Erlend ógnarstjórn hefur tekið yfir Ísland.

Leppstjórn breta á Íslandi hefur kastað grímu sinni og beitir núna grímulausri kúgun gegn Íslensku þjóðinni.

Með hótunum og ógnunum voru löglega kjörnir fulltrúar VinstriGrænna beygðir til fylgis við ólöglegt frumvarp Leppstjórnarinnar um ríkisábyrgð á ICEsave.

Og núna í kvöld á að svínbeygja Alþingi, elsta þjóðþing heims, til að samþykkja ólögin. 

Samt hafa komið fram alvarlegar ábendingar frá okkar fremstu ókeyptu lögmönnum að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskrá Íslands.  Einnig er ljóst að frumvarpið brýtur gegn EES samningnum og tilskipun ESB um innlánstryggingar, sem bannar ríkisábyrgð á innlánum.

Og hún brýtur gegn siðmenningunni, en réttarríkið er frumforsenda hennar.

Fyrr í haust bloggaði ég um að ICEsave væri ekki val.  Alþingi gæti ekki samþykkt ríkisábyrgðina, þó með ströngum fyrirvörum væri.  Mig langar til að endurbirta hluta af því bloggi til að árétta hinn miklu landráð sem 33 þingmenn breta hafa hugsað sér að fremja á morgun.

Málið er nefnilega ákaflega einfalt.  Það er ekkert val í ICEsave deilunni.  Alþingismenn eins og aðrir þegnar þessa lands þurfa að fara eftir ákvæðum stjórnarskráar Íslands.  Hún leyfði aldrei þessa ótakmörkuðu ríkisábyrgð sem Ísland er krafið um.  Og stjórnarskrá Íslands leyfir ekki ábyrgðarsamning sem stefnir efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í voða.   Samningur upp á 650-700 milljarða, auk vaxta, er dæmi um slíkt.  Það eru engin rök í málinu að eignir komi á móti.  Séu þær ekki taldar fram í samningnum og settar á þær verðmiði, þá koma þær samningnum ekki við.  Það eru ekki rök að halda því fram að hið ólíklega muni ekki gerast.  Öllum ætti að vera það ljóst eftir bankahrunið að hið ólíklega er einmitt mjög líklegt að gerast.

 

Og í dag þá skrifuðu þeir Stefán Már Stefánsson, Sigurður Líndal og Lárus Blöndal þessi orð í grein sem var birt í Morgunblaðinu.

 

40. gr. stjórnarskrárinnar er m.a. svo mælt að ekki megi taka lán er skuldbindi ríkið nema með lagaheimild. Enginn vafi er á því að ákvæðið nær til ríkisábyrgðar slíkrar sem hér um ræðir. Með þessu er verið að tryggja forræði Alþingis og þá óbeint þjóðarinnar á því hverjar kvaðir íslenska ríkið megi gangast undir.

 

Einnig má halda því fram að verið sé að ganga á lýðræðislegan rétt kjósenda með því að binda hendur Alþingis gagnvart erlendum ríkjum til ófyrirsjáanlegrar framtíðar við skuldbindingar sem geta reynst þjóðarbúinu ofviða og eru þar að auki líklega umfram lagaskyldu. Slíkt fær vart staðist 1. gr. stjórnarskrárinnar um löggjafarvald Alþingis.

Í stuttu máli má halda því fram með fullum rökum að verið sé að skerða fullveldi ríkisins umfram það sem stjórnarskrá heimilar.

 

Stjórnvöld sem ganga gegn sínum æðstu lögum, eru ekki stjórnvöld þjóðarinnar.  Stjórnvöld sem samþykkja ólöglega fjárkröfu erlendra ríkja eru að brjóta Landráðakafla Hegningarlaganna.

 

Slík stjórnvöld eru Leppstjórn breta.

 

Og þjóðinni ber skylda til að hrekja ríkisstjórn þeirra frá völdum. 

 

Strax, bíðum ekki eftir jarðarförum fórnarlamba hennar.

 

Við erum ein þjóð.

 

Kveðja að austan.


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður

Sigurður Haraldsson, 3.12.2009 kl. 00:31

2 identicon

Það er frekar sorglegt finnst mér að þurfa að leita til Sjálfstæðisflokksins, þeirra sem bera stóra ábyrgð á ástandi Íslands til að bjarga okkur. Ég get bara sagt að ég er þakklátur þessum stjórnmálamönnum allavega þessa dagana og vona að þeir haldi áfram baráttunni gegn Icesave. Hver veit, gæti verið að stjórnarliðar hætti sér inn á Alþingi og muni afhverju þeir voru kosnir.

Gunnar (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 00:32

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Var að ljúka við mína Lilju, og er því örvinda.

En þjóðin á von.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2009 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 1244
  • Frá upphafi: 1412798

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1094
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband