Hlutfall illskunnar er tveir á móti 162.

Aðalkosningamál Félagshyggjustjórnar Íslands voru tveir milljarðarnir sem setti í vaxtabætur til aðstoða skuldsett heimili landsins.  Síðan eftir kosningarnar hefur eitt aðalstefnumál Félagshyggjustjórnarinnar verið að það megi ekkert gera fyrir heimili landsins ef það kostar ríkissjóð fjármuni.  Þaðan sé ekkert að hafa.

Og ástæða þess að ríkisstjórn Íslands á enga peninga er mjög einföld, hún notar þá til að hjálpa fjármagnseigendum og illa stöddum ríkissjóðum Bretlands og Hollands.   Í endurskoðaði spá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs fyrir árið 2010 verði 162 milljarðar, áður var gert ráð fyrir "aðeins" 90,5 milljörðum.  Mismunurinn skýrist á áætluðum vöxtum vegna ICEsave styrksins til breta og Hollendinga.

Vinstrisinnað fólk á Íslandi kallar þetta Hlutfall illskunnar félagshyggju því ríkisstjórnin vilji svo vel en Jakobína Ólafsdóttir, okkar besti bloggari úr röðum Andstöðunnar, afgreiddi þann málflutning svo ekki verður betur gert.

Jóhanna kallaði ríkisstjórnina ríkisstjórn velferðar, jöfnuðar og félagshyggju. Ég hef þau skilaboð að færa Jóhönnu að ríkisstjórn getur ekki talist ríkisstjórn velferðar, jöfnuðar og félagshyggju bara af því að Jóhanna segir að hún sé það. Það eru verkin sem tala og ríkisstjórnin þarf að ávinna sér þessa eiginleika með verkum sínum en ekki lýðskrumi.

Það eru jú verkin sem tala, ekki orðagjálfrið.  Og að setja aðeins 2 milljarða í að hjálpa skuldsettum heimilum á móti þeim hundruðum milljörðum sem fara í velferðakerfi fjármagnseiganda, það er illskan holdi klædd.  Því fólk mun þjást, fólk mun lýða skort, og fólk mun upplifa niðurbrot sinnar heilsu, og fólk mun deyja vegna þessa hlutfalls.  Þetta er óhjákvæmileg afleiðing af stefnu Félagshyggjustjórnar Íslands. 

Núverandi stjórnarflokkar kusu í upphafi síns samstarfs að binda trúss sitt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Velferðarstefnu hans fyrir fjármagnseigendur og alþjóðlegt auðvald.  Mig langar að vitna í grein eftir Nathan Lewis þar sem hann dregur upp skýra mynd af afleiðingum þessarar velferðarstefnu fyrir það þjóðríki sem hana þiggja.  Þess má geta að Jakobína bloggar 21.10 um hana og snarar greininni á íslensku.  En ég læt tilvitnunina fljóta á ensku því margur trúir ekki neinu nema það komi frá útlöndum og sé sagt á útlensku.  Og gefum Nathan orðið:

The government of Icelandmay not actually have the money to pay this off. They would have to borrow it. When the IMF makes a "rescue loan" to a government, the money spends no time in Icelandor Latvia. It goes directly to the foreign creditors, in places like New Yorkand London.However, the debts remain, to be paid off by the taxpayers of Iceland. Taxes rise, which just makes a bad economic situation worse. Valuable and important services are cut -- precisely when they are most needed. Then, the IMF "advisors" come in and start to make a lot of demands.For example, they may demand that the government sell off "public infrastructure" and the assets of failed banks (which still have considerable value) to pay off the loans which were used to bail out the bankers in New Yorkand London. Who buys this "public infrastructure"?Typically, it's the bankers in New Yorkand London! Normally, at very good prices -- very, very good prices. Extraordinarily good prices.

Prices for assets in a crisis are normally very low. But, a government that can be coerced into bailing out the bankers can also usually be coerced into selling off state assets at values that no private owner would accept.

 

Já, afleiðingar af stefnu IFM er gelding velferðarkerfisins og einkavæðing og sala almannafyrirtækja til erlends auðvalds.  Allt til að borga skuldir einkageirans sem almenningur ber enga ábyrgð á.  Og önnur afleiðing af hinni hrikalegu stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er sú að okurvextir auk hins mikla samdráttar sem verður í hagkerfinu, leiðir til fjölda gjaldþrots innlendra fyrirtækja, og Nárinn er hirtur upp fyrir lítið af erlendum fjárfestum og þeim auðmönnum sem báru meginábyrgðina af því Hruni sem hér varð. 

Stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins snertir því alla, jafnt almenning sem atvinnurekendur, og leiðir til endalok þess þjóðfélags lýðveldiskynslóðin byggði upp.  Þjóðfélag sem vissulega var gallað, en samt ekki verra en það að það hefur lengi verið á topp 5 lista Sameinuðu þjóðanna yfir þjóðir með bestu lífskjör.  Og þetta er gert til að þjóðin öðlist "traust" alþjóðasamfélagsins.  Um það traust ætla ég að vitna í Jakobínu en í einu bloggi sínu segir hún þetta:

Lögð hefur verið ríkuleg áhersa á að spyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn við hugtakið traust en í greinargerð Seðlabankans til forsætisráðherra segir "litið er á aðkomu sjóðsins sem heilbrigðisvottorðfyrir þá efnahagsstefnu sem mótuð hefur verið." Þetta er í mótsögn við niðurstöðu Center of economic policy research.  CEPR segir um spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í löndum þar sem hann hefur haft aðkomu... að þær feli í sér munstur mistaka sem veki spurningar um hlutleysi sjóðsins.

Það er skrítið traust sem þrífst á því að keyra samfélag heillar þjóðar í rúst.  En vissulega "treystir" alþjóðlegt auðvald á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að gæta hagsmuna sinna.  En hvenær hefur íslenskur almenningur verið þáttakandi í þeim klúbbi???  Eiga íslensk stjórnvöld ekki að gæta að hag og velferð almenning en ekki hag og velferð féspámanna og fjárúlfa??? 

Og um afleiðingar af stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarf ekki að deila.   Ótal  margar rannsóknir sýna að stefna hans hefur leikið hagkerfi fórnarlamba hans grátt, stefna hans hefur dýpkað kreppur og valdið varanlegum skaða á efnahagslífi og samfélag þeirra þjóða sem hann hefur níðst á.

Þetta eru nefnilega illmenni, illmenni sem sjá ekkert að því að fórna fátæku fólki fyrir Velferðarstefnu fjármagnseiganda og auðvalds.  Í bloggi sínu http://kreppan.blog.is/blog/kreppan/entry/968538/

Drepur Kreppan? Eykur AGS dánartíðni?

fjallar Jakobína um þessar grafalvarlegu afleiðingar af stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  "Rannsóknir Stuckler sýnir einnig fram á að af löndum sem lenda í miklum vandræðum eykst dánartíðni í löndum sem þiggja hjálp AGS umfram það sem hún gerir í löndum sem þiggja ekki hjálp sjóðsins

Og um þessa illsku ætla ég að fjalla í næsta bloggi mínu sem fer á netið fljótlega. 

En allir nema hörðustu siðblindingjar sjá óeðli þess hlutfalls sem lýst er í fyrirsögn þess bloggs.  Og í svona litlu samfélagi eins og Íslandi, þá er mikið að siðferðisvitund þess fólks sem kemur svona fram við samlanda sína.  Það skiptir engu þó viljinn til góðra verka sé mikill, framkvæmdin er ill og siðlaus.

Og það er engin afsökun að segja að þetta sé einhverjum öðrum að kenna, og þessir aðrir munu gera slíkt hið sama.

Sá sem fremur glæpinn, er glæpamaðurinn

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 257
  • Sl. sólarhring: 790
  • Sl. viku: 5541
  • Frá upphafi: 1327087

Annað

  • Innlit í dag: 231
  • Innlit sl. viku: 4916
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 218

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband