27.11.2009 | 09:14
Jóhanna þarf áfallahjálp.
Blessuð konan er hrædd, óttast það mjög að Tryggingasjóður innlána þurfi að tilkynna bretum og Hollendingum að ekki sé til peningur til að greiða þeim út fulla innstæðutryggingu.
Er ekki hægt að veita manneskjunni áfallahjálp. Það þarf ekki að veita hana bretum eða Hollendingum. Við þurfum ekki að vera milliliðir við þeirra lánveitingar, þeir geta lánað sínum Tryggingasjóðum beint.
Það er ekki þannig að einhver gömul kona í Kent sé að tapa einhverju, það er búið að greiða innstæðutryggingarnar út til almennings.
Ótti Jóhönnu er því ekki á rökum reistur, ekki frekar en ótti fólks við köngulær, svona ótti byggist á fobíu, sem er sérfræðinga að lækna. Ekki almennings.
Við eigum ekki að borga ólöglegar fjárkröfur breta þó Jóhanna sé hrædd við eitthvað sem ekki er. Til þess höfum við heilbrigðiskerfi, ekki fjárhag heimila okkar.
En kannski dugar áfallahjálp.
Stjórnarandstaðan ætti að hringja í Rauða Krossinn, þar eru sérfræðingarnir.
Kveðja að austan.
Ræddu um Icesave fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, við borgum ekki 1000 milljarða bara af því Jóhanna Sig. er taugaveikluð og stjórnarflokkarnir svífast einskis.
ElleE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.