Ég get ælt eftir lestur þessar fréttar.

Ríkisstjórn Íslands, Leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur afrekað eitt og aðeins eitt. 

Hún hefur kviksett vonina.

Vissulega var ástandið alvarlegt eftir Hrunið mikla og það var ljóst að erfitt ástand gæti orði óviðráðanlegt með röngum ákvörðunum.

Og það gekk eftir.

Í dag ríki örvænting á heimilum þúsunda Íslendinga, og sífellt fleiri bætast í þann hóp.  Talsmenn atvinnulífsins spá hamfaravetri og varpa fullri ábyrgð á ríkisstjórn Íslands.  Einnig er fyrirsjáanlegt að þessi stjórn getur ekki einu sinni staðið í lappirnar gagnvart kúgurum okkar í ICEsave deilunni.  Hún ætlar að svíkja samþykkt Alþingis um ríkisábyrgð því bretarnir hlæja að okkur.  Sá hlátur vegur þyngra en samþykkt þeirra eigin þingmanna.

Nákvæmlega svona er staðan, það er engin vonarglæta við sjóndeildarhringinn.  Það litla sem ennþá hefur gengið, er vegna þess að heimska ráðamanna og stefnu þeirra hefur ekki ennþá tekist að eyðileggja það.

Og lítum á hvað hæstvirti utanríkisráðherra segir.  Við skulum gera okkur grein fyrir að þetta er ekki talsmaður einræðistjórnar sem montar sig af árangri frjálshyggju sinni fyrir auðmenn, þetta er talsmaður lýðræðisríkis þar sem almenningur glímir við gífurlegan vanda.  Og veruleikafirringin er algjör.

Össur segir:"Við vorum fyrsta landið, sem varð fórnarlamb græðgi og óhófs  fjármálamanna, sem misnotuðu reglur, fylgdu vafasömum starfssiðum, földu fé sitt í skattaskjólum og komu á ábyrgðarlausu bónusakerfi sem hvatti til ófyrirleitnari áhættusækni og hegðunar en áður hefur sést".  Gott og  vel, þannig séð alveg sammála honum en þetta segir aðeins maður sem kann ekki að skammast sín, því allt þetta blasti við árið 2007, þegar kosið var til Alþingis, og flokkur Össurar hét baráttu gegn þessum öflum.  En daginn eftir þær kosningar, tilkynnti hann samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, höfuðsmið þeirrar sviðsmyndar sem við blasti.  Og tillögur flokksmanna Össurar voru ekki gegn ægivaldi auðmanna, þær voru allar um hvernig mætti gera þeim lífið auðveldara.  Meira að segja í ágústlok 2008, þegar öllum var ljóst hvert stefndi, þá mærði viðskiptaráðherra bankakerfið og talaði um að auðvelda útþenslu þess, ekki hætturnar sem það hafði komið íslenskri þjóð í.

Þessi orð Össurar eru því dæmi um fullkomna óforskammfeilni og algjört lýðskrum.

Össur segir:

"Ísland er hins vegar að vinna sig út úr vandanum, vegna þess að þar hefur fólk lagt mikið á sig og einnig vegna þess að Íslendingar hafa notið stuðnings. Norræna fjölskyldan okkar yfirgaf okkur ekki. Eystrasaltslöndin veittu okkur siðferðilegan stuðning. Og Pólland, af örlæti sínu,  veitti okkur óumbeðið hjálparhönd og því munum við aldrei gleyma. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bauð okkur efnahagsáætlun, sem hefur gengið eftir í stórum dráttum en ég verð að nota þetta tækifæri til að lýsa mikilli óánægju Íslendinga með, að óskyldar tvíhliða deilur hafi komið í veg fyrir að hægt sé að framfylgja áætluninni að fullu," sagði Össur. 

Hann sagði einnig að umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu hefði verið vel tekið.  „Ég tel mig því geta staðið hér og sagt, að fjármálaóveðrinu er að byrja að slota. Það má þakka þolægði og dugnaði íslensku þjóðarinnar og einnig því að þið, alþjóðasamfélagið, hefur veitt okkur mikilvægan stuðning"

Hvar hefur maðurinn haldið sig???  Var hann á Mars að undirbúa fyrstu lendingu mannaðs geimfars???  Getur nokkur skynsöm vera tjáð sig svona fjarri raunveruleikanum eins og Össur gerir í þessari tilvitnun????

 

Kíkjum á nokkrar staðreyndir

Í frétt fyrir hálfum mánuði frá Credit info kom fram að um Tíuþúsund börn eigi foreldra á vanskilaskrá, og þeim fer fjölgandi.  Og það mjög fjölgandi því frystingar gengislána renna út í haust.  Allir, bókstaflega allir í samfélaginu, kalla á aðgerðir til að gera skuldavanda heimilanna viðráðanlegan, annars mun meira önnur hver barnafjölskylda í landinu horfa framan í gjaldþrot, eða þá lífstíðarskuldaþrældóm, sem er ekki skömminni skárri.  Þetta er ekki birta, þetta er kolniðamyrkur og þó eitthvað hefur verið gert til að aðstoða fjármagnseigendur, þá eru þeir ekki þjóðin.

Atvinnulífið er að stefna í þrot.  Stöðugleika sáttmálinn er í uppnámi og talsmenn atvinnulífsins spyrja hvað á að gera????????   Svarið við þeirri spurningu hefur ekki ennþá borist og á meðan lýsa þeir fullri ábyrgð á ríkisstjórn og Seðlabankann á því hörmungarástandi sem við blasir í vetur

Og það er liðið ár frá Hruni.

Ráðherra í ríkisstjórn Íslands talar um "vinaþjóðir" sem hafi brugðið hníf á barka íslensku þjóðarinnar.  Sigríður Samfylkingarþingmaður talar um ICEsave samninginn sem Nauðasamning.  En Össur talar um "stuðning alþjóðasamfélagsins".  Hvað hefði verið gert við íslensku þjóðina af hálfu breta og Evrópusambandsins, ef við hefðum ekki notið stuðnings alþjóðasamfélagsins???  Hefðu þrælasalir Súdans fengið að bjóða í þjóðina??  Eða rússneska mafían fengið ferskt hráefni í vændishús sín???

Það að neita smáþjóð í alvarlegum vanda um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar, sem þó er kveðið á um í þeim samningi sem sneið til þrælahlekki ICEsave, er ekki stuðningur, það er kúgun eins og Ögmundur Jónasson benti réttilega á í viðtali í Speglinum, og mér vitanlega hefur forsætisráðherra ekki mótmælt þeim orðum hans.

Um efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem er hryggjarstykki kúgunar alþjóðlegs auðvalds á íslenskri þjóð, segir einn af fyrrum viðhlæjendum sjóðsins, Vihjálmur Egilsson í Morgunblaðinu, að hann hafi aldrei séð svona illa unna áætlun frá sjóðnum.  Þegar þeir, sem þó hafa varið ósköpin, gefast upp á lyginni því staðreyndir raunveruleikans blasa öllum við, þá er fokið í flest skjól stuðningsmanna sjóðsins.  En sú umræða hefur kannski farið fram hjá Marsbúum, eða þeim sem hafa dvalist þar síðustu misserin.

En Össur fer þó rétt með þegar hann segir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu hafi verið vel tekið.  Það er í Brussel, enda sambandið auðlindaþyrst.  En íslenska þjóðin hefur skömm á þeim þjóðum sem buðu upp á kúgun í stað aðstoðar, og þverbrjóta bæði sín lög og alþjóðlög, til að skora skammvinn stig í hráskinnsleik sinna eigin stjórnmála.  

Því hefur stuðningur við aðild að ESB hefur aldrei verið minni, og fer hratt minnkandi.  

En Össur gat ekki getið þess í sinni hallelúja ræðu Leppstjórnarinnar.  

Þá hefði hann sagt satt.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn er hreinræktað fífl.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar 

Ræða Össurar verður gleymd og grafin áður en vikan er liðin.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.9.2009 kl. 14:50

3 Smámynd: Sigurjón

Sæll Ómar og takk fyrir þessa færzlu.  Ég get verið algjörlega sammála!

Sigurjón, 27.9.2009 kl. 14:57

4 identicon

Ef maður getur logið eins og hann er langur, er mesta furða að hann skuli ekki vera hæsti maður landsins:  Ó, já, AGS bauð okkur "hjálp"!?   Hann mismælti sig illilega, AGS bauð Bretum og Hollendingum hjálp við handrukkun.  Og norrænu vinir okkar, ja-há.   Og við eru víst að ná okkur á strik af því við erum svo dugleg!?  Ná okkur hvað, Össur?  Við erum sokkin ofan í leðjuna ykkar.   Stand-up comedian. 

ElleE (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 15:39

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

:"Við vorum fyrsta landið, sem varð fórnarlamb græðgi og óhófs  fjármálamanna, sem misnotuðu reglur, fylgdu vafasömum starfssiðum, földu fé sitt í skattaskjólum og komu á ábyrgðarlausu bónusakerfi sem hvatti til ófyrirleitnari áhættusækni og hegðunar en áður hefur sést". 

Hvað ætli fulltrúar, S-Ameríku, Afríku, SA-Asíu hafi hugsað? 

Júlíus Björnsson, 27.9.2009 kl. 15:40

6 identicon

Og eitt enn:  Þau geta staðið í lappirnar og sagt brandara á heimsvísu, en ekki staðið í lappirnar gegn kúgurum IMF og nýlenduveldanna gegn okkur. 

ElleE (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 15:44

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Það gleður mig að fleirum hafi blöskrað.  Vill vekja athygli á góðri færslu Helgu hjá Jakobínu fyrr í kvöld.

Segir allt það sem ég kom ekki orðum að.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 719
  • Sl. viku: 5229
  • Frá upphafi: 1328042

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 4690
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband