöreyðingarvopn sem mun ganga frá þjóðinni ef hún er ekki tekin úr sambandi. Baráttan við hana, eina og sér, krefst þess að fólk standi saman, og vinni af afnámi hennar ásamt leiðréttingu á þeirri gífurlegu eignartilfærslu sem hún hefur þegar valdið.
En hún er ekki lífsháskinn sem blasir við þjóðinni, lífsháskinn er yfirtaka vogunarsjóðanna á efnahagslífinu eftir kosningar í gegnum eignarhald þeirra á bönkunum ásamt því að þeir munu flytja gífurlega fjármuni úr landi og eftir stendur strípuð þjóð án nokkurs möguleika að halda uppi nútíma þjóðfélagi, hvort sem það er varðandi bein lífskjör eða velferð eða heilsugæslu.
Þegar hagfræðingur sem jafnframt er þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælir þessi orð;
"Lífskjör myndu versna eftir því. Í mínum huga er sú leið algjörlega ófær. Hún myndi leiða til efnahagslegrar gjöreyðingar og fólksflótta. Þetta eru stór orð en því miður sönn. ",.
og bætir síðan við að sú leið sem flokkur hans, og þar með hann sjálfur hafi lagt til, virki ekki vegna þeirra upphæða sem munu leita úr landi, að þá ekki lengur hægt að loka augunum fyrir þeirri ógn sem blasir við.
Fjármagnið ætlar að gera út af við þjóðina, og þá flýja menn ekki.
Og þegar það er ljóst að svipað á sér stað í Evrópu, að nú þegar eru sum lönd álfunnar orðin að neyðarsvæðum af mannavöldum, og það er aðeins byrjunin, þá er ljóst, að jafnvel þeir sem kjósa að flýja, að þeir geta ekkert flúið. Óreiðan mun alltaf soga til sín fleiri og fleiri lönd, og líkt og svartholið mun hún gleypa allt að lokum.
Sú ógn sem blasir við okkur er sama ógnin og blasir við útí Evrópu, ógnarvaldurinn er sá sami.
Menn geta stungið höfðinu í sandinn og muldrað, "ekki ég, ekki ég", eða beitt sig sjálfsblekkingu og fullyrt að það muni ekkert gerast, að þetta sé aðeins enn ein kreppan sem muni leysast eftir smá erfileika og aðhald.
En svo er ekki, stríðið fyrir tilveru hins venjulega manns er hafið.
"Þetta er barátta fyrir framtíð þjóðar" og sú barátta er ekki háð í málfundafélögum.
Svarið er Bæði, því við erum öll tengd í keðju lífsins og getum ekki haldið í sitthvora áttina.
Og ólíkt keðjunni sem flóttamennirnir voru tengdir með, er ekki hægt að rjúfa keðju lífsins.
Ekki ef maður á börn, ekki ef maður á líf sem þarf að vernda.
Við getum ekki flúið baráttuna en við getum valið hvort við viljum eiga von um að vinna hana, eða tapa henni fyrirfram.
Það er okkar eina val, annað er ekki í boði.
Og það er aðeins ein leið, aðeins ein leið til sigur, Aðferðarfræði lífsins undir merkjum Hreyfingar lífsins.
Því lífið er það eina sem sameinar okkur, allt annað sem við höfum er einstaklingsbundið.
Á næstu dögum þarf fólk að gera upp við sig hvað það vill, það eru kosningar eftir nokkrar vikur.
Staðan í dag í skoðanakönnunum er 98-2 fyrir ógnaröflin, yfirtaka vogunarsjóðanna er fyrirsjáanleg.
En ekki óumflýjanleg, ekki ef Stund sannleikans rennur upp fyrir fólki.
Og um þá stund mun ég fjalla um í næsta pistli, og ljúka þar með skyldu minni gagnvart Samstöðunni um lífið.
Síðan er það fólks að ákveða hvað það gerir.
Baráttan heldur alltaf áfram, hvort sem hún er í liði með voninni eða á vergangi sundrungarinnar.
Menn berjast fyrir lífinu óháð því hvað náunginn kýs að gera.
Því manndómurinn kemur innan frá, ekki utan.
Og getur ekki bent á aðra.
Ekki notað aðra sem afsökun fyrir sínum eigin skorti.
Kveðja að austan.
16.1.2013 | 23:31
Heimurinn og ég.
Þess minnist ég, að mér og þessum heimi
kom misjafnlega saman fyrr á dögum.
Og beggja mál var blandið seyrnum keimi,
því báðir vissu margt af annars högum.
Svo henti lítið atvik einu sinni,
sem okkur, þessa gömlu fjandmenn, sætti:
að ljóshært barn, sem lék í návist minni,
var leitt á brott með voveiflegum hætti.
Það hafði veikum veitt mér blessun sína
og von, sem gerði fátækt mína ríka.
Og þetta barn, sem átti ástúð mína,
var einnig heimsins barn - og von hans líka.
Og við, sem áður fyrr með grimmd í geði
gerðum hvor öðrum tjón og falli spáðum,
sáum það loks í ljósi þess, sem skeði,
að lífið var á móti okkur báðum.
Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi
né byrgjum kala neinn í hjörtum inni,
því ólán mitt er brot af heimsins harmi
og heimsins ólán býr í þjáning minni.
(Steinn Steinar).
Svona að gefnu tilefni kom þetta ljóð Steinars upp í huga minn við tíðindi dagsins.
Kveðja að austan.
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 4
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1884
- Frá upphafi: 1494372
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1594
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar