Verðugur er verkamaður launa sinna.

 

Sjaldan eða aldrei í gjörvallri mannkynssögunni hafa örfáir starfsmenn skilað eins miklum hagnaði til eiganda fyrirtækja sinna eins og starfsmenn eignarhaldsfélaga gömlu bankanna.

Og ef launin eru ekki önnur en þokkalegt tímakaup og þessar bónusgreiðslur, þá eru fá dæmi um annan eins nánasarskap og greint er frá í þessari frétt.

Það er launað með eins litlu fyrir eins mikið.

 

Það gerist ekkert af sjálfu sér, og menn skulu ekki halda að gjafir stjórnmálamanna til hrægammanna, bæði erlendra og innlendra, hafi bara gerst án þess að nokkur hafi unnið í málunum.

Það er virkilega flókið verkefni að rýja eina þjóð inn að beini án þess nokkur æmti eða skræmti.

 

Lítum á helstu afrek þessa verkamanna.

 

Þeir hönnuðu atburðarrásina sem ríkisstjórnin notaði til að fá Alþingi til að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftunum svo hægt væri að greiða út eignir þrotabúanna.  Bara sú Gjöf var að minnsta kosti 500 milljarða króna virði.

Þeir hönnuðu hinn stóra díl sem kenndur er við afnám gjaldeyrishafta þar sem þjóðinni var talið trú um að hún hefði grætt á að nota gjaldeyrissjóði sína til að borga út verðlausar bólukrónur því hún hefði fengið hinar verðlausu krónur svo ódýrt.

Þeir sköpuðu sáttina um  vaxtastig Seðlabankans sem á sér engar hagfræðilegar forsendur, en skilaði árlega tugmilljarða umframgróða, miðað við eðlilegt vaxtastig, sem rann beint í vasa hrægammanna, þeirra erlendu sem og þeirra innlendu.

 

Svona rán og rupl, án þess að nokkur stjórnmálaflokkur, án þess að nokkur stjórnmálamaður, án þess að nokkur fjölmiðill, eða nokkur fjölmiðlamaður æmti, hvað þá að rísi upp og vitni í fleyg orð Jóns Sigurðssonar, "Vér mótmælum", er afrek sem á sér fá fordæmi í gjörvallri mannkynssögunni.

Líklegast má fullyrða að ef dæmin eru þekkt, þá hafa þau ekki verið skráð á síður sögubóka.

Og ekkert óeðlilegt við að afreksverkamennirnir fái ríflega umbun í verkslok.

 

Sem þeir varla fá því þessi milljarður eða tveir, í ljósi féflettingar þjóðarinnar, minnir einna helst á enska landeigandann sem gaf leiguliða sínum eitt gullpund fyrir að uppgötva verðmæta silfurnámu á landareign sinni. 

Og þótti það jafnvel ofrausn.

Miðað við ránsfenginn eru þetta smápeningar.

 

Og þeir sem nöldra hæst, bæði á þingi sem og í fjölmiðlum, vita það mæta vel.

Pirring þeirra má einfallega rekja til eftirsjár, að það hvarfli að þeim að þeir hafi selt sig of ódýrt. 

Þeir hefðu getað fengið fleiri silfurpeninga í vasa sína.

 

Gleymum því ekki að snilld verkamannanna fólst ekki í ráninu fyrir opnum tjöldum, heldur samstöðunni sem náðist að þegja ránið í hel.

Og slík samstaða er ekki ókeypis, þeir sem halda annað ná ekki að vera bláeygðir bjánar.

Því það gerist ekkert að sjálfu sér, og á öllu er skýring.

Svo ég vitni í meistara Friedman, það er ekkert til sem heitir ókeypis þögn.

 

Nöldrið í netheimum er síðan annar kapítuli.

Sérstaklega hjá fólkinu sem þagði á meðan Gjafir voru gefnar.

Margt býr að baki, en einna stærst er tryggðin við forystumennina sem þáðu aurinn fyrir þögn sína. 

 

Sem og að moldviðrið er að hluta til part of programmeð svo ég vitni í drukkinn Svía. 

Hannað til að hylja hin napra sannleika sem ætti að blasa við öllu sæmilega skynsömu fólki.

Sem er megahagnaður þeirra sem launa verkamönnum sínum með þessu lítilræði.

 

Menn fá ekki milljarða í bónusa fyrir ekki neitt.

Og það er snilld að láta umræðuna kristallast um lítilræðið.

Bónusinn en ekki megagróðann.

 

Já, verðugir eru verkamenn launa sinna.

Þeir hafa sannarlega unnið sitt verk.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Bónusgreiðslur Kaupþings samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármagnið veit sínu viti.

 

Það lét Steingrím Joð Sigfússon böðlast í þágu AGS, og það lætur radikala byltingarinnar, eyða velferð Reykvíkinga innan frá.

 

Eftir stendur ofsagróði hinna ofurríku.

Með stjórnmálin í vasa sínum.

Kveðja að austan.


mbl.is Meðtók áhyggjur leikskólastjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2016

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 4176
  • Frá upphafi: 1338875

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3743
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband