Er Mogginn farinn að draga dár að Trump??

 

Alvarlegi fjölmiðilinn sjálfur.

Allavega myndi hvaða uppistandari sem er vera hreykinn af þessu innskoti;

 

" í viðtali við NBC í gær­kvöldi lýsti Trump allt öðru­vísi kvöld­verðarspjalli þeirra tveggja. Þar hafi aldrei verið rætt um holl­ustu en ekki er vitað hvort Trump sé að tala um sama kvöld­verðarboð og Comey. En heim­ild­ir NYT herma að þetta hafi verið þeirra eini kvöld­verður tveir sam­an."

 

Raunveruleikaskyn valdamesta manns heims dregið sundur og saman í háði.  Því eftir þessu feitletraða kemur fullyrðing um að aðeins sé um einn kvöldverð að ræða, aðrir hljóti þá að hafa átt sér stað í huga Trumps.

 

Nú er spurning hvað Björn Bjarnason gerir, fáum við einn eina greinina á miðopnu Morgunblaðsins þar sem það er ítrekað á hvaða traustum fótum meint utanríkistefna Trumps stendur, að það þurfi að sýna útlagaríkjum járnhnefann svo þau lyppist niður og hlýði.  Eitthvað sem Obama virtist aldrei hafa skilið, enda mistókst honum að starta þriðju heimsstyrjöldinni.

Þó það hafi reyndar ekki verið markmið hans, en Björn sér samt fulla ástæðu til að skamma hann fyrir.

 

Því sorglegast, eða réttara sagt það næst sorglegasta í öllu þessu máli, er ekki Trump og vanvit hans, heldur þeir sem reyna að finna heilu brúna í gjörðum hans og málflutningi, þar sem ekki sinni ein spýta er til staðar til að smíða úr.

En það er gott að sjá að Morgunblaðið er ekki í þeim hópi.

 

Það er jú líf okkar allra sem er undir.

Og óþarfi að kóa með eyðingu þess.

Kveðja að austan.


mbl.is Matarboðið markaði upphafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Svo er nú enn einn möguleikinn í boði: Að NYT sé að byggja þetta á afar vafasömum eða jafnvel uppspunnum heimildum. Það er vel þekkt að margir fjölmiðlar þar vestra eru á móti öllu sem Trump gerir.

Demókratar þar vestra voru brjálaðir út í Comey í kringum forsetakosningarnar og vildu sumir hverjir að hann yrði látinn fara. Nú allt í einu er Trump með valdníðslu og fleira slíkt. Þetta er auðvitað hámark hræsninnar.

Veistu af hverju Comey var látinn fara? Var það út af vanviti Trump? Var frammistaða Comey í starfi alveg flekklaus? Fór hann einhvern tímann út fyrir valdsvið sitt?

Helgi (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 10:45

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Gallinn við þessa kenningu þína er sá, að það er svo auðvelt að sannreyna hana, og afsanna.  Og það gera ekki alvöru fagmenn í þessu fagi, menn eru lúmskari í hagræðingunni, þegar þeir á annað borð eru að henni.

Síðan veistu það vel Helgi að demókratar koma þessu máli ekki við, þetta er skömm repúblikana, og þeir vita alveg af henni.  Þetta er eitthvað sem þeir reyna ekki að afsaka eða réttlæta á nokkurn hátt. 

Það eru meira þeir svona sem hafa fundið samhljóman í þeim málflutningi sem kom Trump til valda. 

Eins og til dæmis þú.

En ég held að þú ættir að sætta þig við það að kallinn er trúður, tíst hans eftir afsögnina minnti mann á svona fatlaðan hommann í Litlu Bretóníu.

Og ef hann hefur verið fullur þá, og ekki sjálfráður gjörða sinna, þá virtist hann bláedrú þegar hann lét þessi orð falla í viðtalinu hjá NBS; "„Hann er mont­hani. Hann er at­hygl­is­sjúk­ur. FBI hef­ur átt und­ir högg að sækja. Ég ætlaði alltaf að reka Comey. Þetta var mín ákvörðun".

Helgi, þú reynir ekki að verja svona.  Þú gerir aðeins hans skít að þínum.

Reyndu nú frekar að halda uppi vörnum fyrir ræningjakapítalistana vini þína, þá ferðu reyndar gegn Trump, hann má eiga kallinn að allt sem hann hefur sagt um þann hóp manna er rétt, en þú ert nú einu sinni vanur að verja auðvaldið.

En Trump kallinn, hann er ekki alveg að gera það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.5.2017 kl. 11:17

3 identicon

Sæll.

Þú ert þögull sem gröfin varðandi þær spurningar sem ég beini til þín. Það er vani þinn. Viltu ekki vera málefnalegur eða getur þú það ekki?

Varðandi demókratana var ég að rifja upp nokkuð sem þú veist greinilega ekki af. Hillary hefur kennt Comey um sitt tap. Ég hef séð myndband þar sem ýmsir málsmetandi menn í demókrataflokknum hnýta í Comey. Ég var að vísa í það. Þar sem þú hefur greinilega kynnt þér málið vel vissir þú ekkert af þessu. 

Ég dreg ekki fjöður yfir það að minn maður í kosningunum í nóvember var Gary Johnson. Ég hef aldrei verið Trump maður né aðdáandi hans.

Þú skautar hins vegar alveg yfir þá staðreynd að Comey fór algerlega út fyrir sitt valdsvið í júlí í fyrra. Þú nefnir heldur ekki að alríkislögreglan hefur ekkert gert gagnvart IRS og ofsóknum þeirra á heldur pólitískumm andstæðingum Obama. Veistu ekki af því máli, varstu búinn að gleyma því eða er þér alveg sama um það?

Það mætti vel segja mér að Trump næði ekki að klára sitt kjörtímabil vegna þess hve mikið demókratar, góða fólkið, fjölmiðlar og deep state hata hann.

Hérlendis er enginn maður með mönnum nema hann/hún tali eins og Trump klúðri öllu sem hann kemur nálægt. Ég held að Trump sé ekki beittasti hnífurinn í skúffunni en væri ekki nær að taka málefnalega afstöðu til þess sem hann gerir hverju sinni frekar en fyllast vandlætingu yfir því sem hann gerir áður en menn hafa kynnt sér málin?

Þú t.d. virðist ekkert vita um brottvikninguna nema það sem þú lest á hérlendum miðlum. Það kannski skýrir allar gloppurnar hjá þér? Þú virðist ekkert vita af verulegri óánægju meðal margra starfsmanna FBI með manninn? Á einni skrifstofunni löbbuðu margir út í júlí í fyrra og komu ekki aftur til starfa fyrr en 3-4 dögum seinna. Margir fyrrverandi saksóknarar og starfsmenn FBI hafa gefið manninum falleinkunn. Skiptir það ekki máli eða er þetta enn eitt atriðið sem þú veist ekki af? Skiptir kannski meira máli að vera í liði með góða fólkinu og hneykslast á öllu sem Trump gerir?

Hvers vegna kýs frábær þjóð eins og Bandaríkjamenn mann eins og Trump yfir sig? Hefur þú aldrei velt þessu fyrir þér? Það er stóra atriðið, ekki hvað hann gerir dags daglega.

Ef þú ert á móti auðvaldinu ættir þú að prófa að sýna það í verki með því að losa þig við símann þinn, tölvuna þína og ýmislegt annað sem auðvaldið hefur framleitt :-) 

Helgi (IP-tala skráð) 13.5.2017 kl. 19:03

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Helgi minn, Helgi minn, elsku besti kallinn minn.

ÉG hef nú sjaldan vandað mig eins mikið að svara þér eins og núna, meðal vegna þess að þú varst ekki mjög að endurtaka þig, nema þá þegar þú varst næstum því sammála mér.

Flestar spurningar þínar falla undir hina einföldu ábendingu, að demókratar koma þessu máli ekkert við.

En fyrst að þú vilt þrátaka þann pól, þá er það bara þannig að Comey bar ábyrgð á því að Clinton slapp, en ekki án þess að öllum var ljóst að hún var út að aka í öryggismálum embættis síns.  Og rök hennar að hún héldi að hún hefði bara verið á Feisbók, eða Snapshat héldu ekki einu sinni hennar helstu stuðningsmönnum.  Tapsárir demókratar kenndu honum um, en það var bara vegna þess að þeir þorðu ekki að horfa í eigin barm.

Varðandi hæfni Comeys, þá er ljóst að hann náði að koma sínum sjónarmiðum á framfæri án þess að hægt væri að saka hann um að draga þá stofnun sem hann veitti forstöðu, inní beint pólitískt þras.

Varðandi stöðu hans inna FBI að öðru leiti hef ég ekki hugmynd um, og veit ekki af hverju ég ætti að vita það.  Veit þó það að þær heimildir sem fóðra þig Helgi, þær ljúga ef þær hafa nokkurn hátt hafa tækifæri til þess.  Veit það vegna þess að þegar við ræddum málin fyrir nokkrum misserum síðan, að þá skoðaði ég þær að áeggjan þinni.

En þó að lygari hafi vottorð uppá lygaáráttu sína, þá er það ekki rök fyrir að hann geti ekki sagt satt orð, til dæmis lögðu nasistar mikið á sig til að sýna fram á að þeir komu ekkert nálægt fjöldamorðunum á pólskum liðsforingjum í Katalynskógi á sínum tíma.  Þeir vissu að þeir lugu alltaf þegar þeir gátu logið, en þegar þeir óvart sögðu satt, vegna þess að Stalín var á undan þeim að fremja glæpinn, þá fengu þeir óháða eftirlitsmenn á vegum svissneska rauða krossins til að fara á vettvang, og meta aðstæður.

Ég hef engan áhuga á Comey, enda hef ég ekki vikið einu orði að honum, en ég las samt bloggpistil, eftir Einar Björn, líklegasta faglegasta Moggabloggarann í dag.  Hann skrifaði pistil um innanhúsmál FBI núna fyrir 2 dögum síðan, og byggir öll sína skrif á heimildum sem þú kallar lygaheimildir, en flest fólk kallar fjölmiðla, og þar kemur ekki alveg fram þau sjónarmið sem þú heldur fram Helgi.

En það skiptir ekki máli, ég er að fjalla um Trump, gerræði hans og meint vanvit.  Og það er þannig, að ef þú áttar þig ekki á takmörkunum hans eftir sannarleg tilvitnuð ummæli, því þau eru bæði til á hljóði og í mynd, að þá er það bara þannig. 

En sem áhugamaður um sögum þá skil ég betur af hverju útlendingurinn, þýska prinsessan Sofía Ágústa, seinna kölluð Katrín mikla, gat sannfært helstu ráðamenn hins rússneska keisaradæmis um að Pétur eiginmaður hennar, væri ekki alveg fær um að stjórna ríkinu.  Hann bauð henni að horfa á tindátaleik með lifandi hermönnum til að hrífa hana, en réði ekki við mikið flóknari hugsanir.  Og því fór sem fór.

Af hverju Trump var kosinn, ég hef oft komið inná það, fyrst í athugasemd við gamlan æskufélaga, mikinn Evrópusinna, og hef ítrekað bent á að hann var flóttaleið fórnarlamba frjálshyggjunnar í Bandaríkjunum.

Eitthvað sem ég veit að þú skilur ekki Helgi, en láttu samt eiga sig að halda því fram að ég fjalli ekki um mál, að þeirri einni ástæðu að þú skilur ekki það sem ég er að segja.

Svo ég dragi þetta saman, að þá er ég ekki viss um að þú skilur  meintar ávirðingar Trumps eftir rökstuðning hans í hinu ágætu viðtali á NBS, því það þarf vissa hæfni í afneitun á raunveruleikanum til að slá því fram sem þú gerðir í þinni síðust málsgrein; "Ef þú ert á móti auðvaldinu ættir þú að prófa að sýna það í verki með því að losa þig við símann þinn, tölvuna þína og ýmislegt annað sem auðvaldið hefur framleitt".

Ég ætla að gefa þér tækifæri á að endurskoða þessa fullyrðingu þína með þeim rökum að þú hafir óvart rekist á dreifirit frá Valhöll, handa vel gefnum krökkum í Heimdalli, og þér hafi orðið  á að éta upp frasann.

Ég veit nefnilega að þú ert ekki í Heimdalli Helgi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.5.2017 kl. 23:52

5 identicon

Sæll.

Þú ert alltaf við sama heygarðshornið.

Svo er ekki málefnalegt að segja að það sem ég les séu tómar lygar. Þú veist ekki hvað ég les um málið. Hvernig getur þú þá verið viss um að ég lesi lygar? Er fyrrum aðstoðarforstjóri FBI að ljúga þegar hann vitnar í gamla félaga innan FBI svo eitt dæmi sé tekið?

Þú varst að hneykslast á brottvikningu Comey en veist bersýnilega afskaplega lítið annað en það sem fram kemur í íslenskum fjölmiðlum um málið. Ekki er það mikið.

Demókratar voru að kalla eftir brottvikningu Comey alveg þar til Trump lét hann fara. Vissir þú það? Sennilega ekki. Svo eru sömu demókratar núna hneykslaðir á þessu? M.a.s. vinstri sinnaðir fjölmiðlar þar vestra gera grín að þessu hjá demókrötum.

Trump var ekki flóttaleið fórnarlamb frjálshyggjunnar í USA. Það er alröng greining enda styðja gögn ekki þá greiningu. Lífskjör almennings í USA hafa farið versnandi undanfarin 20 ár, rólega að vísu, en þó það mikið að fólk er farið að taka eftir þessu. Í USA hefur engin frjálshyggja verið við lýði í marga áratugi. Reyndu að átta þig á því hvað þetta hugtak merkir. Hint: Ekki nota Steingrím J sem heimild. Hvers vegna hafa lífskjör almennings í USA rýrnað svona mikið undanfarin 20 ár? Svaraði æskufélagi þinn því? Trump hefur ekkert með frjálshyggju að gera, þvert á móti.

Hvað nákvæmlega er ræningjakapítalismi? Hvernig er það hugtak skilgreint? Notar þú það hugtak kannski bara eftir því sem þér hentar best?

Svo er líka afar veikt að fara alltaf í manninn en ekki málefnið Ómar. Þú segir mig ekki skilja eitthvað eða lesa lygaheimildir í stað þess að hrekja málefnalega það sem ég segi. Fyrst þú getur ekki hrakið málefnalega það sem ég segi stendur það þar til það er hrakið. Þú hefur ekkert hrakið af því sem ég segi né svarað því sem ég beindi til þín í #1. Hvers vegna? Espolin dró þig sundur og saman í spotti um daginn. Það eru fleiri en bara ég sem sjá hve ómálefnalegur þú getur verið.

Þú hefur bersýnilega ekki kynnt þér efnið almennilega. Miklu heiðarlegra væri af þér að setja þig almennilega inn í málin og tjá þig svo. Þessi yfirlætistónn þinn kemur ekki í stað málefnalegrar umræðu.

Helgi (IP-tala skráð) 14.5.2017 kl. 10:21

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Greiningar fólks og upplifun á pistlum mínum og athugasemdum er þess og einskins annars.  En persónulega þá held ég að Espolin hafi ekki upplifað það sama og þú, þar sem ég er eldri en tvívetra, þá veit ég nokk hvað gerist í huga fólks, þegar það á aðeins fúkyrðaflauminn eftir.

Sem til dæmis verður aldrei sagt um þig, ég held að það sé leitun af manni hér í bloggheimum sem reynir eins mikið að vera málefnalegur í afstöðu sinni og málflutningi.

Ég hef haldið úti þessari bloggsíðu, með hléum reyndar, frá því vorið 2009, pistlarnir eru margir, en ekki síður er athugasemdarkerfið mikið að vöxtum, sem ætti að til dæmis að segja þér að af einhverjum ástæðum vill fólk ræða málin hér. Einn og einn hefur líka sagt mér að hann lesi athugasemdarkerfið sér til ánægju, og veit það reyndar svo sem líka, því ég hef lent oftar en nokkrum sinnum í því að vera minntur á orð mín þar, af fólki sem ég gat ekki ímyndað mér að læsi pistla mína, hvað þá athugasemdir. 

Ég get fullvissað þig um það Helgi, að ef ég stundaði það að fara í manninn, þá væri athugasemdarkerfið ekki það sem það er, því fyrr eða síðar væri maður kominn í eintal.  En ég fer í manninn, það er alveg rétt, ég get verið miskunnarlausari en sjálfur andskotinn, og jafnvel amma hans ef því er að skipta. 

En þú ættir að íhuga hvenær ég geri það, svona ef þér finnst það leiðinlegt.

Varðandi heimildir þínar, þá sagði ég einfaldlega að þegar ég kannaði þær, þá rak ég mig mjög á staðleysur, hálfsannleik, og annað sem fylgir trúboði áróðursins, og þannig er það bara.  Ef þú ert ósammála, þá ertu bara ósammála. 

Svo er mér það dálítið hulið, að þú skulir ekki ennþá farinn að fatta, eða á ég að ætla þér hártoganir?, að ég hef ekki minnst einu orði á Comey í pistlum mínum, enda er mér alveg sama um þann ágæta mann.  Ég er að skrifa um Donald Trump, og þá ógn sem mannkyni stafar af þeim ágæta manni.

Svo ætla ég aðeins að ítreka að þú ert ekki í góðum málum ef þú sérð ekki fáráð tilvitnaðra orða í Trump, og þá er vitnað í opinbert viðtal þar sem ég ætla ekki kallinn fullan, en tíst hans um málið benda hins vegar til dagdrykkju, og ég læt þau liggja milli hluta.

Comey má vera óhæfari en sjálfur andskotinn, en það er ekki heil brú í rökfærslu Trumps í þessu viðtali.  Svona talar ekki valdamesti maður heims.

Varðandi hvort það hafi verið frjálshyggja í USA síðustu 20 árin eður ei, þá hefur þú þína skoðun á því og ég mína.  Ég nenni ekki að benda þér á það einu sinni enn að ráðandi öfl eru skilgreind eftir orðfæri sínu og tilvísanir í ákveðna hugmyndafræði, þess vegna eru stjórnmálamenn ræningjakapítalistana kallaðir frjálshyggjumenn og yfirlýstir kommúnistar sem réðu Austur Evrópu og Kína, kommúnistar þó ekkert í störfum þeirra gæfi til kynna að þeir vissu hvað kommúnismi væri. 

Þú ert ósammála þessu Helgi, og so what??

Það er fullt af fólki sem hefur aðrar skoðanir en það sem viðtekið er, og þannig er það bara.  Þó ég til dæmis dragi stórlega í efa tilvist geimvera og áhrif þeirra á mankynssöguna, þá er fullt af fólki þarna úti sem trúir því, og getur ekki lýst neinu án þess að benda á hin meintu áhrif.  Og það getur alveg haft rétt fyrir sér þannig séð.

En það fer fyrst að vera pirrandi ef það getur ekki látið aðra í friði með sína viðteknu skoðun, og hið viðtekna orðfæri.  Það er enginn sem bannar því að tjá sig á þann hátt sem það vill, en það er ljótt af því að banna öðrum að tjá sig á annan hátt en það vill sjálft.

Hafðu það í huga Helgi.

Síðan áttu að geta lesið einfaldar málsgreinar án þess að fabúlera um þær.  Við erum sammála um að eitthvað hafi gerst síðustu ár sem kom Trump til valda, ég reyndar nota töluna 30, þú 20, skiptir ekki máli.  Ég tel það afleiðingarnar af ræningjakapítalisma, þú ekki.  En ég sagði hvergi að Trump hefði með frjálshyggju að gera.  Ég er reyndar stoltur af kalli að þora fara gegn hinum helgu véum lýðskrums frjálshyggjunnar, hefði viljað fá hann til að messa yfir þeim Bjarna og félögum.

Mér er sama hvaðan gott kemur, og ef menn eins og Trump opna augu borgarlegs fólks fyrir blásýruáhrifum EES samningsins, þá yrði ég bara glaður.

Ræningjakapítalisti er sá sem rænir fyrirtæki og samfélög, og notar hugmyndafræði kapítalismans sem skálkaskjól.  Jafnvel mætir menn eins og þú trúa því að ránsskapur þeirra sé forsenda nútímans, þróun tækni og vísinda, og þess að fólk hafi í sig og á.

Ræningjakapítalistinn er höfuðóvinur hins borgarlega, og það munu vera hinir borgarlegu sem leggja hann í bönd að lokum.

Þetta er baráttan milli góðs og ills, milli kristninnar og antikristninnar.

Og það má þó Trump eiga að hann hefur fengið marga íhaldsmenn til að staldra við og efast um að auðrán og auðnin sem því fylgir, sé eitthvað náttúrulögmál sem fylgir frjálsum viðskiptum.

Þú ert á réttri leið Helgi, einn daginn þekkir þú djöfulinn þegar þú sérð hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.5.2017 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 162
  • Sl. sólarhring: 815
  • Sl. viku: 5370
  • Frá upphafi: 1328183

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 4807
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband