30.12.2009 | 09:31
Til hvers að kalla Svavar fyrir ????
Hann er aðeins rakki sem hlýðir húsbónda sínum.
Hvað húsbóndi hans hugsar má lesa hér:
"Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði það misskilning að eitthvað nýtt kæmi fram í gögnunum, sum þeirra hefðu verið opinber í marga mánuði, en undir öðrum dagsetningum. Þá breyttu þau ekki inntaki samninganna sem til afgreiðslu væru."
Það átti aldrei að semja í ICEsave, það átti að gefast upp.
Svavar var sendur til London til að banka á dyr og spyrja einhverja skrifstofublók hverjar kröfur breta væru. Að kalla slíkt samning er eins og að kalla vissa ævisögu fræðirit, ekki eftiröpun.
Vissulega gekk þetta Steingríms plan ekki eftir og urðu þá húsbændur hans mjög argir þegar þeir lásu skemmdarverk Alþingis, sem voru kallaðir fyrirvarar, á uppgjafaskilmálum Svavars.
Og þess vegna er ICEsave núna aftur á þingi. Í millitíðinni var hótunum og ógnunum beitt til að beygja ákveðna þingmenn VinstriGrænna til að hlýðni, völd sjálfs flokksformannsins voru í húfi ef hann hlýddi ekki húsbændum sínum.
Og fyrirvararnir, já fyrirvararnir, þeir skemma ekki lengur neitt. Fyrir áhugasama vil ég benda á grein á bloggsíðu Lofts Altice Þorsteinssonar sem kallast "Breytingar á ICEsave-samningnum" og má lesa um hér: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/997693/.
En hvernig ríkisstjórninni og þjónum hennar eins og Helga Ás Grétarssyni hafi tekist að halda sjó með þær fullyrðingar að fyrirvararnir haldi og Brussel viðmið Ingibjargar séu í núverandi frumvarpi, það er með öllu óskiljanlegt. Segir bæði til um ótrúlega auma frammistöðu fjölmiðlamanna (vitgrannra) eins reynsluleysi núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.
Það er af sem áður var að þessir flokkar kunnu að koma málstað sínum á framfæri.
En Loftur Altice stendur vaktina og ég skora á alla sem vilja kynna sér staðreyndir ICEsave málsins að kíkja á nokkrar síðustu blogggreinar hans. Það er hafi menn ekki þegar gert það.
En öllu hugsandi fólki ætti að vera orðið ljóst að núverandi ríkisstjórn tekur ekki rökum, og því er til lítils að rökræða við hana.
Hana ber að fella og það strax.
Það eru 1.000 milljarðar í húfi.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 15:24 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.