Hver hlustar á þennan mann????

Hann er ekki flugfreyja eða jarðfræðingur.

Hann er ekki á launum hjá ríkisstjórninni að koma ICEsave skuld Björgólfs og Björgólfs á þjóðina.

Hann hefur ekki afrekað það að hafa rangt fyrir sér í öllum atriðum í aðdraganda fjármálahrunsins og er því ekki gjaldgengur í hóp Riddara heimskunnar.

Og hann er ekki hagfræðidvergur sem styður Óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í einu og öllu.

Heldur er þetta okkar best menntaði hagfræðingur í þeim vanda sem þjóðin á við að glíma.

Og hver hlustar á slíkan mann?????

Ekki ríkisstjórn félagshyggju alþjóðlegs auðmagns.  Og sérstakur velunnari ameríska vogunarsjóða.

Hún hlustar ekki.

Skynsemin gæti staðið í henni.  

Kveðja að austan.


mbl.is Skuldugasta þjóð á byggðu bóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Já, "skynsemin gæti staðið í henni". Sammála þessari færslu.

Haraldur Hansson, 28.12.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér góðan pistilinn, Ómar. Ég var einmitt rétt í þessu að skrifa upp mjög þungvæga og merkilega hluta af þessu viðtali við prófessor Jón – raunar flest sem hann sagði, það er hér: Jón Daníelsson prófessor: Óskiljanlegt að ríkisstjórnin keyri Icesave svo hart áfram (án fyrirvaranna!).

Já, þingmenn eiga að hlusta á þennan mann!

Jón Valur Jensson, 28.12.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Nú er að halda vöku sinni næstu daga.  Látum engar lygar dafna í Netheimum án þess að þær séu hraktar jafnóðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.12.2009 kl. 21:48

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Alltaf eru það útlendir menn sem eiga að segja þessari sjálfstæðu þjóð hvernig hún á að hugsa og framkvæma sjálfstætt svo allt verði í lagi hér. Mikið yrði ég döpur ef einhver kæmi heim til mín á hverjum degi og segði mér hvernig ég ætti að gera til að vera sjálfstæð á mínu heimili.

Ég treysti á sjálfa mig til að halda mínu heimili sjálfstæðu en ekki einhverjum úti í bæ sem kemur reglulega til að telja mér trú um að ég hafi nú ekkert vit á hvernig ég vilji hafa hlutina. En ég tek líka ábyrgð á heimilinu mínu og þeirri ábyrgð fylgir mikil vinna í að finna út hvað mér finnst og hvað ég vil.

Hvers virði er sjálfstæði þjóðarinnar ef alltaf þarf að spyrja aðrar þjóðir hvað okkur finnst? Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki svona háttarlag og ósjálfstæði í skoðunum. Hvar er mennta-auðurinn sem alltaf er verið að tala um að Ísland sé svo ríkt af? Er ekkert hægt að nota þann auð innanlands?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.12.2009 kl. 21:52

5 identicon

Innlegg Önnu er nánast sorglegt. Það inniheldur nákvæmlega það sem er að hér á Íslandi - hroka, einfeldningslegan hugsunarhátt og vanþekkingu.

Við erum ekki sjálfstæðari en svo að við skuldum alheiminum meira en nokkurt annað land. Og hvaða útlendu menn ert þú að vitna í? Maðurinn sem kemur fram í þessari frétt og segir nákvæmlega það sama og allir aðrir sem eru sérmenntaðir í þeim fræðum er viðkemur ástandinu í dag er íslenskur þótt hann sé prófessor við einn virtasta skóla Bretlands. En nei, best að hlusta ekki á fólkið sem veit hvað það er að tala um, því við vitum betur. Við vitum alltaf betur.

lundi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 1319883

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband