Eindregin sátt um stjórnsýsluspillingu.

 

Á ekki að koma nokkrum manni á óvart.

Þetta er jú fólkið sem laug sig til valda, með innantómum kosningaloforðum sem aldrei stóð til að efna.

 

Og það er ekki hægt að skella skuldinni á kjósendur þessara flokka.

Því í öllum loforðaflauminum, sérstaklega hjá Viðreisn og Bjartri framtíð, var því hvergi haldið fram að flokkarnir myndu endurtaka óhæfu flokkanna sem þeir gagnrýndu svo ákaft í aðdraganda kosninganna.

Auðvitað vissu kjósendur Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn laug þegar hann lofaði bættri stjórnsýslu, eða lofaði hann því ekki auk alls annars?  Harðkjarna stuðningsmenn flokksins vita að slík lygi er nauðsynleg til að plata einhvern auðtrúa til að kjósa, svo flokkurinn geti haldið áhrifum sínum og völdum.

En Viðreisn og Björt framtíð tóku það ekki sérstaklega fram að viljinn til góðra verka og nýrra vinnubragða, giltu því aðeins ef flokkarnir væru í stjórnarandstöðu, eða til vara, færu ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

 

Samt kemur þessi eindræga sátt um spillinguna á óvart.

Hún er svo niðurlægjandi, hún er svo mikil tímaskekkja.

Og þeir sem að henni standa verða svo aumkunarverðir þegar þeir hefja að nýju upp raust sína um góða siði og ærleg vinnubrögð.

 

En völdin bæta það upp.

Er það ekki?

Það er allavega góð lyktin úr kjötkötlunum.

 

Svo góð að þjóðin á örugglega aftur eftir að upplifa slíka eindrægni, slíka sátt.

Sem út af fyrir sig er tilbreyting frá öllu ósættinu á þingi.

 

Það má þó sameiginlega spillingin eiga.

Kveðja að austan.


mbl.is Fer úr nefndinni í klofningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hér eftir, mun mér alltaf verða óglatt þegar ég sé mynd

af þessari "Sigríði Á Andersen" .

Mynd af manneskju sem þrífst í óþverranum sem er spillt pólitík.

Mynd af manneskju, með þvílíkan hroka og fyrirlitningu á

einhverju sem ætti að kallast lýðræði.

Mynd af manneskju, sem er nákvæmlega sama um alla,

nema sig og sína.

Mynd af manneskju, sem ætti ALDREI að vera einhvers staðar í

forsvari þjóðar.

Mynd af manneskju sem opinberar sig með "langafingur" gagnvart

því sem lýðræðið sem við eigum að búa við.

Mynd af manneskju, sem telur að í krafti síns embættis,

þá sé hún heilög.

Fyrir mér eru þetta bara ógeðslegar myndir af manneskju

sem er "EKKI AÐ VINNA FYRIR ÞJÓÐ EÐA þJÓÐARHAG"

Hún er bara aumkunarverð persóna, sem ALDREI átti að

fara í pólitík.

Nú geta menn mótmælt þessum dómurum vegna vanhæfni.

Menn sem lenda síðast á lista með að vera hæfir,

hljóta þar af leiðandi að vera vanhæfir þegar kemur að þeirra málum.!!!

Ég gæti rengt þeirra úrskurð vísandi til þess að ég treysti ekki

þeirra úrskurði vegna þess að það var "NEFND" sem sagði svo

að þeir væru ekki þeir bestu eða hæfir.

Hver verður svo trúverðugleiki þessa dómstóls, þegar ráðherra

hundsar þessi tilmæli....??

Enginn.

Henni tókst það, að eyðileggja allan þenna grunn að

Landsdómi, vegna ömurlegrar fátæktar í pólitískri hugsun.

Ota sínum tota.

Ég hélt í minni einfelndi að svona plott væri búið.

Hvað ég hafði rangt fyrir mér.

Það er enginn endir hjá þessari stofnun sem kallast

ALÞINGI.

Virðing....!!!

Ekki til.

Sigurður Kristján Hjaltested, 31.5.2017 kl. 20:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

"Henni tókst það, að eyðileggja allan þenna grunn að

Landsdómi, vegna ömurlegrar fátæktar í pólitískri hugsun."

Líklegast ná þessi orð þín algjörlega yfir alvarleik málsins, eitthvað sem ég vona að allt gott og gegnt íhaldsfólk sjái að lokum.

Það má einfaldlega ekki verja allt, hvað þá með þeim rökum að ef ekki við, þá þeir.

Eða hefur þetta ekki alltaf verið svona, og svo framvegis.

Það stóð nefnilega til að breyta hefðinni.

Og svo skýtur Alþingi sig svona í fótinn.

Sorglegt, svo ekki sé sterkara að orði komist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.5.2017 kl. 21:13

3 identicon

Að byrja með mönnun nýs dómstigs þannig að vafi leiki á um hæfi ... það er eitt.

Að hygla eiginkonu Brynjars Níelssonar ... það er annað.

Að fara með ófriði, en ekki sátt um málið ... það er þriðja.

Megin niðurstaðan er því nákvæmlega sú sem Sigurður orðar svo vel:

"Henni tókst það, að eyðileggja allan þennan grunn að Landsrétti,

vegna ömurlegrar fátæktar í pólitískri hugsun."

Enn og aftur skal á það bent að fremstir fara jafnan frjálshyggjuráðherrar í misbeitingu á valdi sínu innan ríkisvaldsins

svo alræðistilburði nálgast.  

Vert er að benda á að þannig ráðherrar trúa ekki í reynd á frjálsa samkeppni ... nema til að misbeita ríkisvaldi sínu. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 23:05

4 identicon

Eða svo vitnað sé í orð þín í nýlegum pistli:

"Frelsiskrafa auðmanna var kjörorð nýfrjálshyggjunnar, og fjármagn þeirra og keyptir stjórnmálamenn tryggðu henni öll völd.

Með tilheyrandi skattafríðindum, skattasmugum aflandseyjanna, sem og öll hin risastóru gráu svæði viðskiptanna.

Kannski ekki alveg eins og í gamla daga, enda breyttir tímar þar sem vissa mannlega ásýnd þurfti að sýna til að fá endurkjör. 

 

En fyrir suma er það ekki nóg.

Frelsið skal vera algjört, og lög og reglu skal brjóta að geðþótta.

Við sjáum dæmin í Bandaríkjunum í dag, þar er mikil yfirtíð hjá dómsstólum við að halda í skefjum geðþótta hægriöfganna sem fara með völdin í Washington þessa dagana.

Og svipuð tíð virðist vera í vændum á Íslandi í dag."

 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 23:12

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Pétur, Engey ehf. lætur ekki að sér hæða.

En hæðir alla.

Sigríður er samt samkvæm sjálfri sér, hún virðir það frelsi sem frjálshyggjan berst fyrir.

Frelsið til geðþóttans hjá þeim sem telja sig engin bönd þurfa að lúta.

En aumingja sjallarnir, það er eins gott að þeir eiga minninguna um Steingrím.

Vona að aldurinn geri þeim ekki þann óleik að svipta þá þeirri minningu.

Svo á vissan hátt má segja að svik Steingríms hafi látið gott að sér leiða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.6.2017 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 80
  • Sl. sólarhring: 1039
  • Sl. viku: 2093
  • Frá upphafi: 1322893

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband