Ekki eru þau sammála, hagfræðingurinn og jarðfræðingurinn.

Steingrímur Joð Sigfússon er jarðfræðingur að mennt en mest allur starfsferill hans hefur verið í stjórnmálum.

Lilja Mósesdóttir er doktor í hagfræði.   Hún hefur virtan feril af baki sem fræðimaður og kennari.

Þau eru bæði í þingflokki VG og hafa mjög mismunandi sýn á ICEsave ríkisábyrgðinni og afleiðingum hennar fyrir íslenskt efnahagslíf.

 

Gefum fyrst Steingrími orðið.

Steingrímur sagðist engar efasemdir um að Íslendingar komist í gegnum núverandi erfiðleika.

 

En Lilja segir (úr þingræðu um ICEsave ábyrgðina og lán AGS).

Með öðrum orðum, Icesave skuldsetningin er of mikil fyrir ríkissjóð.

 

Steingrímur segir.

.. hvort þingmenn, og þó einkum stjórnarandstaðan, gæti ekki sammælst um að ljúka bráðnauðsynlegum verkum fyrir jól og áramót svo einhver mannsbragur sé að.

 

Lilja segir.

Virðulegi forseti, við verðum að losna undan Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, annað hvort með eða án Norðurlandanna.  Þetta snýst um sjálfstæði komandi kynslóða og náttúrauðlyndir þjóðarinnar.

 

Hvort þeirra skyldi hafa rétt fyrir sér??

Og á hvoru er meiri mannsbragur, að hugsa um framtíð komandi kynslóða, eða trúverðugleika gjaldþrota fjármálakerfis???

Er réttlætanlegt að fórna heilli þjóð fyrir vináttu skammtímafjárspákaupmanna, sem hafa farið yfir heimsbyggðina með eyðileggingarmætti engisprettunnar, eða eigum við að byggja upp fjármálakerfi sem sinnir aðeins þörfum þjóðarinnar????

Á hið nýja þjóðfélag að byggjast upp á skuldum, eða eignamyndun þess sem eyðir ekki meira en hann aflar?

Og þegar fólk veltir þessum spurningum fyrir sér, þá mætti það hafa í hug að það er aum velmegun sem byggist á því að fórna meðbræðrum sínum í skuldhít og örbirgð, aðeins fyrir hinn mikla "trúverðugleiki" hins alþjóðlega fjármálakerfis.

Fjármálakerfi sem hvort sem er, er komið í þrot vegna siðleysis síns og græðgi.

Ég kýs hagfræðinginn og fylgi honum.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Hagstæðustu kjör sem fást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Ef upp kemur ágreiningur milli okkar um hvort fjallið fyrir ofan byggðina þar sem þú býrð inniheldur aðallega Grágrýti, Móberg eða Blágrýti þá leitum við ekki til hagfræðings eða lögfræðings til úrskurðar. Nei að sjálfsögðu fáum við fagmann í verkið, jarðfræðing. Nákvæmlega það sama gildir um ágreining í fjármálum, pípulögnum, tölvuvandamálum og bílaviðgerðum. Við fáum fagmann í verkið, annað kallast fúsk á Íslensku.

Umrenningur, 2.12.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Vissulega rétt Umrenningur, en hvorki ég eða þú skiljum hugsunargang Samfylkingarfólks, eða VG liða.  Kannski fegnu þeir sér bara spámiðil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 274
  • Sl. sólarhring: 832
  • Sl. viku: 6005
  • Frá upphafi: 1399173

Annað

  • Innlit í dag: 233
  • Innlit sl. viku: 5088
  • Gestir í dag: 224
  • IP-tölur í dag: 221

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband