26.11.2009 | 22:16
Jón, hættu þessu röfli.
Einmitt þú og þinn flokkur eru að selja burt yfirráð okkar yfir auðlindum okkar.
Heldur þú virkilega að orð formanns þín "þetta verður að takast einhvern veginn", borgi ICEsave skuldina, eða lánin sem þið í heimsku ykkar ætlið að taka hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?????
Ef orðagjálfur borgar lán, af hverju takið þið þá ekki 1.000 milljarða á mann, þá verðum við öll milljarðamæringar????
Eftir ICEsave hefur þú ekkert val um ESB, Evrópubandlagið tekur okkur upp í skuldir.
Jón, meðan þú ert gunga í gunguflokki, þá er lágmarkskrafa að þú tjáir þig ekki um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Til þess hefur þú fyrirgert öllum þínum rétti.
Kveðja að austan.
Betur sett utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 154
- Sl. sólarhring: 943
- Sl. viku: 5885
- Frá upphafi: 1399053
Annað
- Innlit í dag: 131
- Innlit sl. viku: 4986
- Gestir í dag: 128
- IP-tölur í dag: 128
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaðan er þetta y í auðlyndunum hjá þér væni? Eru auðlyndir máske eftir allt saman dregnar af auðlundum. Samkvæmt því má gera ráð fyrir, að fleirtöluorðið ,,auðlundar" fallbeygist á eftirfarandi hátt: Auðlundar, um auðlunda, frá auðlyndum, til auðlunda. Eða hvað?
Jóhannes Ragnarsson, 26.11.2009 kl. 22:50
Finnst reyndar að síðasti "ræðumaður", hafi lítil efni á málfarslegum athugasemdum. Var að lesa blogg hans um sama efni og fann þar innsláttarvillur o.fl. En hann telur sig e.t.v. hafa "einskis að tapa?!!
Högni V.G. (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 23:45
Takk fyrir ábendingu þína kæri Jóhannes. Því miður eldist sjónminnið eins og sjónin, allt orðið mjög slitið.
Og takk fyrir innlitið Högni, ja eigum við ekki að viðurkenna rétt fátækra til gjafa. Mín villa batnar ekki þó ábendingin sé gefin af góðum hug, en minni efnum.
Það er jú einu sinni þannig að það eru margar leiðir til að tjá pirring, einn talar um gungur, annar um ufsilon, sá þriðji um eitthvað annað.
Svona er þetta bara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2009 kl. 00:09
Ég hygg að skuldin sé ekki við Evrópubandalagið heldur Breta og Hollendinga. Það yrðu þá þeir væntanlega sem tækju landið upp í skuldir.
Birnuson, 27.11.2009 kl. 10:59
Blessaður Birnuson.
Gaman að sjá þig hér, leitt að hann Jóhannes stal glæpnum.
En já, vissulega er skuldin við þessa andskota okkar, en lausn Samfylkingarinnar er að koma landinu undir náðarfaðm ESB, og reyndar þá dreg ég það ekki í efa, að einhver aumingjaaðstoð muni koma frá Brussel, þannig að formlega stæðum við í skilum við andskotana. En sá sem þiggur aumingjaaðstoð, hann er ekki frjáls maður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2009 kl. 13:01
Góðan dag Ómar! Fylgi þér að málum,set ekki fyrir mig stafsetningavillur,okkur verður öllum á,en texti þinn er góður. Þessvegna varð í huga mér til orðið sem á við ríkisstjórnina ,,hún er auðlynd.,, Auð=tóm,ekkert. Lund=skap. Skaplaus gegn ofríki andstæðinga okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 27.11.2009 kl. 14:23
Takk Helga mín, mikið takk.
Jákvæð hvatningarorð eru mér mikils virði.
Mér finnst alltí lagi að vera maðurinn upp á kassa messandi yfir lýðnum, eins og hver annar sérvitringur, en einsemd þess að vita ekki um undirtektir getur verið þungbær, er þetta þess virði???, fer oft um huga manns.
Ég er ekki Helgi Hóseason í anda, það að mótmæla, vegna þess að það þarf að mótmæla, er ekki minn stíll. Hét mér því fyrir löngu að eyða ekki tíma í að bjarga þeim sem vilja ekki láta bjarga sér. En er alltaf tilbúinn að taka þátt í hreyfingu fólks fyrir betri heimi.
Ég geri eitthvað sem þjónar tilgangi, og ef það skilar einhverjum árangri, þá er ég ánægður.
En að tala innan í tómri tunnu, og hlusta aðeins á sitt bergmál, það er þreytandi til lengdar.
Og ábendingar um stafsetningarvillur eru alltaf vel þegnar. Það gæti til dæmis orðið til þess að ég læsi það aftur sem ég skrifa, en það er mjög sjaldan sem ég geri það, ekki nema einhver ætli að negla mig, þá er oft gott að vita hvað ég sagði nákvæmlega.
Já, og ríkisstjórn okkar er auðlynd, aldrei er það svo að ekkert gott komi úr skrifum manns.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2009 kl. 15:19
Þú ert góður maður að vinna þaft verk ómar minn, endilega haltu áfram þínu góða verki.
Geir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:36
Og fyrirgefðu Geir, hvað ég er seinn að bregðast við.
Er að hvetja til andófs sem víðast, meðal annars við alvörustjórnanda aðgerða gegn kúguninni.
En mér þykir (vona að þetta sé ekki þágufallssýki) vænt um þessi orð. Á ÖGURSTUNDU geta þeir sem andhæfa, án undirtekta, alveg eins pissað í skóinn sinn, eins og rífa kjaft á Netinu.
Og mér finnst minn kjaftur vera varla þess virði að heyrast áfram.
Ég þoli illa mitt eigið bergmál. Ég hef það fram yfir ykkur að horfa í mína eigin ásjónu á morgnanna, og því alveg óþarfi að bergmálið glymji í mínum eyrum eins og það hefur gert í dag, og hvað þá undanfarna daga.
Svo, þín orð gefa mér kraft til að halda áfram.
Kveðja að austan.
PS. svona í einn dag í viðbót. og þá er það klaustrið.
kveðja, sami.
Ómar Geirsson, 27.11.2009 kl. 19:02
Dálítið ómerkilegt að hæðast opinberlega að innsláttarvillum fólks. Skil ekki svona. Ómar, þú kippir þér ekkert upp við það, þú ert einn flottasti, með innsláttarvillunum. Hver gerir ekki aum innsláttar-mistök í ofsa-Icesave-kúgunar-ofbeldis-reiði???
ElleE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:17
Takk Elle mín.
Og þú stendur vaktina vonandi um helgina, ég þarf að sinna öðru.
Kveðja, Ómar
Ómar Geirsson, 28.11.2009 kl. 03:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.