"Ég get, ég get".

 

Einhvern veginn svona var texti við franska skopmynd sem ég sá fyrir löngu af franska herráðinu þá örlagríku daga þegar þýskir skriðdrekar náðu að brjótast í gegnum frönsku varnarlínuna og sóttu stíft inní Frakkland.  Undirtextinn var "Nei, það þýðir ekki að reyna riddaraliðsárás, hún gekk ekki í Póllandi".

Útskýringin með myndinni var að Pétain marskálkur hafði hrópað hæst og fengið því yfirstjórn Franska hersins.  

Hann gat nefnilega, og hann lét grafa skotgrafir eins og virkaði svo vel í fyrra stríði en þegar hann áttaði sig á að þýsku skriðdrekahermennirnir snéru ekki við til að berjast við á fæti, þá gafst hann upp og leiddi síðan uppgjafastjórn Frakka, ICEsave stjórnina, sem hafði það eina hlutverk að útvega Þjóðverjum hráefni og vinnuafl.

Í einu horni myndarinnar var skopútgáfa af De Gaulle þar sem hann yfirgaf fundinn með fána frjála Frakka.  Hann var eini maðurinn sem hafði þekkingu á skriðdrekahernaði, en það var ekki leitað til hans, því hinir gátu betur.

Gátu betur í einhverju sem átti við í fortíðinni, eða í einhverju sem ekki kom málinu við.

 

Tilefni skopmyndarinnar var ekki að útskýra ósigur Frakka í seinna stríði heldur var hún hluti af grein í stjórnun sem útskýrði þá speki að úrelt þekking eða kannski það sem verra var, þekking sem átti ekki við þann vanda sem við var að glíma, væri stóra skýring þess að vandamál væri ekki leyst í tíma þó það væri mjög auðvelt að gera slíkt ef rétt væri staðið að málum.

Óleyst vandamál væru því oft á tíðum stjórnunarvandi.

 

Vandi íslensks efnhagslífs eru ekki á nokkurn hátt óyfirstíganlegur og ef viðbrögð stjórnvalda fyrst eftir Hrun hefðu verið rétt, þá væri það farið að rétta úr kútnum.

En í raun er það staðnað og fast vítahring samdráttar og atvinnuleysis.  Vissulega reyna launaðir lygarar að telja fólki í trú um annað, en það er blekking, byggist ekki á neinum hagtölum eða staðreyndum.  Aðeins spám, sem fram að þessu hafa aldrei ræst.

 

Ástæða þess er mjög einföld, þeir sem stjórna hafa ekki þekkingu á því sem þeir eru að gera, hvað þá hæfni eða getu.

Og ástæða þess að dæmisagan hér að framan rifjaðist upp fyrir mér er sú sorglega staðreynd að eini stjórnmálaflokkurinn, sem er stjórnað af ungu fólki sem skilur eðli vandans og er með raunhæfar lausnir til að hleypa lífi í efnhagslífið, að hann er með minnsta fylgið.

En flokkurinn sem bar ábyrgð á Hruninu, og hefur sýnt að hann hefur ekkert lært, að hann er stærstur í dag.

Líklegast vegna þess að hann hrópar hæst; "Ég get, ég get".

 

Og á meðan er aðeins eitt sem öruggt er, að stjórnarskipti hafa engin áhrif, klúðrið mun halda áfram.  

Og ná nýjum hæðum.

 

Í dag er vilji íslensku þjóðarinnar ákaflega skýr, hún vill nýtt Hrun.

"Verði þinn vilji" er sagt einhversstaðar.

En ég vona samt að það gangi ekki eftir í þessu tilviki.

 

Tími kraftaverkanna er vonandi ekki liðinn.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Rúmlega þriðjungur styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar. Þetta er þörf áminning á okkur öll.

Mér finnst þú gera lítið úr okkur íslendingum þ.e. 95 % sem kusu ekki hreyfinguna.

Ég vil minna þig á 98% kusu Icesave í burtu:

Eggert Guðmundsson, 2.8.2011 kl. 23:24

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Er það Eggert, er ég ekki að benda á einfalda staðreynd???

Vísa annars í pistla mína um hagfræði fyrir byrjendur, eitthvað sem bæði S flokkunum og VG er fyrirmunað að skilja.

Í sjálfu sér felst engin afstaða í þessum pistlum mínum, ég bendi á þekkingu, sem er hundsuð í íslenskri umræðu, og bendi á að eini flokksformaðurinn sem fylgist með nútímanum, er með minnsta fylgið.

Er ekkert að tjá mig um flokk hans að öðru leyti.

Eða yfir höfuð nokkurn flokk, vegna þess að ég tel að flokkakerfið ráði ekki við vandann, heldur þurfi nýtt afl sem kemur frá okkur sjálfum, sem geti markað þá sýn sem dugar til að endurreisa hér nýtt og betra samfélag.

Pistlar mínir eru flestir, í einni eða annarri mynd, um þær gryfjur sem þarf að varast og þá þekkingu sem við þurfum að virða, og þá aðferðarfræði sem við þurfum að temja okkur.  Það er þegar ég skrifa pistla en ekki ósjálfráða skammarskrif eins og Árni Gunnarsson benti á að mér væri tamt.

Og þjóð okkar er ágæt Eggert, kraftur hennar og dugur er fóðrið í það kraftaverk sem ég tel að muni breyta gang mála.

En það þarf að skamma hana annað slagið, jafnt til hægri og vinstri, en ef ég væri skáldmæltur þá myndi ég yrkja um lóuna sem var send til að vekja menn að doða.

Líklegast er samt betra að ég skammi hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2011 kl. 23:49

3 identicon

Sælir Ómar.

Skemmtileg saga af frökkunum sem mikið er til í, bæði þá og nú um margvíslegar ákvarðanir. Fæ afrit hennar lánaða hjá þér til síðari brúka.

Kristján Sigurðsso (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 23:56

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Be my guest.

Kveðja að austan.

PS. ég er farinn að tala tungum því þetta er dagur dramans hér í bloggheimi mínum.

Ómar Geirsson, 3.8.2011 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 101
  • Sl. sólarhring: 1768
  • Sl. viku: 3577
  • Frá upphafi: 1324663

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 3132
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband