Kerfið ákærir fórnarlambið.

 

Til að réttlæta niðurskurðinn, frjálshyggjuna.

Eyðingu fjármagns á innviðum samfélagsins.

 

Undirmönnun, óhóflegt vinnuálag.

Er aðeins ávísun á mistök, og sum mistök hafa alvarlegar afleiðingar.

 

Snatar kerfisins bregðast við kalli húsbónda síns og ákæra, fá umbun, fá hærri laun.

En Dante veit nákvæmlega hvert þeirra endurgjald verður þegar æðri dómur dæmir.

 

Spurningin er aðeins hvort dómararnir séu samsekir frjálshyggjunni, samdauna eyðingu fjármagns á innviðum samfélagsins.

Spurninguna um samkennd meðal hjúkrunarfólks hefur þegar verið svarað.

Fórnarlambið er berskjaldað gagnvart Snötum fjármagnsins.

 

Og niðurskurðurinn gengur á meðan starfsfólk sættir sig við undirmönnun, sættir sig við óhóflegt vinnuálag.

Starfsmaður í dag, fórnarlamb á morgun.

Einföld tenging sem hvarflar að fáum.

 

Á meðan er dansað í Hruna.

Kveðja að austan.


mbl.is Ræðan ekki í samræmi við ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Við ákærum okkur.

Alþingi heimtaði sparnað.

Stjórnsýslan, ráðuneytið hringdi í yfirmenn heilsugæslunnar og heimtaði sparnað.

Forstjórar og framkvæmdastjórar létu fækka starfsmönnum.

Starfsfólk sem baðst undan aukavöktum, lenti á svörtum lista.

Það er svívirða að koma starfsfólki í þá aðstöðu að geta ekki leyst verkefnin.

Og,,,,, síðan þegar við stjórnendurnir höfum leitt þessi vandræði yfir starfsfólkið,

og mistök verða,

þá kærum við starfsfólkið fyrir vanrækslu.

Höfum við skömm fyrir og lögum þetta ekki seinna en strax.

Egilsstaðir, 06.11.2015  Jónas Gunnlaugsson

00

Við höfum ekki enn þá rannsakað „KREPPUFLÉTTUNA“ hversu margir heldur þú að hafi dáið vegna hennar.

Ég ætla ekki að nefna tölur hér.

Við erum ekki að biðja um hefnd.

En,,við skulum koma hlutunum í lag.

000

OG mundu vel,,, 

Að þetta er ekki gleymt,

en við munum líka,

hver kemur hlutunum í lag.

Við ákærum okkur.

 

Jónas Gunnlaugsson, 6.11.2015 kl. 12:53

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég leyfði mér aað setja þína umfjöllun og hennar Sigríðar Laufeyjar Einarsdóttur inn ábloggið hjá mér og með smá áherslum.

Skrif ykkar beggja eru orð í tíma töluð. Fólkið á Íslandi á ekki að láta fara svona með sig.

Stöndum saman.

Egilsstaðir, 06.11.2015  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 6.11.2015 kl. 13:23

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Allt í góðu Jónas, þetta eru opinber skrif, eina bannsvæðið er Feisbókarsíða mín, þar vil ég ekkert af blogginu mína vita.

Þetta er vel mælt hjá þér þegar þú bendir á að við ákærum okkur sjálf með því að láta þetta viðgangast.

Og sem betur fer þá hefur þetta hreyft við ærlegu fólki, fólki ofbýður.

Ég veit ekki hvort þú ert á Feisbók Jónas, en mætur baráttujaxl suður með sjó, Björn Birgisson Grindavík, skrifaði mögnuð orð á Feisbókarsíðu sinni í gær, þar sem hann sagði meðal annars;

"Svo gerist þetta.

Hún er kærð.

Hvernig hefði verið að kæra þá aðila sem endalaust stuðla að niðurskurði í okkar velferðarkerfi - með afleiðingum sem þessum?

Er ábyrgð þeirra engin?

Dettur einhverjum í hug að fórn eins fótgönguliða réttlæti eitthvað?

Ætla rétt að vona að þessi kona fái ekki dóm.

Hún er fremur fórnarlamb aðstæðna en gerandi.
Þekki þessa konu ekkert.

Væri alveg til í að taka hana í fangið.
Þætti henni huggunarvottur í því.

Þetta dómsmál er ekkert annað en viðbjóðurinn tær - í sinni verstu mynd."

Mikið er ég sammála Birni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.11.2015 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 162
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 5653
  • Frá upphafi: 1327477

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 5050
  • Gestir í dag: 140
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband