Brennuvargur kvartar hástöfum.

 

Vilhjálmur Egilsson er einn af þeim brenndu Ísland.

Skammaðist sín ekki meir en það en hans fyrsta verk eftir Hrun var verktaka að sannfæra hrekklausa sjálfstæðismenn um að útþensla ríkisins hefði ollið hruni fjármálakerfisins.

Honum, og þeim mönnum sem standa að baki honum, tókst ekki að hindra setningu neyðarlaganna þar sem skuldum bankanna var komið á kröfuhafa en ekki þjóðina. En þeim tókst að berja á bak aftur andstöðu Seðlabankans við aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom í veg fyrir að aflandskrónum var hleypt út úr landi með mið mikilli skattlagningu.  Hann lagði til gjaldeyrishöftin ásamt stórri lánveitingu sem átti að nota til að borga út þetta fjármagn.

Aðeins ICESave andstaða þjóðarinnar kom í veg fyrir að þessi áform gengi eftir.  

 

Að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var framfylgt heimsku sem heitir hávaxtastefna sem er eins og kyrkingarslanga um háls gíraffa, hægfara köfnun skuldsetts hagkerfis fylgir í kjölfarið.  

Friðrik Baldvinsson, einn af samningamönnum Íslands við sjóðinn, upplýsti í blaðaviðtali að þessir vextir væru dúsa til eiganda aflandskróna svo þeir sættu sig við höftin.

Og þvílík dúsa, á hverju ári hafa tugir milljarðar bæst við aflandsvandann, hengingarólin er alltaf lengd.

 

Núna vill Vilhjálmur að gjaldeyrishöftin fari, þau séu krabbamein.  

Sem er alveg rétt, enda átti aldrei að setja þau.  

Það átti strax að hlusta á fólk eins og Lilju Mósesdóttir sem lagði til þrautreyndar aðferðir til að temja svona fjármagn til hlýðni.  Lækningin átti að hjálpa en ekki dreifa krabbameini út um hagkerfið.

 

En Vilhjálmur er í verktökunni sem aldrei fyrr.  Hann óttast að þjóðin rumski  og kjósi fólk á þing, ekki kostuð eintök vogunarsjóðanna, hann vill að ríkisstjórnin skrifi undir evrubréfið áður.  

Annars væri hann ekki að tala um þetta núna, án þess að leggja sjálfur til einu einustu lausn á málinu.

Aðra en þá, gerið eitthvað.

 

Þjóðin er að rumska, en hvort hún rumski í tíma er annað mál.

En ef ekki þá fá menn eins og Vilhjálmur uppfyllta sína drauma.

Að moka skít fyrir erlent fjármagn á góðum launum.

 

En hvað þessi maður var að gera í flokki sem kennir sig við sjálfstæði og hag lands og þjóðar er hins vegar með öllu óskiljanlegt.

Eða hvað???

Kveðja að austan.


mbl.is „Gjaldeyrishöftin eru krabbamein“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Villi Egils hefur aldrei verið sjálfstæður maður, hann er þræll herra sinna og hefur alltaf verið.

Hann fer ætíð undan í flæmingi, hræddur maður sem óttast umbúðalausan sannleikann.

Allt þetta veit ég frá minni fyrstu tíð og til dagsins í dag. 

Margan lærdóminn hef ég af veginum að heiman, sem er vegur okkar allra  heim, fyrr en síðar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 16:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þið þekkið hann þið Skagfirðingar.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.12.2012 kl. 18:01

3 identicon

Já, Ómar minn við þekkjum svo sannarlega kauða, ekki slæmur í grunninn hann Villi greyið,

en læðist sem vofa eins og þeir sem kjósa sér að vera feitir og húsbóndahollir þrælar.

Villa leiddist ekki að makka með Steingrími J. og Gylfa Arnbjörns,

þegar tryggingagjaldið var hækkað upp í rjáfur til handa púkunum á fjósbitunum,

svo kæfa mætti einyrkja og smáfyrirtæki.  Á sama tíma röfluðu fíflin sig rænulaus um þróunarfélög og sjóði.

Þessir leppar AGS, Villi, Gylfi og Steingrímur J. og kerfis-raða kratastóðið hafa markvisst gengið erinda

auðdrottna og uppreistra stórfyrirtækja frá víti, fyrir hönd bankaræningja og stórþjófa. 

Félegt kompaní sem þessir vesalingar velja sér og skýla sér á bakvið, sem skrækir og hræddir hérar. 

þeirra sem eru salt jarðar 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 20:26

4 identicon

Síðasta setningin átti að vera: 

Og níða þá sem eru salt jarðar,  heimilin, einyrkjana og smáfyrirtækin.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 20:30

5 identicon

Vilhjálmur Egilsson er greinilega málpípa stækkunarstjóra ESB:
 
Fulltrúar ESB óttast ekki hugsanleg stjórnarskipti á Íslandi
 
Ritstjórn DV ritstjorn@dv.is
19:58 › 18. desember 2012

Stækkunarstjóri ESB sér ekki fyrir sér að Íslands verði aðildarríki með þeim gjaldeyrishöftum sem hér eru í gildi.

Harla ólíklegt er að Ísland fái inngöngu í Evrópusambandið með gjaldeyrishöft við lýði en fyrir slíku eru engin fordæmi og enginn vilji til að skapa slíkt fordæmi.

Þetta segir Stefan Fühle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, en í dag voru opnaðir nokkrir þeir kaflar í aðildarviðræðum Íslands og ESB sem erfiðast er talið að ná samkomulagi um. Þar á meðal eru kaflarnir um efnahags- og peningamál, umhverfismál og byggðastefnu og annars. Með opnun þessara kafla hefur verið opnað á 27 af 33 köflum alls í viðræðununum.

Á fréttamannafundi í dag kom fram að fulltrúar Evrópusambandins hafa ekki miklar áhyggjur af hugsanlegum stjórnarskiptum hér á landi í næstu kosningum en þess þó að færa rök fyrir því mati en sem kunnugt er hafa bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur hafnað aðild og vilja draga umsóknina til baka. Sömu sögu er að segja af hluta þingflokks Vinstri grænna.

Hins vegar segir Fühle við fréttastofu RÚV ólíklegt að Ísland fái inngöngu með þau gjaldeyrishöft sem íslenska krónan er nú föst í. Fyrir slíku séu engin fordæmi og dregur stækkunarstjórinn í efa að aðildarríki ESB vilji skapa slíkt fordæmi. Þvert á móti sé vilji til að hjálpa Íslendingum að takast á við að skuldbindingar sína."

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 00:02

6 identicon

"Hjálpa"  Flestu má nú nafn gefa í nafni aumingjagæskunnar!   Hvaða skuldbindingar er Stefan Fühle, stækkunarstjóri annars að ræða um, eru það "skuldir" sem "fyrsta hreina vinstri stjórnin" skuldbatt íslenska ríkið, okkur íslensku þjóðina, til að borga fyrir "lánin" frá AGS, sem áttu að mynda gjaldeyrisforða Seðlabankans? Og til hvers voru þau "lán", nema til að leka þeim aftur til hrægamma, erlendra vogunarsjóða og aflandskrónueigenda og endurreistra bankaræningja og leppa ofurbankans í Frankfurt, Deutsche Bank?

Hversu oft ætlar íslensk þjóð, að sætta sig við að vera rænd og endurrænd og múlbundin með vafningum, vistarböndum, stökkbreyttum skuldaböggum og skuldafjötrum og ríkisverðtryggðum vaxta-vaxta-vaxtavöxtum af einhverjum hriplekum gjadeyrisforða sem seitlar út til stórþjófa og bankaræningja?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 02:31

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Stundum hef ég ekki einu sinni meir um málið að segja, sjaldgæft en gerist engu að síður.

"Hversu oft ætlar íslensk þjóð, að sætta sig við að vera rænd og endurrænd og múlbundin með vafningum, vistarböndum, stökkbreyttum skuldaböggum og skuldafjötrum og ríkisverðtryggðum vaxta-vaxta-vaxtavöxtum af einhverjum hriplekum gjadeyrisforða sem seitlar út til stórþjófa og bankaræningja? " .

Takk Pétur minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.12.2012 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 98
  • Sl. sólarhring: 353
  • Sl. viku: 5589
  • Frá upphafi: 1327413

Annað

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 4994
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband