Maður með samvisku, grætur.

 

Yfir örlögum samlanda sinna.

Á Íslandi reynir ríkisstjórnin að ljúga til um alvarleika málsins.

Í Japan glíma menn við geislavirkni sem drepur, á Íslandi glíma menn við skuldir sem drepa.

 

Í Japan gráta menn vegna þeirra hörmunga sem þeir ráða ekki við að stöðva.

Á Íslandi hlæja vinstrimenn vegna þess að þeir náðu til að festa skuldaþrældóm AGS og ICEsave í sessi.

Ráðamenn í Japan er fólk, á Íslandi sitjum við upp með fífl.

 

Fífl sem gráta þegar bresku húsbændur þeirra fá ekki fjárkúgun sína greidda.

Japanir eru heppnir, nægir eru þeirra erfiðleikar, en þeir sitja ekki uppi með Steingrím og Jóhönnu.  Ef svo væri þá myndi orðatiltækið, "lengi getur vont versnað" fá nýja merkingu.

 

Fólk hugsar til Japans og vonar að héðan að fari hlutir á betri veginn, frekar en verri veginn.

Hetjurnar sem reyna að bjarga samfélögum sínum skapa von.

Fórn þeirra er algjör, en þær vita hvað skiptir máli.  

Börnin og framtíðin.

 

Það eina sem  maður getur gert, er að biðja.  Og það gerir maður svo sannarlega.

Megi það bjargast sem mannlegur máttur getur bjargað.

Við grátum öll.

Kveðja að austan.


mbl.is Yfirmaður grét yfir ástandinu í Fukushima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Sæi ekki ICESAVE-STJÓRNINA gráta okkar vegna, Ómar.  Væri nær þau færu og lærðu mennsku í Japan.

Elle_, 19.3.2011 kl. 00:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Elle, hún grætur ef þjóðin segir Nei við fjárkúguninni.

Það sem menn virðast ekki skilja hér á Íslandi er að hamfarir af mannavöldum geta líka haft alvarlegar afleiðingar, alveg eins og náttúruhamfarir.

Og það er auðvelt að hafa samúð með fólki nógu langt í burtu, en bregðast þeim sem búa í nágrenninu.

Það er það sem ég er að hamra á, allir sem eiga um sárt að binda, eiga skilið samúð okkar, líka samlandar okkar.

En mér finnst það ólýsanlegt sem er að gerast í Japan, og maður vonar svo innilega að þessum hetjum takist að hindra að allt springi í loft upp.  Þetta bara má ekki gerast.

Ég er alltaf að athuga hvort eitthvað nýtt sé að frétta, og hver mínúta sem ekkert gerist, er sigurmínúta.  

Megi þeim ganga allt í haginn, og máttaröflin liðsinna þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2011 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 566
  • Sl. sólarhring: 600
  • Sl. viku: 6057
  • Frá upphafi: 1327881

Annað

  • Innlit í dag: 490
  • Innlit sl. viku: 5395
  • Gestir í dag: 447
  • IP-tölur í dag: 433

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband