Örugg­ar sam­göng­ur und­ir­staða hag­sæld­ar

 

Þetta skilur allt sæmilega vel gefið fólk.

Einu sinni meira að segja skildu sjálfstæðismenn þetta, líklegast ekki lengra síðan en þegar Steingrímur stýrði ríkiskassanum í þágu auðmanna og erlendra kröfuhafa þeirra.

Það er ekki velferð og velsæld ef innviðir eru látnir grotna niður.

 

Í dag skilur maður af hverju húfan var fundin upp.

Það er vegna þess að hinum hundstrygga flokksmanni er líffræðilega ómögulegt að dilla skottinu, vegna þess að hann hefur ekkert skott.

En hann getur tekið ofan, og varið hið óverjanlega í þeirri von að sólformaðurinn taki eftir og launi honum með klappi á kollinn.

 

Hann týnir til rök eins og að stjórnarandstaðan hafi samþykkt aðförina að innviðum landsins eða það sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra kallaði frumvarp til fjárlaga 2017.

Hann týnir til rök Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra að þjóðin sé svo rík að hún geti ekki átt peninga í að endurnýja vegakerfið.  Þess vegna þurfi að leita til einkaaðila um fjármögnun þess. 

Og hann týnir til kommúnistarök Jóns að þjóðin sé ekki nóg skattlögð, að það þurfi að viðbótarskattleggja notendur vegakerfisins með vegtollum.

 

Ekkert er nógu vitlaust, ekkert er nógu heimskt fyrir hinn flokksholla sjálfstæðismann til eð hann geti ekki étið upp í vörn sinn. 

Í raun er hans eina vandamál að finna húfur til að taka ofan, því þær réttu sem sýna auðmýktina og undirgefnina eru ekki í tísku lengur, og því hin skyndilega eftirspurn eftir þeim langt umfram framboðið.  Sem er slæmt, sólformaðurinn gæti haldið að flokksmenn bæru ekki nægjanlega virðingu fyrir veldi hans.

 

Hins vegar þarf að leiðrétta eitt í þessari frétt, það er ekki íslenska ríkið sem er gullgrafarinn.

Íslenska ríkið er í ræningjahöndum, stjórnað af glæpaklíku sem laug sig til valda.

Og hún þjónar örfáum auðmönnum og erlendum hrægömmum.

 

Því það er enginn svo vitlaus að skilja ekki mikilvægi samgangna í nútímasamfélagi, eigum við ekki bara að segja að hagsmunir sumra, það er hinna Örfáu, vegi þyngra en almanahagur.

Það er til dæmis vitað að þeir sem rændu og rupluðu borgir í gamla daga, og brenndu þær síðan til ösku, að þeir vissu að það væri ekki efnahagslega skynsamlegt fyrir viðkomandi borg, enda komu þeir ekki strax aftur, heldur fundu þeir sér nýja borg til að ræna og brenna.  En þeim var alveg nákvæmlega sama, þeir höfðu jú ránsfenginn á brott með sér.

Svona er Ísland í dag, skýr endurtekning þekktrar sögu.

 

Þess vegna á ekki að kenna þjóðinni um og stjórnkerfi hennar.

Spjótunum á að beina að þeim sem lugu sig til valda.

Þeirra er sökin.

Og þeir þurfa að víkja.

 

En ekki til þess að aðrir síljúgandi stjórnmálamenn fái aftur völdin.

Einhvern tímann hlýtur að vera komið nóg.

 

Eða hvað?

Kveðja að austan.


mbl.is Íslenska ríkið helsti gullgrafarinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 346
  • Sl. sólarhring: 750
  • Sl. viku: 5630
  • Frá upphafi: 1327176

Annað

  • Innlit í dag: 311
  • Innlit sl. viku: 4996
  • Gestir í dag: 290
  • IP-tölur í dag: 284

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband