29.12.2009 | 10:11
Hvar er vitið og hvar er mannauðurinn.
Það heldur engin þjóð uppi nútímavelferðarkerfi með greiðslubyrði ríkissjóðs upp á 60% eins og spár fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir. Og þegar er talað með 60% greiðslubyrði, þá er gert ráð fyrir hagvexti, ekki þeim djúpa samdrætti sem blasir við vegna Óráða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Argentínumenn sögðu hingað og ekki lengra þegar greiðslubyrði lána var komin hátt i 70% af tekjum ríkissjóðs, og þeir sættu afarkostum AGS að auka hana enn frekar.
Af hverju þarf íslenska þjóðin að lenda í sama vítahring og þeir????
Dugar ekki að horfa á brennt barn til að vita að eldur brennir. Að Óráð AGS hafa alltaf sömu afleiðingarnar í för með sér???'
Til hvers gaf guð okkur vit og til hvers vorum við að mennta þjóðina, ef enginn hefur manndóm í sér að segja, hingað og ekki lengra.
Staðreyndir málsins blasa við. Heimskan sem ræður för er algjör.
Og Háskólinn, kirkjan, verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur, allir steinhalda kjafti.
Hvað þarf margar jarðarfarir til þess að fólk ranki við sér. Að fólk skilji að það er hægt að takast á við efnahagskreppur án þess að fórna sínum minnstu bræðrum. Án þess að fórna auðlindum landsins. Án þess að landið missi efnahagslegt sjálfstæði sitt.
Þekkingin er til staðar. Siðferði hins venjulega manns er til staðar.
Af hverju gerir enginn neitt?????
Hvar er manndómur og vit þessa fólks, sem á að standa vörð um sjálfstæði og menningu þessarar þjóðar????
Hvar eru rithöfundarnir, hvar eru listamennirnir??
Hvar er samviska þessarar þjóðar???
Sá spyr sem ekki veit.
Kveðja að austan.
![]() |
Afborganir lána 40% tekna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 1438772
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.