Nú er það svart.

Aldrei fór það svo að ég yrði ekki sammála Heimdellingum.

 

"Sú „lágmarkskrafa" er gerð til þingmanna sem ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu að þeir hafi vissu og sannfæringu fyrir því að íslensk stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að kynna málsstað Íslands út á við og að samningurinn sem fyrir liggur gæti hagsmuna Íslands með eins ríkum hætti og mögulegt er."

"Heimdellingar segja hugsanlegar afleiðingar þess að hafna samningnum vera ofmetnar. Engin ástæða sé til þess að gefa sér það fyrirfram að málsstaður Íslendinga, um að fá sanngjarnari samning og niðurstöðu um málið, njóti ekki samúðar út á við"

"Um langtímahagsmuni hennar sé að ræða og málið snúist því ekki um „að vinna pólitíska sigra heima fyrir heldur að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar komi saman allir sem einn á ögurstundu. Sú stund er runnin upp"

 

Já, sú stund er runnin upp að ég er sammála Heimdalli.  Fyrirfram hefði ég talið slíkt mjög ólíklegt. 

En þetta er eðli ICEsave deilu þjóðarinnar við breta og innlenda bretavini.  Farsæl niðurstaða krefst þjóðarsamstöðu, þjóðarsamstöðu um réttlæti og lög. 

Að deiluaðilar setji ágreining sinn í réttan farveg  laga og dómsstóla, og út frá þeim dómsúrskurði verði fundin farsæl lausn fyrir alla málsaðila, jafnt innlánseigendur ICEsave, sem og íslensku þjóðarinnar. 

Við erum lýðræðisþjóð í samfélagi lýðræðisþjóða.  Kúgun og ólög eiga þar ekki heima. 

Um það ályktar Heimdallur og um þá ályktun eiga allir að geta sannmælst.  Líka aðrar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka. 

Engin málstaður er svo réttlátur og engin rök það rétt að þau hundsi leiðir réttarríkisins.

Um það á íslenska þjóðin að geta sannmælst, og upp af þeim grunni á lausn ICEsave deilunnar að byggjast. 

Leið réttarríkisins er leið siðmenningarinnar, og það eru kaldar kveðjur, á 65 ára sigurhátíð siðmenningarinnar yfir villimennsku kúgunar og lögleysu nasismans, að Evrópa minnist allra þeirra sem féllu fyrir vörn hennar, með nýrri villimennsku kúgunar og lögleysu. 

Því þetta er kjarni ICEsave deilunnar, að gera það sem rétt er.

Og fyrst að Heimdellingar átta sig á þeim takmörkunum sem hið alþjóðlega fjármagn þarf að lúta, þá ættu vinstri og félagshyggju unglingar að geta það líka.

Rétt skal vera rétt.

Og villimennskan má aldrei sigra siðmenninguna.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Vilja kynna málstað Íslands betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sæll! Tek undir,hvaða máli skyptir brúnn eða rauður,ef menn breyta af réttsýni og sannleika. kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2009 kl. 19:39

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Ég varð að hrósa Heimdellingum fyrir þann kjark sem þeir sýna að standa gegn vilja stórfyrirtækja, og samtaka atvinnulífsins, sem þrá náðarfaðm ESB,  þó þjóð þeirra verði sendur ólöglegur reikningur uppá hundruð milljarða króna, sem aðgangsmiði.  

Því ICEsave er ekki pólitík. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.12.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 469
  • Sl. sólarhring: 716
  • Sl. viku: 6200
  • Frá upphafi: 1399368

Annað

  • Innlit í dag: 397
  • Innlit sl. viku: 5252
  • Gestir í dag: 365
  • IP-tölur í dag: 360

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband