3.12.2009 | 01:10
ÖGURSTUNDIN.
Í langan tíma hefur einn rauður þráður gegnið í gegnum allt mitt blogg. Og það er um feigðarför þjóðar minnar. Í nokkrum pistlum hér að framan, þá hef ég stillt upp þeim forsendum sem stýra þessu mati mínu.
Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram.
Þetta segir mætur bandarískur hagfræðingur um þau örlög sem bíða þjóðar okkar ef hún tekur á sig of mikinn skuldabagga. Og þetta er ekki martröð sem hann dreymir á nóttu til, þetta er staðreyndir, byggðar á rannsóknum um örlög annarra þjóða sem hafa lent í svipuðum hremmingum.
Og þetta segir mætur íslenskur hagfræðingur, stjórnarþingmaður, en með bæði vit og samvisku til að nota það.
Reynsla annarra þjóða sýnir að hvert sinn sem taka þarf lán hjá sjóðnum er hert á skilyrðum fyrir lánveitingu, þar til á endanum er búið að skera niður velferðarkerfið, einkavæða fyrirtæki í almennaeigu og leyfa aðgang erlendra aðila að náttúruauðlindum þjóðarinnar. Þetta megum við ekki láta gerast hér á landi. Rísum upp sem þjóð gegn innheimtustofnuninni AGS og verndum hagsmuni komandi kynslóða og náttúruauðlindir þjóðarinnar.
Skera niður velferðarkerfi, einkavæða fyrirtæki i almannaeigu og leyfa aðgang erlendra aðila að náttúruauðlindum þjóðarinnar, er þetta sú framtíðarsýn sem við viljum börnum okkar????
Sami þingmaður bendir á að þjóðin ráði ekki við þá 165 milljarða sem hún mun þurfa að greiða árlega í vexti á næstu árum, án þess að lífskjör fari marga áratugi aftur, og jafnvel það dugi ekki "til að forða ríkissjóði og þjóðarbúinu frá greiðsluþroti strax á næsta ári."
Þetta gerist ekki segja keyptir hagfræðingar, samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þar sem ICEsave ábyrgðin er lykilatriðið, er lykill þess að alþjóðasamfélagið, og þar með alþjóða fjármálakerfið öðlist trú á landinu. Aðeins þannig nái þjóðin til að rétta úr kútnum.
En það sem þetta fólk áttar sig ekki á, er að sagan geymir þessi orð, þau hafa öll verið sögð áður, og alltaf með sömu niðurstöðunni. Þau voru röng, og höfðu miklar hörmungar í för með sér,hjá þeim þjóðum þar sem þessum orðum var trúað, en skjólstæðinar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, auðmenn og alþjóðlegir fjárfestar hins vegar höfðu mikinn arð af.
Samtímasagan segir frá reynslu Argentínsku þjóðarinnar, þar var þessum orðum trúað, og þar átti efnahagurinn að styrkjast með Óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En hið augljósa gerðist, alveg eins og þú ætlar að lækna magaverk með arsenik, slæmur efnahagur varð óviðráðanlegur. Fjöldagjaldþrot, atvinnuleysi rauk í 30%, stór hluti almennings hafði ekki í sig og á og treysti á rusl og ruslahauga sér til framfærslu, og þegar vextir og afborganir af erlendum lánum stefndi í 70%, og stjórnvöld voru á móti beðin um að skera niður restina af almannaþjónustu, þá sagði Argentínska þjóðin stopp.
Og Óbermin, með stuðningi Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins sömdu þessa ályktun af tilefni þess að Argentína tók mannslíf fram yfir peninga.
During the weekend of October 12, 2004, at the annual meeting of the International Monetary Fund/World Bank, leaders of the IMF, the European Union, the Group of Sevenindustrialised nations, and the Institute of International Finance(IIF), warned President Kirchner that Argentina had to come to an immediate debt-restructuring agreement with the speculative "vulture funds", increase its primary budget surplus to pay more debt, and impose "structural reforms" to prove to the world financial community that it deserved loans and investment.
Og ekkert af þessu gekk eftir. Aðeins innantóm hótun illmenna og siðblindingja. En þessi illmenni báðu um meiri afgang á fjárlögum ríkisins, þó þeir vissu að þar með yrði ríkið að hætta að reka sjúkrahús og skóla, því laun starfsmanna voru komin undir hungurmörk. Hjá hinni alþjóðlegu hjálparstofnun ríkja í efnahagsnauð, þá voru peningar meira virði en mannslíf.
Það var eins og rödd stjórnenda útrýmingarbúða nasista væri endurborin. Virðingin fyrir mannslífum var engin, blind trú á skurðgoð blóðfórna var öllu æðri.
Og þessir menn eru stjórnendur endurreisnar íslensks efnahagslífs. Og aumkunarverðir ráðamenn og innantóm fjölmiðlafífl trúa þeim. Þau trúa að allt hafi farið í kaldakol, þegar þessum aðvörunarorðum var ekki hlýtt.
.. increase its primary budget surplus to pay more debt, and impose "structural reforms" to prove to the world financial community that it deserved loans and investment
En staðreyndin er sú að þá fyrst fór að birta til í Argentínsku efnahagslífi. Hagvöxturinn "varð 8,8 % árið 2003,síðan 9,0% árið 2004, 9,2% árið 2005, 8,5% árið 2006 og 8,7 % árið 2008. ". Og í kjölfar hins mikla efnahagsuppgangs komu alþjóðlegir fjárfestar og fjárfestu í efnahagslífi Argentínu.
En hér á Íslandi þá stjórnar fólk sem heldur hinu þveröfugu fram. Og það segir okkur að blóðfórnir séu nauðsynlegar til að efnahagurinn nái sér að nýju. Og illa upplýstir hagfræðingar og vitgrannt fjölmiðlafólk, sérstaklega á ríkisfjölmiðlunum, tekur undir lygina og krefst blóðfórna. Sjálfsagt í trausti þess að öryrkjum, sjúkum og öldruðum verði fórnað, ekki þeim.
Stríðið við villimennsku siðblindunar hafði borist að ströndum Íslands.
Og þeir, sem áttu að verja þjóðina, brugðust skyldu sinni.
Ögurstund þjóðarinnar er runnin upp.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.