Eru menn endalega orðnir veruleikafirrtir.

Fyrirtæki sem þarf að endursemja um sín lán, er ekki traust fyrirtæki.  Tekjuflæðið hefur ekki staðið undir vöxtum og afborgunum.  Orðin "hagstæðar langtímahorfur" vega ekki þungt þegar kemur til greiðslna á lánum, það er spurt um pening á gjalddaga.

Vissulega er hægt að bjarga sér úr tímabundinni kreppu með því að endursemja um skuldir, en það er ekki leið sem oft er farin.  Lánardrottnar krefjast þess að ekki sé áfram haldið á þeirri braut sem kom fyrirtækinu í þá stöðu.  Þeir ætlast til að eigendur leggi því til aukið eigið fé, eða að tekjugrunnur fyrirtækisins sé treystur, til dæmis með verðhækkunum.

Alltof mikil skuldsetning miðað við eigið fé, á móti of hægu innstreymi tekna, er meginskýring þess hvernig komið er fyrir HS Orku, og það sama gildir um Orkuveitu Reykjavíkur.  Mætur verkfræðingur sagði í Silfri Egils eftir að hafa skoðað ársreikning þess fyrirtækis, að það eina sem mætti deila um væri hvort það væri gjaldþrota, eða hálf gjaldþrota. 

 

Og þetta eru fyrirtækin sem eiga að bjarga Kreppunni og mynda þann hagvöxt sem þarf til að borga ICEsave.

 

Það á  sem sagt að taka risalán fyrir risavirkjunum fyrir risaálver, sem borga ekki nógu hátt orkuverð.  Aðferðarfræðin sem gerðu orkuveiturnar upphaflega gjaldþrota!!!!!!!!

Þetta er svo heimskulegt, að þetta er ekki einu sinni heimskt.  Það er enginn svona heimskur.  Ekki einu sinni stjórnmálamenn.  

Eina skýringin er algjör veruleikaflótti.  

Ráðmönnum okkar er það um megn að horfast í augun á því hvað þeir eru búnir að gera þjóð sinni.  Þeim er það um megn að horfa í augun á afleiðingum Kreppunnar og um megn að skilja þær hörmungar sem við blasa ef ekki er tekist á við mál að festu og skynsemi.

Í stað þess flúðu þeir í sinn draumaheim, og með þeim draumum ætla þeir að leysa vandamál raunveruleikans.  Veruleikaflótti þeirra er farinn að minna óþyrmilega á síðustu daga Hitlers, þegar hann grúfði sig yfir kort af vígstöðvunum og gaf skipanir um gagnárásir með hinum og þessum herjum, sem voru ekki lengur til, það var búið að eyða þeim.  En sá veruleikaflótti stytti stríðið og á endanum dró úr hörmungum fólks.

En íslenskir ráðamenn, sem eru jafn vitfirrtir til augnanna, þeir valda skaða, auka vandann og þar með auka á hörmungar almennings. 

Þeir segja þjóð sinni að 1.000 milljarða króna skuldabréf sé aðeins 185 milljarðar (Indriði þjónn í Morgunblaðinu í gær), og það sé nauðsynlegt að skrifa undir það svo orkufyrirtækin fái lán, sem aftur gefur af sér hagvöxt, sem borgi síðan þetta 1.000 milljarða króna skuldabréfa, auk annars 1.000 milljarða króna skuldabréf sem kennt er við IFM, auk þess að styrkja krónuna og ég veit ekki hvað.

En þessi hógværa frétt sem kveikti í mér þennan pistil, hún segir að fyrri reynsla sýni að þessi orkufyrirtæki geti ekki einu sinni borgað  sin eigin lán með þeim tekjum sem þau fá af fjárfestingum sínum, hvað þá lán þjóðarinnar.  

Ég skal ekki fullyrða að einhvern tímann, langt inn í óorðinni framtíð, þá geti þessi orkufyritæki staðið í skilum og greitt til samfélagsins, en þá verður ekkert samfélag eftir til að styrkja.

Risaskuldir ICEsave og IFM sjá til þess.

Hitler féll og tók þjóð sína með sér.  

ICEsave stjórnin mun falla, en það er okkar, feðrum og mæðrum, öfum og ömmum þessa lands, að hindra að hún taki börnin okkar með sér í fallinu.

Við getum ekki verið það veruleikafirrt, eða það trúgjörn, að við skynjum ekki þá hættu sem blasir við af gjörðum þessa fólks.

Þegar upp er staðið, þá er það okkar manndómur sem skilur á milli feigs og ófeigs, á milli draumaheims og lífsins.

Valið er okkar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is HS Orka semur við lánardrottna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

HS orka er í eigu einkaaðila er það ekki? Bíðum við bara ekki eftir að það fari á hausinn og tökum það svo til okkar aftur? Annars er maður hættur að botna í þessu rugli með HS og tengd fyrirtæki. Einu sinni voru þetta gullgæsir og máttarstólpar samfélagsins en nú eftir einkavæðingu og ævintýramennsku þá.........

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.11.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar offramboð er af fjárfestum og fátt um góðar kýr þá er ekki furða að allt fari til fjandans. 

Nú að pína Asíu ríkin til að hækka gengi sinna gjaldmiðla. Komin með of mikið af risafjárfestum.

Júlíus Björnsson, 25.11.2009 kl. 02:22

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Seint koma sumir en koma þó, var dálítið upptekinn, við pistlaskrif og annað líka sem var ótengt ICEsave.  

En það sem mig langar að hnykkja á er að ef fer sem horfir, þá þarf ekki að hafa áhyggjur af eignarhaldi orkufyrirtækjanna.  

Erlendu kröfuhafarnir munu eignast þau með manni og mús.

Og að byggja hagvöxt á fyrirtækjum sem eiga ekki fyrir skuldum sínum, en halda áfram með sama rekstrarmótel, það er óðs manns æði.

Menn hafa verið settir í spennutreyju fyrir minna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 241
  • Sl. sólarhring: 781
  • Sl. viku: 5525
  • Frá upphafi: 1327071

Annað

  • Innlit í dag: 216
  • Innlit sl. viku: 4901
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 207

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband