Atli maður að meiri.

 

Það er ótrúlegt hvað flokksmenn Vinstri Grænna náðu að velja margt heiðarlegt fólk á þing.  

Fólk sem bæði játar mistök sín og hefur líka manndóm að standa við loforð sín gagnvart kjósendum.

Eitthvað sem þingmenn annarra flokka mættu taka sér til breytni.

Uppgjör við Hrunið getur aldrei verið í flokkspólitískum skotgröfum.  

Það er vanvirðing við öll fórnarlömb Hrunsins.  Vanvirðing við allt þetta fólk sem hefur mátt þola eignarmissi og útburð.

Ef þingmenn hefðu vott af manndóm þá myndu þeir samþykkja tillögu Bjarna Ben og skipa síðan nefnd sem ætti að afgreiða tillögur um alvöru umgjörð um hið nauðsynlega uppgjör sem Hrunið krefst.

Það er ekki lausn að hengja Geir Harde og bera út einstæðar mæður.  Hvernig sem á það er litið.

 

Allir sem einhverja ærlega taug hafa ættu að hlusta á ræðu Magnúsar Schram og skilja hvað forheimskan getur teymt menn langt útí forað lágkúru og lýðskrums.  

Þjóð sem hlustar á svoleiðis málflutning er þjóð sem á sér enga framtíð.

Það er þjóð sem ber út einstæðar mæður.

Og hengir skúringarkonur fyrir afglöp forstjóranna.

 

Það er ekki íslensk þjóð.

Kveðja að austan.


mbl.is Tel að við höfum gert mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að vaxa eins og ég spáði... Geir var gerður að blóraböggli EINGÖNGU til þess að fallið yrði frá öllum ákærum....
Geir á að fagna því að fá að verja sig... það er fáránlegt að hann einn eigi nú þennan möguleika á að hreinsa nafn sitt; Sjálfstæðisflokk er náttlega sama um mannorð manna, því meiri ræfill, því betra efni í sjálfstæðismann.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 14:06

2 identicon

Hvar er uppgörið gagnvart Samfylkingunni? Óvættin Jógríma er ennþá að níðast á heimilunum. Þetta er aðför gegn almúganum. Afskriftir skulda heimilanna eru eins og nýju fötin keisarans og púkinn á fjósbitanum sýgur almúgann sem aldrei fyrr. 150 ma. kr af ólöglegum drápsklafa heimila hefur verið sjónhverfður. Á meðan fá 7 fjárfestingar- og eignarhaldsfélög -sem skulduðu samtals 309 milljarða -hvorki meira né minna en 70% skulda sinna, eða 200 ma. kr gefnar eftir! Á meðan almenningur safnast ekki saman og sýnir veruleikafirrtu óvættinni Jógrímu og tilberum hennar í tvo heimana, verða heimilin gjaldþrota. Ef ekki verður strax gripið til raunhæfra aðgerða hrynur hagkerfið endanlega til grunna -innan frá! Mætum öll á Völlinn og sýnum samstöðu gegn þjóðníðingum!

Almenningur (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 14:19

3 identicon

Óttalegir hegilshundar eu þeir sem skrifa ekki undir nafni, eitthvað hljóta þeir að skammast sín fyrir að vera þeir sem þeir eru í raun. Mig grunar að hér séu á ferðinni kommatittir, pönnu-potta æsingarlið, sem nær aldrei neinu framgengt. Ljótur munnsöfnuður og óæskileg hegðun er eitthvað sem við viljum ekki ala börnin okkar upp við.  

Atli Gíslason er sannarlega maður að meiri, hann hefur reynslu getu og gáfur til þess að kenna okkur að við eru fólk, sem getum snúist frá villu síns vegar.  

Guðrún Norberg (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 18:21

4 identicon

Heyrði ekki ræðuna hjá Atla en var að hlusta á bombu-ræðu hjá Guðfríði Lilju.  Hún hámaði þingheim í sig.

Seiken (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 20:37

5 identicon

Ræða Guðfríðar Lilju var í einu orði sagt stórkostleg.

Og hún minnti okkur á hrákinnungsleik Jóhönnu Sigurðardóttur, sem Samfylkingin kaus nýlega formann sinn með rússneskri kosningu ... án mótframboðs.

„Þegar horft er til þess að ráðherra í núverandi ríkisstjórn, sem jafnframt var ráðherra í hrunstjórninni, berst með hótunum fyrir því að koma í veg fyrir að þessi tillaga fái eðlilega þinglega meðferð. Það er eins og allt sé nú gleymt og ég spyr; er það rétt að þurka út úr sögulegri vitund okkar að núverandi forsætisráðherra var í ráðherranefnd um ríkisfjármál í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í aðdraganda hrunsins? Á þeim tíma sem ákært er fyrir.“

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 21:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Guðríður er flott, stundum flottust.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2012 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 632
  • Sl. sólarhring: 653
  • Sl. viku: 6123
  • Frá upphafi: 1327947

Annað

  • Innlit í dag: 545
  • Innlit sl. viku: 5450
  • Gestir í dag: 488
  • IP-tölur í dag: 476

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband