Í dag er dagurinn.

Núna eru 7 dagar til jóla.  Og þá fer hver að verða síðastur að koma sér í jólaskap.

Og það verður að segjast eins og er að ICEsave blogg er ekki i anda jólanna, og því mál að linni, í bili að minnsta kosti.

Því er dagurinn í dag, dagurinn sem ég kem frá mér lokapistli mínum um ICEsave, og hann á að fjalla um þau sérstöku viðhorf sem við Íslendingar höfum til landráðafólks, annars staðar eru lög um landráð tekin mjög alvarlega, en hér er þeim sem slíkt stunda hampað, fá aðgengi á besta tíma í fjölmiðla, komast þar óáreittir með sínar rangfærslur og lygar um mál, sem getur ef hið versta gengur eftir, valdið landsmönnum miklum búsifjum, jafnvel kostað þjóðina sjálfstæði sitt vegna hinna efnahagslegu hamfara sem því fylgir.

Það þarf ekki að vera, en það getur orðið.

Alltof stórt bankakerfi gat hrunið, en það þurfti ekki að gera.  Slíkt var reyndar talinn fjarstæður möguleiki, jafnvel í september á síðasta ári, nokkrum dögum fyrir bankahrun, en það hrundi samt.

Eins er það með ICEsave ábyrgðina.  Okkur er sagt að hún sé mjög viðráðanleg, eignir Landsbankans eigi að duga fyrir henni að mestu leiti.  Og vissulega er það rétt, það gæti gerst, en það þarf ekki að gerast.  Og ef það gerist ekki, þá er enginn öryggisventill á ábyrgðinni. 

Og þjóð sem þegar hefur lent í því verst sem getur gerst, er aftur að taka áhættuna á því sama.  Nema núna hefur hún ekki borð fyrir báru, það má ekkert út af bregða, þá er hún gjaldþrota.

Í dag fá öryrkjar ekki verðbætur á framfærslu sína.  Á sama tíma hafa öll útgjöld hækkað, og munar þá sérstaklega mikið um öll lyf.  Tveir pensillín skammtar geta farið með fjárhag heimilisins.  Og þú neitar ekki barninu þínu um pensillín svo dæmi sé tekið.  Það eru kannski ekki hundruð einstaklinga í hópi öryrkja sem eru bláfátækir, en þeir eru til.  Og þeir þjást vegna kreppunnar.  Á sama tíma er talað um 100 milljónir á dag í vexti á ríkisábyrgð sem er ólögleg, bæði samkvæmt íslenskum lögum, sem og lögum og reglum EES samningsins. 

Við getum tekið fleiri dæmi.  Þegar ég átti strákana mína á gamals aldri, þá voru örlaganornirnar það skemmtilegar á næstu misserum að við hjónin þurftum bæði á skjótri og góðri þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda.  Og við fengum hana, þrátt fyrir yfirálag á lækna og hjúkrunarfólks.  Á sama tíma fékk faðir minn alvarlegt hjartaáfall, en fékk mikla og góða hjálp, og er sprellfjörugur í dag með sitt hálfa hjarta.  Og afastrákarnir fengu að kynnast afa sínum eins og öll hin afabörnin sem systkini mín eiga, reyndar áratug og áratugum fyrr. 

Mín fjölskylda fékk hjálp heilbrigðiskerfisins sem skipti sköpum fyrir okkur.  En hvernig verður það eftir 5 ár, þegar ICEsave lánin verða farin að bíta??  Fá þá aldraðir hjálp sem veitir þeim lífsgæði í ellinni, eða hreinlega líf í ellinni.  Fær bráðveikt fólk hjálp strax, eða verður um kvalræði biðlista að ræða?????  Eða verður nauðsynleg hjálp spurning um fjárráð sjúklingsins????  Eitthvað sem hingað til hefur verið óhjákvæmilegur fylgifiskur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Hvernig verður menntakerfið???  Ég dreg það ekki í efa að grunnmenntun muni haldast, en hvernig verður það með framhaldið?????  Gæði menntaskóla, gæði háskólanáms???  Verður eftir í landinu hæft fólk til að sinna uppfræðslu ungmenna okkar?????  Hver er afleiðing þeirrar stefnu ríkisstjórnar Íslands að festa ungt vel menntað fólk í lífstíðar skuldaáþján með því að láta allan Hrunkostnaðinn lenda á henni???  Mun þetta fólk sætta sig við það að vinna fyrir erlent auðmagn, eða mun það leggja í nýja útrás, nýta menntun sína og starfshæfni????  Þetta er nauðsynleg spurning því í gamla daga var skuldaánauð og fátækt haldið við með búsetuhelsi og ströngum refsingum, en í dag þá hefur löggjafinn ekki það vald, ekki ennþá allavega þó í leikhúsi fáránleikans geti allt gerst. 

Og hvað verður um þetta þjóðfélag ef heil kynslóð velmenntaðra Íslendinga yfirgefur þetta land?????

Ég hef svarað þessum spurningum hvað mig varðar, og þess vegna hef ég eytt þessum tíma mínum í mitt harða Andstöðublogg.  Ég tel að tími samkjöftunarinnar við kvalara okkar sé liðinn.  Ég er sammála Michael Hudson að Ísland hafi orðið fyrir fjármálaárás, og það eigi að krossfesta þjóðina fyrir skuldir annarra.  Með öðrum orðum þá er sjálf siðmenningin í hættu því í siðuðu þjóðfélagi er saklaust fólk ekki látið borga skuldir annarra.  Með eignum sínum og lífi.  Og í siðuðu þjóðfélagi þá vernda stjórnvöld þegna sína gegn kúgun og yfirgangi, hvort sem hún er innlend eða erlend

Vissulega vinnast ekki öll stríð, en það er skylda okkar að verjast.  Þegar utanríkisráðherra Belga vísaði þýska sendiherranum á dyr með þeim orðum að sjálfstæð þjóð stæði vörð um sjálfstæði sitt og frelsi þegnanna, þá vissi hann eins og er að smáþjóð hans ætti engan möguleika gegn stórþjóðinni.  Og á þeirri stundu benti allt til að sigur hennar yrði algjör. 

En kom til greina að ganga til liðs við villimennskuna???  Láta undan kúgun og ofbeldi með skírskotun í að það væri það illskásta í stöðunni???  Nei, það kom ekki til greina.  Siðmenningin er þess virði að berjast fyrir, jafnvel þó villimennskan virðist ósigrandi andstæðingur.   

Rökin fyrir að greiða ICEsav ábyrgðina er sú að við séum kúguð til þess, að annars verði ekki endurreisn.  Í bloggpistli mínum um Argentínu þá benti ég á að þessir sömu kúgara höfðu sagt á fundi sínum að

 

"During the weekend of October 1–2, 2004, at the annual meeting of the International Monetary Fund/World Bank, leaders of the IMF, the European Union, the Group of Sevenindustrialised nations, and the Institute of International Finance(IIF), warned President Kirchner that Argentina had to come to an immediate debt-restructuring agreement with the speculative "vulture funds", increase its primary budget surplus to pay more debt, andimpose "structural reforms" to prove to the world financial community that it deserved loans and investment."

Argentínumenn voru varaðir við, þeir áttu að semja tafarlaust við skuldnauta sína, og til að geta greitt þeim, þurftu þeir að skera meira niður í ríkisfjármálum og gera nauðsynlegar kerfisbreytingar svo afgangur á ríkissjóði dygði til að standa við allar skuldbindingar ríkisins.  Þessi ályktun er samin um á sama tíma og Argentínska ríkið hafði þegar skorið allt niður sem hægt var að skera niður, laun ríkisstarfsmann, eins og til dæmis kennara og hjúkrunarfræðinga dugði ekki til framfærslu, og það eina sem eftir var var sjálft grunnkerfið, að einkavæða menntun og heilsugæslu.  Og um það var Argentínska ríkið krafið.  Svo tala menn um illsku nasismans.  Ómenni eru víða til.

Og þessi ómenni segja okkur að við fetum ekki þessa Argentínsku leið, þá verði hér engar erlendar fjárfestingar og engin endurreisn.  Þeir fullyrða með öðrum orðum að það sé ekki hægt að endurreisa hagkerfi nema með blóði þegnanna.  Skyldi hér vera endurholgaðir prestar Azteka sem töldu þjóð sinni í trú um að sólin kæmi ekki upp á morgnanna nema með blóði mennskrar fórnar???

En Argentínu menn höfðu kjark til að segja nei.  Og það sem gerðist var ekki sú hörmung sem AGS spáði.  Niðursveiflunni lauk, og við tók 5 ára hagvaxtartímabil með tæplega 10% hagvexti, og í kjölfar velmegunarinnar kom erlend fjárfesting og gjaldeyrir til að borga niður skuldir. 

Það þurfti fyrst að sá í akurinn og bíða eftir uppskerunni til að standa skil á skuldinni við kaupmanninn, ekki að afhenda honum útsæðið og síðan fjölskyldumeðlimi í skuldánauð.  Gömul sannindi og ný.

En það hörmulega við íslenskt þjóðfélag í dag, er ekki endilega það að við séum að láta undan kúgun, heldur hvernig vinnubrögðum er beitt til þess, hvernig sjálfsvitund og sjálfsvirðing þjóðarinnar er miskunnarlaust brotin niður með lygum, hálfsannleik og blekkingum. 

Þjóðin á að trúa því að hún sé sek.  Þannig er hún meðfærilegri í taumi og sættir sig frekar við kúgunina og örbirgðina sem af henni hlýst.  Lokapistill minn er um Lygaveituna, þá aðferðafræði spunakokka og fjölmiðla, sem þeir nota til að ná þessum markmiðum sínum. 

Fyrst ætla ég að skjóta inn tveimur pistlum um grunnstaðreyndir, áður verið gert en gott að hafa í huga þegar pistill minn um lygaveituna er lesinn.

Og af hverju er maður að þessu, er ekki nóg að segja hlutina án þess að rökstyðja, því lestur á löngu máli er ekki helsti styrkur þjóðarinnar.  Og svarið er mjög einfalt.  Þess þarf.  Við þurfum að vita af hverju við höfum rétt fyrir okkur.  Ég sé það á IP tölum að nokkrir tugir lesa þetta blogg reglulega sér til fróðleiks, og þessi vinna er fyrir þá.  Vonandi nýtist hún þeim vel í þeirri baráttu sem á sér stað um allt þjóðfélagið milli þeirra sem vita staðreyndirnar og hinna sem nota bábiljur sem réttlætingu á vilja sínum að gerast skuldaþrælar ICEsave og AGS.

Pistlarnir renna inn á næstu 2-3 tímum og ég mun fylgjast með athugasemdum en er annars kominn í jólafrí.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Mun þetta fólk sætta sig við það að vinna fyrir erlent auðmagn, eða mun það leggja í nýja útrás, menntun sína og starfshæfni????  Þetta er nauðsynleg spurning því í gamla daga var skuldaánauð og fátækt haldið við með búsetuhelsi og ströngum refsingum, en í dag þá hefur löggjafinn ekki það vald, ekki ennþá allavega þó í leikhúsi fáránleikans geti allt gerst.

Ómar, það gæti bara vel gerst miðað við ofbeldið sem þessi hrikalega stjórn beitir í öllu.  Líklega væri ekki vitlaust að hafa sig burt úr landinu núna fari þetta helvíti í gegn.  Orðið félagshyggjustjórn er fáránlegt yfir ofbeldisstjórnina sem nú ríkir yfir okkur.   Lygarar og fífl.  Liggur við manni verði óglatt. 

Elle_, 17.12.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég þarf að fara lesa pistla mína yfir, áður en ég sendi þá út.  Þarna missti ég niður orðið "nýta", það er "nýta menntun sína og starfshæfni".

Og einhvers staðar las ég að þú ætlaðir að berjast út næsta ár, gegn AGS og ICEsave.  Það besta sem þessum andskotum er gert er að flýja land, svo þeir geti flutt inn Kasaksta í staðinn.  

En þessi pistill var skrifaður í anda jólanna, það er í dag er dagurinn sem ég fer í jólaskapið og hætti að hugsa um svik og mannfórnir, fram yfir hátíðarnar.  Eða réttara sagt, á morgun Elle.

En svo vona ég að við tökum slaginn eftir áramót, Ögmundur lofaði til dæmis góðu i dag.  Kannski fær hann Che Guvara húfu í jólagjöf, og taki upp byltingariðju í kjölfarið.  Þá verða allir góðir menn að styðja hann. 

Leppstjórnin er nefnilega búinn, þegar kemur brestur í unga fylgi VG, og við skulum bara vona að það gerist.  Ef ekki þá mun Samfylkingin sprengja á stóriðjunni, ekki nema Steingrímur kokgleypi hana líka.  En þá finnur Samfylkingin bara eitthvað annað.  Það er nefnilega alltaf feigð í brjósti þeirra sem svíkja.

En hvað um það Elle, þetta mun allt fara einhvern veginn á betri veginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2009 kl. 22:47

3 Smámynd: Elle_

Ómar, ég mun aldrei hætta á meðan Icesave er þarna.   Og þó ég fytti burt.   Væri það þó ekki akkúrat það sem þessi AGS ómenni og fylgjendur vildu?   Þá fyrst næðu þeir andskotar landinu öllu að sem mestur fjöldi okkar flýði land.

Elle_, 19.12.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 609
  • Sl. sólarhring: 635
  • Sl. viku: 6340
  • Frá upphafi: 1399508

Annað

  • Innlit í dag: 522
  • Innlit sl. viku: 5377
  • Gestir í dag: 478
  • IP-tölur í dag: 472

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband