Verður ICEsave umræðunni ekki bara frestað??

Til 26. janúar, ....2012.

Af hverju þessi vandræðagangur???  Af hverju þessi leki um skjölin sem Össur geymir undir skrifborði sínu????

Langar kannski unga fólkinu í VG og Samfylkingunni að vera lengur í pólitík, og jafnvel að geta búið á þessu landi eftir 7 ár þegar ICEsave og AGS er búið að rústa íslensku velferðinni ???

Hver veit, en þegar Steingrímur Joð getur ekki opnað svo munninn án þess að þurfa að taka það skýrt fram að hann trúi fólki, þá er mikið að, mikil undiralda í gangi.

Því þrátt fyrir allt er vitiborið fólk bæði í VG og Samfylkingunni.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjárlaganefnd fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Lygarnar og leyndin er límið í ríkisstjórninni.

Hvenær fellur "ríkisstjórn" Jóhönnu og Steingríms Joð - endanlega ?

Hverju spáir þú þar um Ómar ?

Kveðja að sunnan.

Benedikta E, 30.12.2009 kl. 10:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Benedikta.

Hún féll þegar Jóhanna stillti Ögmund upp við vegg.  

Það á bara eftir að tilkynna andlát hennar, en héðan af kemur hún engu í verk.  

Lifandi dauð kallaði stjórnmálafræðingurinn á Akureyri hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2009 kl. 10:16

3 identicon

Þú veður enn moðreyk Ómar minn. Það sjá flestir að það hefur ekkert gerst, ALLS EKKERT bæst í þessa vitleysu. Þingið verður að axla þá ábyrgð að greiða atkvæði um þetta skítamál. Við verðum að greiða okkar hluta. Fólki verður ekki mismunað eftir litarhætti eða þjóðerni. Með neyðarlögunum voru línurnar lagðar og úr því verður ekki snúið. Það hafa nokkrir reynt að opna augu þín fyrir þessu en þú brugðist illa við þannig að ég geri ráð fyrir að þessar línur breyti litlu. Meirihlutinn axlar ábyrgð og klárar þetta skítverk eftir sjalla og framsókn.

Sveinn (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 10:31

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það verður kosið um málið í dag. eigum við ekki bara að bíða og sjá hvað setur? Mér sýnist allt tal um leka á síðustu stundu hljóma einsog lýgi enda er ekki neinn staðreyndaleki í gangi bara "oðrómur"

Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 10:36

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sveinn.

Það sem þú kallar moðreyk, kalla ég grundvallarrétt fólks til lífs og mannsæmandi lífskjara.  Og það er rétt, það breytir ekkert þeim skoðunum mínum.  Þetta eru þær grunnskoðanir sem gera mig að manneskju, siðaðri manneskju, ekki skrímsli.  Og það er rétt, skrímsli hafa oftast ráðið gangi mála, undir ýmsum formerkjum, aðall, yfirstétt, peningapúkar, auðmenn, ofríkismenn og kúgarar.

En siðmenningin hefur smán saman komið bönd á þetta illþýði og gert fólk jafnara, þó ennþá megi mikið bæta.  En lögin hafa sett ofríki ákveðin mörk, og fara þar fremst ýmis mannréttinda ákvæði, til dæmis 76. grein stjórnarskrárinnar.  Hún endurómar mannréttindaákvæði sem bæði Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafa samþykkt.  Þar er minn grundvallarréttur til fæðu, húsnæðis, menntunar og heilsugæslu tryggður.  Og enginn hefur rétt til að setja lög sem ganga á þann grunnrétt.  

Enginn, ekki einu sinni Leppar auðmanna í stjórnkerfi Íslands.  Og að sjálfsögðu hafa slík lög ekki verið sett í Evrópu, þar er engin þjóð í ótakmarkaðri ábyrgð fyrir skuldir einkaaðila og auðmanna.  Þau lög sem þú og þínir eru að ljúga upp á þjóð okkar fela ekki í sér neina ríkiábyrgð á innistæðum einkabanka.  Enda væri það ígildi þrældóms að leyfa slíkar byrðar á almenning.  Og þrældómur í allri mynd er bannaður í fyrstu grein mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  Og það er óháð þjóðerni eða litarhætti.  Engar undantekningar leyfðar þó þjóðir þurfi að búa við innlenda landráðamenn og auðmannssleikjur.

Engin lög um mismunun ganga á þessi grunnréttindi, engin lög um jafnræði geta neytt smáþjóð til að ábyrgjast tjón í öðrum ríkjum, þó hún neyðist til að vernda þegna sína og samfélag fyrir hamförum, hvort sem það er af völdum náttúru, manna eða auðmanna.  Neyðarréttur er mun æðri regla í alþjóðalögum en jafnræðisregla Evrópusambandsins.  Enda er skýrt kveðið á um það í EES samningnum sem þú hefur örugglega aldrei lesið, því þekking er þínum skoðunum hættuleg.  En ESA hefur lesið þann samning sem tilvera stofnunarinnar hvílir á og hún staðfest rétt íslenska ríkisins til að grípa til neyðarráðstafana enda er ekki um þann rétt deilt, nema íslenskt landráðafólk þykist ekki þekkja til neinna laga og reglna en hinnar svokallaðrar jafnræðisreglu.

Þið virðist ekki skilja það að fæli jafnræðisregla Evrópusambandsins það í sér að íslenska ríkið yrði að líka að grípa til ráðstafana á Bretlandseyjum til að vernda hag þarlendra sparifjáreiganda, þá gengi jafnræðisreglan á svig við aðrar reglur, mun æðri.  Það er regla um neyðarrétt þjóða og fullveldi þjóða.  Fullveldi breska ríkisins myndi til dæmis aldrei sætta sig við að íslenska ríkið setti neyðarlög sem breytti breskum lögum.   

Því í heimsku ykkar og fáfræði trúið þið því að takmarkanirnar á íslensku neyðarlögunum séu þær að íslenska ríkið ætli ekki að borga út innlán í öðrum löndum.  Takmarkanirnar eru þær að íslenska ríkið hefur ekki réttarheimild til að gera sambærilega hluti í Bretlandi og á Íslandi vegna þess að neyðarréttur þjóða takmarkast við það landsvæði sem þjóðir hafa fullveldi yfir. 

Og í vilja ykkar til að gera samborgurum ykkar sem mesta miska, þá lítið þið líka fram hjá því að íslenska ríkið hefur engin innlán ábyrgst, það hefur aðeins stofnað nýja banka, sem eru hlutafélög, og verða bráðum í eigu aðila ótengdum íslenska ríkinu.  Og þið lítið líka algjörlega fram hjá því að íslensku neyðarlögin mismuna ekki eftir þjóðerni eða litarhætti, allir, jafnt gulir eða bláir, hvítir eða svartir fá innlán sín flutt í nýju bankanna.  Og jafnt Grænlendingar, Færeyingar, Pólverjar, Kínverjar og bretar, auk allra annarra þjóðarbrota sem búa á Íslandi fá innlán sín flutt á milli gömlu og nýju bankanna. 

Vegna þess að neyðarlögin mismuna ekki eftir þjóðerni eða litarhætti, þau mismuna vegna eðli neyðarlaga eftir  landsvæði, þau gilda aðeins innan lögsögu íslenska ríkisins.

En það er svo miklu auðveldar að lifa í fáfræði og heimsku, en að lesa sér til og kynna sér málin.  En 70% þjóðarinnar hafa séð í gegnum lygarnar og blekkingarnar og hafnar núverandi lögbrotum ICEsave frumvarpsins.  Þegar ég byrjaði mína andstöðu á Netinu, þá vorum við ekki margir sérvitringarnir þannig að moðreykurinn hefur einhverju skilað.

En já, það skaðar ekki að hafa rétt fyrir sér, en það skiptir engu máli í andstöðu minni við ICEsave.  Vegna þess að sem siðuðu manneskja þá er ég á móti rangindum og óréttlæti.  

Það sem er rangt, er rangt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 217
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 4665
  • Frá upphafi: 1329227

Annað

  • Innlit í dag: 188
  • Innlit sl. viku: 4115
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 181

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband