ICEsave glæpurinn. Þekkjum rökvillu Jóns Baldvins.

Eins og ég tók fyrir í bloggi mínu þann 24 ágúst þá gengur Jón Baldvin Hannibalsson um götur og torg og segir öllum sem hlusta vilja að hann sé landráðamaður.  Að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið feli í sér þau landráð að íslenska ríkið hafi gengið í ótakmarkaða ábyrgð fyrir einkabanka okkar.  Færði ég rök fyrir því í bloggi mínu, að Jón þó mikill sé, hafi ekki þröngvað slíkum afarkostum upp á íslenska þjóð, því þó aðildarríki EES hafi skuldbindið sig til að innleiða tilskipanir framkvæmdarstjórnar ESB, þá hafi sú ágæta framkvæmdarstjórn ekki slíkt vald að geta fyrirskipað aðildarríkjum að taka á sig ótakmarkaða ábyrgð vegna viðskipta á frjálsum markaði, og enda hafi slíkt ekki hvarflað að reglugerðarsmiðum hennar þegar þeir sömdu reglurnar um Tryggingasjóð innlána.

Jæja, það er ljóst að Jón hefur ekki lesið þetta ágæta blogg mitt og ennþá stendur blessaður maðurinn í þeirri meiningu að hann sé höfundur ICEsave glæpsins.  Og þegar hann hittir aumingjagott fjölmiðlafólk, eins og umsjónamenn morgunútvarpsins á Rás 2, þá fær hann stundum tækifæri á að ákæra sig fyrir alþjóð, eða a.m.k. þann hluta sem hlustar á viðkomandi fjölmiðil.

Ég ætla ekkert að taka þetta viðtal fyrir sérstaklega.  Jón Baldvin er skemmtilegur maður og oft á tíðum eyrnakonfekt að hlusta á hann.  Skiptir í raun engu um hvað hann er að tala, en sérstaklega finnst mér gaman að hlusta á manninn tala gegn því í dag, sem hann notaði svo mörg orð til að dásama fyrir nokkrum misserum síðan.  Á ég þá við umpólun hans gagnvart bankaútrásinni.

En Jón sagði eitt sem ég veit að margur maðurinn á í hugsunarleysi sínu eftir að grípa á loft og nota jafnvel sem röksemd til að sætta sig við þann áratugaþrældóm sem bíður hans vegna ICEsave glæpsins.

"Það neyddi enginn Landsbankann að hafa ICEsave reikningana í  útibúum".

og það er rétt hjá Jóni.  Það neyddi enginn þá til þess.  En það bannaði það þeim heldur enginn.  Og það sem meira er, að tilskipun ESB um innlánstryggingar var sett til að heimilisfesti fyrirtækja skipti engu máli.   Í aðfaraorðum tilskipunarinnar segir "Samkvæmt markmiðum sáttmálans skal stefnt að samræmdri þróun lánastofnana í öllu bandalaginu með því að fjarlægja allar takmarkanir á staðfesturétti og frelsi til að veita þjónustu".

Meginmarkmið Evrópska efnahagssvæðisins var að koma á einum samræmdum markaði.  Því skipti það engu máli hvort bankastofnun kaus að reka starfsemi sína í öðrum löndum efnahagssvæðisins í formi útbúa eða dótturfyrirtækja.  Aðeins samkeppnisforsendur áttu að ráða því.  Þess vegna neyddi enginn Landsbankann að reka ICEsave í útibúum, vegna þess að það mátti enginn neyða þá til þess!!!!!!!.   Slíkt var skýlaust brot á reglum EES og ef íslensk stjórnvöld ætluðu að gera slíka nauðung (þ.e. fyrir bankann) þá þurftu þau fyrst að segja upp EES samningnum.  

Það er ekki hægt að fara eftir sumum reglum EES en brjóta aðrar.  Og það veit náttúrlega Jón Baldvin mæta vel, enda einn af smiðum EES samningsins.  En þegar menn vilja að láta dæma sig landráðamenn, þá er langt seilst í röksemdarfærslunni.  Og Jón Baldvin, sem þingmaður og ráðherra til margra ára, veit það manna best að stjórnarskrá Íslands bannar alla alþjóðasamninga sem fela í sér ákvæði sem gætu leitt til efnahagslegs hruns á landinu.  

Það eru engin rök í málinu að segja að einhver hefði átt að gera eitthvað.  Málið er að ef þetta "hefði eitthvað" er ekki gert, þá gerast ólýsanlegar hörmungar.  Því er bannað að gera slíka samninga og eru örgustu landráð.

Þess vegna hvarflar ekki að reglusmiðum ESB að lauma slíkum ósköpum inn í reglur sínar.  Þeir taka það skýrt fram að aðildarríki eru ekki í ábyrgð ef þau hafa komið á fót innlánstryggingakerfi, sem er fjármagnað af fjármálakerfinu sjálfu.

Það sem er augljóst, er augljóst.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn einn rök gegn ICE-SLAVE ábyrgð okkar, Ómar:
ICESAVE: Eva Joly, 13. sept., 09:
Joly segir, að breska fjármálaeftirlitinu hafi borið skylda til að fylgjast með starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi og því verði það að axla ábyrgð á því hvernig fór.  Það sama þurfi stjórnvöld í Hollandi að gera.  Það höfum við alltaf sagt: Að það hafi ekki bara verið verk okkar yfirvalda að passa upp á ísl. banka á erlendri grund. 
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/09/13/bankahrun_likist_mali_madoffs/
Og Jón Baldvin Hannibalsson ætti að hafa sig hægan.  Og helst hljóðan. 

ElleE (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Það sem Joly er að benda á er skýrt í EES samningnum, eða einhverri tilskipun sem ESB samdi um fjármálamarkaðinn.  Fjármálaeftirlitið íslenska hefur margoft bent á þetta, en móralinn er þannig hér á landi að allt það sem telst okkur til tekna er þaggað niður af Samfylkingunni og Leppum þeirra í fjölmiðlastétt.  Þessi staðreynd hefur legið fyrir í opinberri umræðu frá því um miðjan okt 2008, en aldrei hlotið verðskuldaða athygli fyrr en Joly fór að tala um þetta.  Líklegast vegna þess að hún er útlendingur, kona og einhverjir fjölmiðlamenn trúa  því að hún gæti verið í Samfylkingunni, komið þar inn í gegnum kvennalistann.

En því miður nær Joly ekki kjarnanum, það er  ekki ríkisábyrgð á Tryggingasjóðnum.  En hún vill vel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2009 kl. 13:10

3 identicon

Nei, það er satt, Joly kemur ekki að þeim nauðsynlega punkti að ríkisábyrgðin er engin, heldur bara kúgun og ofbeldi.  Kannski ekki úr vegi að hafa þetta alltaf svart á hvítu með í umræðunni:


From the EEA/EU directive 94/19/EC,

"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized."

And still more from the EU LAWS on deposit guarantee schemes:

"The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a member state itself or by any of its local or regional authorities."



#yiv379086582 #yiv224759876 #yiv1022450146 #yiv159112357 P { MARGIN:0px;} #yiv379086582 #yiv224759876 #yiv1022450146 #yiv159112357 UL { MARGIN-TOP:5px;MARGIN-BOTTOM:5px;} #yiv379086582 #yiv224759876 #yiv1022450146 #yiv159112357 OL { MARGIN-TOP:5px;MARGIN-BOTTOM:5px;}

ElleE (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 341
  • Sl. sólarhring: 615
  • Sl. viku: 1402
  • Frá upphafi: 1322165

Annað

  • Innlit í dag: 279
  • Innlit sl. viku: 1158
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband