Hvenær fáum við ICExit?

 

Og losum okkur endanlega úr skrifræðisfjötrum þessa frjálshyggjuskrímslisins sem ESB varð fyrir svo mörgum árum síðan.

Eða eftir að fjórfrelsið og evran lamaði allt atvinnulíf álfunnar.

 

EES samningurinn var bein afglöp, svarti bletturinn á stjórnmálaferli Davíðs Oddssonar, og kuskið á hvítflibbanum sem gleypti jafnaðarmenn.

Hann gaf okkur skrifræði, fjármálamafíu, þjófótta auðmenn.

Og jólasveininn eina, það er fyrir auð og auðmenn, hið frjálsa flæði krónunnar sem hefur kostað samfélagið hundruð milljarða, svo hægt er að telja í þúsundum.

Hefur einhver kortlagt þjófnaðinn, froðukrónurnar sem voru fluttar úr landi í beinhörðum gjaldmiðli, en mega mega skuldir skildar eftir á eignalausum kennitölum??

 

Núna þegar þetta skrifræðisskrímsli gerir endurtekna tilraun til að gefa fjölskyldufyrirtækinu, kennt við ríkisstjórn Íslands, átyllu til að setja Landsvirkjun á markað, svo hægt sé að margfalda raforkuverð til almennings, þá eigum við að segja hingað og ekki lengra.

Og stinga EES samningnum í poka og drekkja honum í næsta vatni eins og sjálfráðir menn gerðu við illa þokkaða embættismenn konungs hér á öldum áður.

 

Hættum að láta telja okkur í trú um að ekki sé hægt að eiga samskipti við þjóðir án þess að vera í skrifræðisfjötrum frjálshyggjunnar.

Munum að hið frjálsa flæði hefur aðeins fært velmegandi þjóðum ógæfu en eflt þrælabúðir þriðja heimsins og ágóðinn runnið í vasa hins alþjóðlega auðmagns sem á hvergi heimilisfesti.

 

Heimurinn er fullur af þjóðum sem stunda frjáls viðskipti sín á milli, því viðskipti eru forsenda tilveru þeirra.

Höft og múrar gera ekkert annað en að skerða þá lífæð.

 

Endurheimtum frelsi okkar.

Krefjumst ICExit.

 

Strax í dag.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is ESA skoðar ríkisábyrgð Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Eru það BREXIT stjórarnir á Íslandi sem krefjast þess að við göngum í ICEXIT (BREXIT), til að komast úr mögulegum mannréttindum EES? EES sem breyttist víst í ESB á bak við tjöldin á leiksviði dönsku kórónunnar, Íslands-lýðræðiskjörnu?

Og "þjóðin" á Íslandi "kaus" þetta víst með þjóðaratkvæðagreiðslu um 5 spurningar nýrrar stjórnarskrár, sem inngöngumiða í réttindakerfið sem BREXIT ætlar áfram að ráða yfir og rugla í?

Þegar BREXIT var orðið að veruleika, þá stofnuðu BREXIT-bretastjórarir tryggingarfélag í Brussel. Til hvers og hvers vegna, er óskiljanlegt í samanburði við málflutning þeirra sem tala fyrir öllum þessum BREXIT-um?

Hver skilur þessar staðreyndir sem hér er lýst að ofan, og engu hefur víst verið logið samkvæmt allavega allraátta fréttum? Eða þannig.

Ég skil ekki embættanna stjórnsýslukúganir og blekkingar á Íslandi og víðar.

M.b.kv

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2017 kl. 15:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Það eru engin mannréttindi í EES.

Það er ekki mannréttindi að glata störfum, keyra niður laun, veikja innviði, gera glæpamönnum kleyft að þvo illa fengið fjármagn, eða annað það sem fylgir þessu frjálshyggjubandalagi.

Síðan hélt ég að ICExit væri útganga, ekki innganga.

ESB eyðilagði lýðræði Evrópu, og er langt komin með að gera stóra hluta Evrópuþjóða að þurfalingum.

Þetta er ruslahaugur eins og Sovétið í den.

En það jú hafði líka allskonar mannréttindi, lýðréttindi skráð á blað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2017 kl. 15:31

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mér þykir líklegt að Jón Balvin Hannibalsson hafi verið maðurinn sem að talaði Davíð Oddson inn í að trúa þessu EES kjaftæði, en Jón Baldvin ætlaði sér ekki að láta það nægja, heldur var ESB endastöðin.

Þekki svolítið til Jón Baldvins, hann kendi mér ensku og Íslandssögu í Hagaskóla og hann getur verið góður í því að fá fólk að trúa því sem hann er að segja, jafnvel þegar það er engin fótur fyrir því sem að hann heldur fram, t.d. um hvað atburðir í sögu landsins í raun og veru.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.5.2017 kl. 16:39

4 identicon

Hér er kosningaræða sem Theresa May hélt í dag eftir að hún leysti upp þingið á þessu kjörtímabili. Það er rétt hjá henni að það yrði martröð ef Labour ynni kosningarnar (sem enginn möguleiki er á, sérstaklega eftir að frilla Corbyns, Diane Abbott sýndi í opinberu viðtali, að hún kann ekki að margfalda og deila með einföldum tölum).

The Tories munu án efa fá góðar kosningar og LibDem sennilega þurrkast út, en ef ég mætti kjósa í brezku kosningunum, þá myndi ég greiða UKIP atkvæði, sem á heiðurinn að því að Brexit verður að veruleika. Heiðurinn að þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016, þegar allir rétthugsandi Bretar gáfu ESB fingurinn. Vonandi eigum við líka eftir að sjá Marine Le Pen á forsetastól í Frakklandi í staðinn fyrir föðurlandssvikarann og ESB-strengjabrúðuna Macron.

https://www.facebook.com/martin.barnes.33483/posts/1930910050530868

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.5.2017 kl. 17:11

5 Smámynd: Ómar Geirsson

En hvað með ICExit Pétur D, við búum jú hvorki í Bretlandi eða Frakklandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2017 kl. 17:14

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Það getur enginn borið á móti því að Jón Baldvin hefur góðan talanda, enda mikill sjónarsviptir af honum úr íslenskri pólitík.

En Davíð er og var ekki síðri, og ef þeir voru í óvinaliði, þá mætti andskotinn ömmu sinni, en í vinafagnaði voru þeir fóstbræður miklir.

Þannig að þessi söguskýring stenst ekki.

Ég held reyndar að Davíð viti innst inni að með EES samningnum bauð hann andskotanum uppí polka og ræl, en flokkur hans er forhertur, forhertari en Samfylkingin.

Eða lastu ekki greinina hans Guðlaugs í Mogganum í gær??

Þvílík mærð, þvílíkur hornsteinn.

Nei Jóhann, það er ekki hollt að halda sig við að kenna alltaf hinum um.

Það fer illa með bendifingurinn, hann gæti að lokum hrokkið úr liði.

Jafnvel í bókstaflegri merkingu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2017 kl. 17:20

7 identicon

Ég er fyrst og fremst hlynntur því að Ísland yfirgefi Schengen sem virkar ekki og er allt of íþyngjandi fyrir alla aðila, þegar kemur að umsóknum hælisleitenda, ekki sízt Útlendingastofnun og skattgreieiðendur á Íslandi.

Hvað varðar EES-samninginn, þá vil ég að hann verði endurskoðaður, þannig að reglurnar hafi einungis ákvæði sem varða millirikjasviðskipti og ekkert annað, einnig að fjórfrelsið verði afnumið. Hið fyrrnefnda mun þýða, að aðeins tilskipanir frá framkvæmdastjórninni sem varða viðskipti verða lögleiddar hér á landi. Þessa endurskoðun er að sjálfsögðu ekki hægt að gera án þátttöku Noregs, Liechtensteins og ESB við samningaborðið og ég er anzi hræddur um að það yrði erfiður róður.

Ef það er ekki hægt, er ég hlynntur því að EES verði gefið upp á bátinn og Íslendingar velji svissnesku leiðina (tvíhliða samninga við ESB og ríki utan ESB). Mér skilst, að Svisslendingar séu hæstánægðir með þá lausn, enda völdu þeir að halda í sjálfstæðið, sem þeir hafa haft síðan á 13. öld.

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.5.2017 kl. 19:10

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég sé Pétur að það blundar smá sósíalisti í þér Pétur, hvaða viðskipti þrífast til lengdar í reglufrumskógi skriffinnskunnar?

En samt glaður að sjá svona einarða undirtekt hjá löggiltum hægri manni í að yfirgefa EES, því við vitum báðir að EES er akkúrat allt það sem þú vilt losna við.

Og já, Svisslendingar eru ennþá á lífi, þeir þurftu ekki allt regluverkið til að lifa af.

Það er hægt að opna augun á morgnanna, án þess að lesa fyrst nákvæma útlistun á hinni stöðluðu vöknun í stöðluðu rúmi eftir staðlaðan svefn.

EES er ekkert annað en annað nafn á ESB.  Þeir sem mæra það samningsskrípi, eru allir sem einn, og allir sem tveir, laumu ESB sinnar.

Hafa bara ekki manndóminn til að segja það.

Eru líklegast ekki með staðlað ESB typpi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2017 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 68
  • Sl. sólarhring: 748
  • Sl. viku: 5276
  • Frá upphafi: 1328089

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 4735
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband