Kona heldur ræðuna!!

 

Í heimi á hverfandi hveli, þar sem sótt er að almenningi úr öllum áttum, þá skiptir öllu máli að kona haldi ræðu.

En ekki maður sem hefur eitthvað að segja.

 

Viðkomandi maður getur verið kona, getur verið karl, skiptir ekki máli, aðalatriðið er að eitthvað sé sagt sem eftir er tekið.

Sem þjappar fólki saman, nær því úr skotgröfum tuðsins, og fær það til að mynda afl sem hefur styrk og þor.

Til að berjast, til að bæta.

 

Nei, maðurinn hafði ekki farið í kynleiðréttingu, og kom því ekki til greina.

Hann var karl, ekki kona.

 

Hefur pólitísk rétthugsun náð lægri lægðum??

Kveðja að austan.


mbl.is Stjórnin fylgdi ekki formanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er frekar skrýtið, og gott hvernig þú setur þetta í samhengi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2017 kl. 09:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Ásthildur.

Það er tilgangurinn, að hreyfa við lesandunum, fá hann til að hugsa, taka afstöðu, eða skynja að samhengi hlutanna þarf ekki alltaf að vera viðtekið, og ef menn lesa eitthvað skrýtið, íhuga þá rökin að baki.

Alls ekki að þetta sé einhver sannleikur sem menn eigi að vera sammála, ekki nema menn séu það þá bara.

Einsleitni er aldrei góð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2017 kl. 09:50

3 identicon

Er ekki klikan bara hrædd vid þennan nyja mann sem hræðist ekkert

og vill breyta þessu kerfi sem er rotið inn að kjarna. Ekki i fyrsta

sinn sem slikt gerist

Einar (IP-tala skráð) 2.5.2017 kl. 10:56

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Sá grunur læðist að mér Einar.

Og þóttist svo sniðug að ekki væri hægt að koma á hana höggi með því að bjóða uppá konu.

Því hver þorir að mæla gegn því??

En konur með sjálfsvirðingu gera slíkt.  Þær vita að Ragnar er sá heitasti í dag, fersk rödd sem fer gegn hinum samofnu hagsmunum samtryggingarinnar.

Þær vita líka að þær verða alltaf annars flokks ef þeir láta karlana ráðskast með sig eins og hinir stórsniðugu baktjaldamakkarar gerðu í þessu tilviki.

Þetta er eiginlega misnotkun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2017 kl. 13:38

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Pólitísk rétthugsun hefur ekki náð lægri lægðum, heldur hægðum.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2017 kl. 17:08

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Og svo er sturtað niður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2017 kl. 20:02

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Skrítin félagsskapur, samtök með lífstíðar stjórnanda, en samt eru leyfðar kosningar. 

Sé einhver kjörin þá er honum úthýst af lífstíðar stjórnandanum og einhver sem eingin hefur kosið, heldur er valin af æðstaráðinu fær orðið. 

Hrólfur Þ Hraundal, 2.5.2017 kl. 23:16

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Hrólfur, Brezhnev hefði verið stoltur af þessum vinnubrögðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.5.2017 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 110
  • Sl. sólarhring: 781
  • Sl. viku: 5318
  • Frá upphafi: 1328131

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 4762
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband