Það er margt verra en Sjálfstæðisflokkurinn.

 

Til dæmis skipaði Calikúla gæðing sinn í öldungaráðið.

Gæðingurinn var í miklu uppáhaldi hjá honum, og síðan hefur myndast það orðatiltæki að skipa gæðing, eða flokksgæðingi í eitthvað embætti.

Algjört aukaatriði að gæðingurinn var hestur, hann var gæðingur fyrir það.

 

Og Rómakeisari hafði þetta frelsi, að geta farið sínu fram, að geðþótti réði för, ekki það sem kalla mátti eðlileg vinnubrögð.

Leikreglur lýðræðisins, og sú áþján að þurfa að virða lög og rétt, skerti mjög þennan geðþótta, enda gerði auðurinn uppreisn gegn slíkri áþján, og til varð frelsiskrafa frjálshyggjunnar.

Og núverandi dómsmálaráðherra er holdgervingur þessarar frelsisþráar.

Að mega allt, að þurfa ekki að virða normið, hvað þá rétt fjöldans til lifa mannsæmandi lífi.

 

Hvað er þá verra en að upplifa vildarvinavæðingu Sjálfstæðisflokksins?

Jú, þrátt fyrir allt, þá er dómsmálaráðherra okkar einstök.

Útópía hinna hægri öfga.

 

Hún þyrfti ekki að vera einstök.

Hún gæti verið margföld.

Og grámi vítis væri hinn dagsdaglegi raunveruleiki okkar hinna.

 

Við skulum þó þakka fyrir að svo sé ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Skapar nýjum dómstóli ekki traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru ekki bara sjálfstæðismenn sem selja vildarpunkta í aðdraganda kosninga með að þiggja greiða og fé frá þrýstihópum og fyrirtækjum. Það gildir yfir alla línuna. Það er system sem á ekki rétt a sér, eigum við að kallast lýðræði.

Varðandi gæðinga, þá er samtrygging embættismanna slík að ef þú ert vígður þar inn þá er engin leið fyrir þig að glata mannorði né ríflegum eftirlaunum sama hvern fjandan þú gerist sekur um. Í versta falli eru menn verðlaunaðir með feitri sendiráðsstöðu eða komið fyrir í vel borguðum bómullarhnoðra til æfiloka.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2017 kl. 20:10

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Steinar.

Ég sé allavega að þú ert sammála fyrirsögninni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.5.2017 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 84
  • Sl. sólarhring: 1031
  • Sl. viku: 2097
  • Frá upphafi: 1322897

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband