Svik VinstriGrænna eru algjör.

Þeir sviku þjóðina í ICesave deilunni.

Þeir hundsa neyðarkall heimilanna, hundsa skuldavanda almennings.

En þeir leggja allt í sölurnar við að bjaga þeim sem komu þjóð sinni á kaldann klaka.  Vissulega er ekki hægt að bjarga öllum auðmönnum segja þeir, en kerfinu sem skóp þá skal bjargað með öllum tiltækum ráðum.

Dugi ekki blóð, sviti og tár alþýðunnar, þá skal hún kvikskorin inn að beini svo hægt sé að kreista úr henni síðustu krónunnar.

Til þess er beitt blekkingum og lygum.  Lygum í ICEsave deilunni, blekkingum í skuldavanda almennings.  Lygarnar í ICEsave hafa verið afhjúpaðar þannig að allir sjá nema blindir flokkshestar.  Hagsmunasamtök heimilanna afhjúpa blekkingarnar sem beitt er til að festa skuldahlekki lífstíðaránauðar á almenning undir yfirskyn þess að verið sé að koma til hjálpar. 

Aðeins siðblindingjar og keyptir leigupennar auðmanna mæla þrælastefnunni bót.

 

En hví VinstriGrænir af öllum flokkum???  Þeir sem áttu að vera sverð og skjöldur hins venjulega manns!!!  Af hverju þessi grundavallarsvik????

Þegar stórt er  spurt er fátt um svör.   Eina sambærilega dæmið úr vestrænni stjórnmálasögu eru svik kommúnistaflokka í baráttunni við helstefnu Nasismans eftir að Stalín gerði griðasáttmála sinn við Hitler árið 1939.  Tryggðin við Moskvuvaldið var meiri en tryggðin við þjóð sína og hugsjónir.  Þessi svik, sem eru svik allra tíma, eru ennþá fræðimönnum ráðgáta.  Allir þekkja atburðarrásina, en af hverju????  Hvað er það í heila mannsins sem fær hann til að loka á allt sem hann trúði á og neita að horfast í augun á þeirri ógn sem við blasir???  Hvað fær hann til að fylgja foringja sínum í þvílíkri blindni????  Hver sem skýringin er þá er ljóst að um frumstæða heilastarfsemi er að ræða sem þróaðist löngu áður en vit og skynsemi komu til sögunnar.

Hvert orð í ályktun Hagsmunasamtaka heimilanna er satt og rétt, þau lýsa ástandinu sem við blasir, þau lýsa þeim gjörðum núverandi ríkisstjórnar sem við blasir, þau lýsa vel hinum stóru svikum.  Og þetta er öllum ljóst, nema þeim sem láta hinn frumstæða skriðdýraheila stjórna skynjun sinni á gjörðum forystumanna sinna.  Sú blinda er fyrir utan alla mannlega skynsemi, og vandséð hvort hægt sé að tala lengur um Homo Sapiens, nær væri að tala um Homo  Dinasára. Hið gamla góða íslenska orð "heimskingjar" dugar ekki lengur.

Margt var logið upp á bræðurna frá Bakka, en engum hefði dottið í huga að bera upp á þá þau orð að það væri sjálfsagt að "hjálpa ef það bara kostaði þá enga fyrirhöfn".   Líklegast hefðu þeir kostað miklu til þó sú fyrirhöfn þeirra hefði kannski ekki komið að miklu gagni, en þeir voru ekki svo skyni skroppnir að telja að hægt væri að hjálpa án þess að gera ekki neitt.   Slíkt er of mikil fáráð.

En foringi VinstriGrænna kom fram í fjölmiðlum og sagðist allur að vilja gerður til að hjálpa heimilunum í þeirra mikla skuldavanda, en það mætti bara ekki kosta neitt.  Allra síst fjármálakerfið.  Hvernig hann sér fyrir sér þjóðfélag sem er bara með ríkissjóð og fjármálakerfi, en ekki heimili, er svo önnur saga.

En það sem sló mann voru allir Homodínárarnir sem tóku undir orð hans hér í Netheiminum.  Úr hvaða skúmaskotum voru þessar mannvitsbrekkur dregnar til að vitna um visku foringjanna???  

Og hvar er allt fólkið sem yfirfyllti Netið með kröfunni um Nýtt og betra Ísland???  Fór ekki eitthvað af því á þing???  Hvar er fólkið sem sagði að núna þegar græðgikapítalisminn væri fallinn þá yrði hann aldrei endurreistur??  Hvar er fólkið sem vildi skjaldborg um heimili og lífvænlegt rekstrarumhverfi fyrirtækja???  Hvar er fólkið sem sagðist vera jafnaðar og félagshyggjufólk???  

Hvar er þetta fólk???  

Er það virkilega það eina sem breyttist í kjölfar bankahrunsins að félagshyggjufólk lagði á flótta en í stað þess kom ný manntegund, Homo Díanárus????

Ef svo er þá er harðindavetur framundan í íslensku þjóðlífi.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Segja heimilin ekki geta meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://skorrdal.is/utgafa/baekur/lydraedi_fjoldans.html

Þetta eru allt lýðræðisræningjar, Ómar! Trúðu mér!

Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Skorrdal.

Takk fyrir sendinguna, ég mun kynna mér hana í rólegheitum.

En ég er einn af þeim sem spái lítið í kerfið sem slíkt, þau eru í eðli sínu spillt, því manneskjan er "spillt" eða þannig.  Siðaboðskapur í ýmsum myndum er tæki mannsandans til að ná stjórn á "spillingunni" auk margs annars.   En þegar spillingin gengur fram úr hófi, þá þarf að setjast niður og hugsa hlutina upp á nýtt.

Minn flötur er ættaður úr siðfræðinni.  Tel að heilbrigð skynsemi, ef við ætlum að lifa af sem tegund, kalli á siðbót.  Jafnt hér á Íslandi, sem og út í hinum stóra heimi.  Með siðbót og naflaskoðun, þá virka tækin aftur þokkalega eðlilega, svona fram að næstu kreppu mannsandans.  En í dag verður ekki næsta kreppa, það eru örlagatímar sem krefjast tafarlausra aðgerða.  Til dæmis að við siðvæðum viðskiptalífið og temjum græðgina.  Og setjum mannkyninu það sameiginlega markmið að útrýma skorti, jafnframt því að efnahagslífið verði gert sjálfbært, hvað sem það svo sem þýðir nákvæmlega.

En ég er svona harðorður út í VinstriGræna, því þeirra skylda var að berjast gegn siðleysi græðginnar, ekki styrkja hana.  Þetta er svona svipað og prestur sem er staðinn að barnaníði.  Hans hlutverk er að hugga og sýna samúð, ekki að níða og skemma.  VinstriGrænir stálu voninni sem þeim tókst að kveikja með skeleggri forystu Steingríms og Ögmundar.  Alveg þar til þeir komust í stjórn.

Get ekki fyrirgefið þeim það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.9.2009 kl. 18:00

3 identicon

Nei, ekki mega glæpabankarnir tapa ránsfénu sem þeir tóku af fólkinu.  AGS og FL-okkunum líkar það ekki.   Glæpabankarnir þurfa að geta risið upp úr fallinu á skattpeningum fólksins sjálfs sem þeir rændu.  Og fá líka að halda þýfinu.  Og allir með tölu skulu þeir rísa upp, þó landsmenn þurfi ekkert á öllum þessum glæpabönkum að halda.  

Góð líking hjá þér, Ómar, með prestinn og VG.  Svikulli gátu þeir ekki verið og ófyrirgefanlegt. 

ElleE (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 19:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elle.

Eins og þú veist þá reyni ég mitt besta.  En það alvarlega við að endurreisa núverandi fjármálakerfi athugasemdalaust er að það er eins og enginn hafi lært neitt, að fórnirnar hafi verið eitthvað hundsbit líkt og Svarti dauði, en við því sé ekkert að gera.

Nema náttúrlega að segja, "Úps, þar lentum við í því, það koma kreppa með póstskipinu".  Þess vegna verður það sama sagt eftir örfá ár, "Úps, þar lentum við aftur í því lagsi".  Sama fólkið, sama aðferðarfræðin, sama tuggan um hvað þetta allt er ómissandi.  En jafnvel Seinni heimsstyrjöldin olli alheimshagkerfinu ekki eins miklum skaða og núverandi fjármálakerfi gerði.

Vissulega sjá frjálshyggjuguttarnir, eins og hann Ólafur Moggastjóri túlkar svo vel, ekkert neitt athugavert, þeir vilja banna póstskip til öryggis, en að nálgast eitthvað þann vanda sem við er að etja, og læra að mistökunum, nei það má ekki, einhver græðgipúkinn gæti tapað nokkrum fimmeyringum.

En síðast þegar ég vissi, þá voru ekki frjálshyggjubörn við stjórnvölin hjá VinstriGrænum, en það mætti halda það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.9.2009 kl. 21:10

5 identicon

Veistu, Ómar; ég hafði enga von um að VG væru nokkuð skárri en hitt pakkið. Hef átt í samskiptum við þingmenn úr öllum flokkum - og meira að segja við Ögmund, sem allir lofa og dá í dag; það er sami rassinn undir þessari mafíu allri. Það er mitt álit, eftir margra ára samskipti við þetta lið - og rúmlega tveggja áratuga þátttöku í lýðræðinu. Mér þykir það svo leitt. Helst vildi ég leggja þetta kerfi niður algjörlega. Við þurfum ekki lýðræðisræningja til að stjórna samfélaginu; við getum gert það betur sjálf. Eina sem þarf er viljinn...

Skorrdal (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 23:44

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Skorrdal.

Það er misjafnt hvernig við upplifum þetta fólk.  

Ég er einn af þeim fjölmörgu sem tel fulltrúalýðræðið vera illskástan kostinn, og þá vegna þess eftirlits sem hægt er að hafa með framkvæmd þess.  Því miður tel ég að góður vilji dugi ekki þó fallega sé lagt á stað með hugmyndir um milliliðalaust lýðræði.  Þá fyrst er hættan á að amma andskotans fari á flug og kyndi undir deilur og úlfúð.  Sjáum allar sóknarnefndirnar eða Borgarahreyfinguna sem dæmi.  Og hið beina lýðræði Aþeninga endaði í dýflissum Sarakosa ef ég man rétt.

Í fulltrúalýðræðinu þurfa valdahóparnir og sérhagsmunirnir að klæða sig í grímubúning flokkanna og passa upp á þann grímubúning, en í beinu lýðræði, þá geta þeir endalaust spilað með fólk með aðstoð andskotans.  Beint lýðræði virkar illa nema nógu margir séu meðvitaðir um starfsemi sérhagsmunaseggja og lýðskrumara, og nógu margir séu tilbúnir að setja sig inn í mál og taka skynsama ákvörðun út frá þeim upplýsingum sem fyrir liggja.  Og kunna síðan að taka því að aðrir séu ekki sömu skoðunar.  Rangar niðurstöður eru hluti af lýðræðislegu ákvörðunarferli, og mikið umburðarlyndi þarf að vera til staðar til þess að það virki.    Og eitthvert regluverk sem tekur fyrir kúgun meirihlutans á minnihlutanum.

Margt af því heimskulegasta sem er í löggjöf vestrænna þjóðfélaga, er hjá einstökum ríkjum og borgum Bandaríkjanna þar sem almenningur getur lagt fram hugmyndir og tillögur og látið síðan kjósa um þær.  Og allir lýðsrumarnir sem vaða þar uppi, samfélögum sínum til tjóns.  

Þetta er ástand sem ég vil ekki sjá á Íslandi.

En ég er ekki að setja mig á háan hest gagnvart hugmyndum þínum.  Aðeins að útskýra minn þankagang.  Og ég tala um illskástan kost.  Í því felst að eitthvað betra hlýtur að vera til.  En ég tel að núverandi barátta snúist um sjálfa tilveruna, hættumerki gjöreyðingarinnar eru orðin það mörg, og því tel ég skynsamlegast að orka umbótanna fari í að berjast við þursanna og hindra heljartök þeirra á mannlífinu. Komi mannkynið lífs af úr þeirri baráttu, þá mun það örugglega móta sér nýtt og betra kerfi.  

En hvað það verður þekki ég ekki.  Það mun mótast úr öllum þeim hugmyndum sem þegar fljóta í umræðunni, og öllum þeim hugmyndum sem eiga eftir að spretta  úr þeirri deiglu.

En hugmyndir eru til alls fyrst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.9.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 189
  • Sl. sólarhring: 463
  • Sl. viku: 1392
  • Frá upphafi: 1321275

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 1196
  • Gestir í dag: 164
  • IP-tölur í dag: 163

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband