Eindregin sátt um stjórnsýsluspillingu.

 

Á ekki að koma nokkrum manni á óvart.

Þetta er jú fólkið sem laug sig til valda, með innantómum kosningaloforðum sem aldrei stóð til að efna.

 

Og það er ekki hægt að skella skuldinni á kjósendur þessara flokka.

Því í öllum loforðaflauminum, sérstaklega hjá Viðreisn og Bjartri framtíð, var því hvergi haldið fram að flokkarnir myndu endurtaka óhæfu flokkanna sem þeir gagnrýndu svo ákaft í aðdraganda kosninganna.

Auðvitað vissu kjósendur Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn laug þegar hann lofaði bættri stjórnsýslu, eða lofaði hann því ekki auk alls annars?  Harðkjarna stuðningsmenn flokksins vita að slík lygi er nauðsynleg til að plata einhvern auðtrúa til að kjósa, svo flokkurinn geti haldið áhrifum sínum og völdum.

En Viðreisn og Björt framtíð tóku það ekki sérstaklega fram að viljinn til góðra verka og nýrra vinnubragða, giltu því aðeins ef flokkarnir væru í stjórnarandstöðu, eða til vara, færu ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

 

Samt kemur þessi eindræga sátt um spillinguna á óvart.

Hún er svo niðurlægjandi, hún er svo mikil tímaskekkja.

Og þeir sem að henni standa verða svo aumkunarverðir þegar þeir hefja að nýju upp raust sína um góða siði og ærleg vinnubrögð.

 

En völdin bæta það upp.

Er það ekki?

Það er allavega góð lyktin úr kjötkötlunum.

 

Svo góð að þjóðin á örugglega aftur eftir að upplifa slíka eindrægni, slíka sátt.

Sem út af fyrir sig er tilbreyting frá öllu ósættinu á þingi.

 

Það má þó sameiginlega spillingin eiga.

Kveðja að austan.


mbl.is Fer úr nefndinni í klofningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er margt verra en Sjálfstæðisflokkurinn.

 

Til dæmis skipaði Calikúla gæðing sinn í öldungaráðið.

Gæðingurinn var í miklu uppáhaldi hjá honum, og síðan hefur myndast það orðatiltæki að skipa gæðing, eða flokksgæðingi í eitthvað embætti.

Algjört aukaatriði að gæðingurinn var hestur, hann var gæðingur fyrir það.

 

Og Rómakeisari hafði þetta frelsi, að geta farið sínu fram, að geðþótti réði för, ekki það sem kalla mátti eðlileg vinnubrögð.

Leikreglur lýðræðisins, og sú áþján að þurfa að virða lög og rétt, skerti mjög þennan geðþótta, enda gerði auðurinn uppreisn gegn slíkri áþján, og til varð frelsiskrafa frjálshyggjunnar.

Og núverandi dómsmálaráðherra er holdgervingur þessarar frelsisþráar.

Að mega allt, að þurfa ekki að virða normið, hvað þá rétt fjöldans til lifa mannsæmandi lífi.

 

Hvað er þá verra en að upplifa vildarvinavæðingu Sjálfstæðisflokksins?

Jú, þrátt fyrir allt, þá er dómsmálaráðherra okkar einstök.

Útópía hinna hægri öfga.

 

Hún þyrfti ekki að vera einstök.

Hún gæti verið margföld.

Og grámi vítis væri hinn dagsdaglegi raunveruleiki okkar hinna.

 

Við skulum þó þakka fyrir að svo sé ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Skapar nýjum dómstóli ekki traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svo erfitt að nota orðið STJÓRNSÝSLUSPILLING??

 

Gagnvart hinu meinta frelsi frjálshyggjukonunnar sem gráglettni örlaganna kom í sæti dómsmálaráðherra þjóðarinnar, að fara sínu fram eftir geðþótta.

Eða lifum við ennþá á hinum fornu tímum þegar vinir og vandamenn voru skipaðir í embætti, algjörlega óháð hæfni þeirra, þeir gátu vissulega verið hæfir, en það var algjört aukaatriði málsins.

Eru þá hin nýju andlit á Alþingi aðeins hin gömlu í grímubúning??

 

Alþingi er aðeins hársbreidd að lenda í ruslflokk hjá þjóðinni.

Það er óþarfi að láta hægriöfga koma því alla leið í þann flokk.

 

Hver mínúta sem líður án þess að ráðherra er settur í skammarkrókinn, er mínúta vansa og vanvirðingar.

Vanvirðingar gagnvart kjósendum þessa lands.

Vansa gagnvart virðingu Alþingis.

 

Alþingi á ekki að láta bjóða sér svona vinnubrögð.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þurfum að klára þetta í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, þetta er mannvonska.

 

Hrein og klár mannvonska.

Okkur öllum til skammar.

 

Það erum við vestrænar þjóðir, í nánu bandalagi við múslímska miðaldamenn Persaflóans, sem stöndum fyrir aðförinni að Sýrlensku þjóðinni.

Það er engin borgarastyrjöld í Sýrlandi þó megi finna einhverja heimamenn á meðal hinna vopnuðu stríðsmanna. 

Ekki frekar en það var borgarstyrjöld í Sovétríkjunum á milli 1941 og 1944, þegar síðasti þýski hermaðurinn var rekinn úr landi.  Vissulega risu margir þarlendir upp, og börðust með innrásarhernum gegn alræðisstjórn bolsévikanna, en rótin að átökunum var aðkoma erlends innrásarhers.

 

Það sama er uppá teningnum í Sýrlandi, uppistaða vígamannanna er erlendur, þar af þúsundir frá Evrópu.  Fjármagnið sem knýr átökin áfram er erlent.

Ef erlenda breytan er tekin út, þá væri engin flóttamaður frá Sýrlandi á flandri um Evrópu, því það væru engin átök í landinu.

 

Það er kjarninn.

Okkar ábyrgð.

Og við göngumst ekki við henni.

 

Slíkt er mannvonska, og ekkert annað.

Kveðja að austan.


mbl.is Þetta eru bara börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi frjálshyggjunnar.

 

Ég má.

ÉG Mááá.

ÉG MÁÁÁÁÁ.

 

Því ég á.

 

Réttur hinna ríku til að gera það sem þeir vilja.

Án þess að hafa nokkrar samfélagslegar skyldur, án þess að virða reglur samfélagsins um sið og ásættanlega hegðun.

 

Frelsi fjöldans er svo að fá að fara rændur og hýddur í Costco og gera góð kaup.

Rændur lýðræðinu, rændur sameiginlegum eigum, rændur auðlegðinni sem máttur þekkingar hans og vinnu hefur skapað.

 

Eiginlega á dómsmálaráðherra þökk skilda fyrir að vekja athygli á þessum einföldum sannindum.

Henni er ekki alls varnað.

Kveðja að austan.


mbl.is Jón Finnbjörns í 30. sæti hjá hæfisnefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 992
  • Sl. viku: 2017
  • Frá upphafi: 1322817

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1707
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband