22.11.2009 | 17:31
Fé án Hirðis leitar ásjár ríkisins.
Á að veita þeim það??????
Já, vegna þess að innan nokkurra missera verða þeir skjöldur almennings gagnvart kaldrifjuðum fjármálamógúlum, sem ríkisstjórn Félagshyggju og Jafnréttis, ætlar að gefa ríkisbankanna.
Vissulega ekki stór skjöldur, en skjöldur engu að síður.
Og um það 320 þúsund stærri en skjöldurinn sem sama ríkisstjórn sló utan um heimili landsins.
Látum ekki innlenda og erlenda græðgiskalla eignast allt Ísland.
Semjum við Sparisjóðina og skerpum á þeim reglum að féð verði áfram án Hirðis en þjóni viðskiptamönnum og nærumhverfi eins og gömlu mennirnir hugsuðu dæmið.
Sá hugsunarháttur leiddi ekki til Hruns, hann leiddi til uppbyggingar, bæði atvinnulífs og efnahagslífs, sem skóp þá velferð sem við búum við.
Styrkjum það sem við eigum sjálf, byggjum upp á okkar eigin forsendum.
Við verðum kannski sveitaleg og púkó, en við verðum ekki undir hæl erlends braskarafjármagns og við bætum sveitamennskuna upp með sjálfsvirðingunni.
Það voru kannski ekki til lúxusjeppar og flatskjáir á öllum heimilum í gamla daga, en fólk hafði sjálfsvirðingu og metnað fyrir hönd barna sinna. Þess vegna byggði það öflugt menntakerfi og öflugt velferðakerfi.
Þá fannst enginn ICEsave metnaður í húsum, en á dimmum skíðkvöldum voru kannski sagðar sögur af hauslausum draugum, og hrylling frá fjarlægum löndum þar sem fólk var svo fátækt að það seldi börn sín í skuldaánauð. Og öll börn hrylltu sig og þökkuðu bæði fyrir raflýsinguna og það að foreldrar þeirra voru ekki svona fátæk, þeirra framtíð var trygg og örugg.
Við erum þessi börn, og ég hélt að við hefðum sama metnað fyrir hönd okkar barna.
Ótrúlegt hvað maður getur haft rangt fyrir sér. Ótrúleg grunnhyggni að halda að þegar allar lygarnar um alþjóðlegar skuldbindingar hefðu verið hraktar og sýnt hefði verið fram á það með skýrum rökum, sem ekki er hægt að hnekkja, að þá myndi þjóðin sameinast um að hrekja hina erlendu ICEsave ránsmenn úr landi, ásamt Óberum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
En ég hef mér það til afsökunar, að ég vissi ekki af tilvist ICEsave siðferðisins, að velmegunin hefði á einhverjum ákveðnum tímapunkti breytt þjóðinni, í stað sjálfsvirðingu og styrks, væri komin ótti og undirlægjuháttur.
Svo mikill undirlægjuháttur að fólk selur börnin sín til að halda friðinn.
Í fátækum löndum selja foreldrar börn sín sökum fátæktar en á Íslandi er það gert vegna innri fátæktar, fólk þekkir ekki lengur muninn á réttu og röngu, á sjálfsvirðingu og skítafýlu undirlægjunnar.
En þessi breyting mun ganga til baka, því gen áa okkar eru ennþá þau sömu.
Og þegar hin hljóða bylting manndómsins breiðir sig út um þjóðfélagið, þá er gott að þjóðin eigi þó sparisjóði sína til að byggja nýja endurreisn á.
Þau hyggindi kosta ekki mikinn pening.
Kveðja að austan.
Sparisjóðir vilja bæta fyrir sinn þátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 37
- Sl. sólarhring: 532
- Sl. viku: 5043
- Frá upphafi: 1400870
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 4375
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.