Rétt hjá Hugo.

 

Hann var allavega ekki svo mikið lítilmenni að ráðast á veikburða nágrannaþjóð, sem hefur verið bandalagsþjóð í áratugi, og rænt hana því litla sem eftir var eftir Hrun.

Vissulega var hann slæmur, en hann var ekki þjóðarníðingur eins og bretar og Hollendingar.

Og þegar hann framdi sín illvirki, sem vissulega voru mörg, þá framdi hann þau sjálfur, hann þurfti ekki að nota SamfylkingarLeppa til þess.

Ég hélt reyndar að hann hefði verið slæmur, en svo fattaði maður muninn á illmenni og níðingum.

Það síðarnefnda er ennþá ógeðslegra, því það er svo kaldrifjað.

Idi var bara geðveikur.

Kveðja að austan.


mbl.is Idi Amin var ekki svo slæmur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er semsagt skárra að drepa mann en að ræna hann? Er það munurinn á illmenni og níðingi?

Sigga (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Illmennið Idi var geðveikur, og hefði verið dæmdur ósakhæfur.

Þjóðnið breta munu leiða til ótímabærra andláta meðal íslensku þjóðarinnar svo ekki losna þeir við morðingja stimpilinn þegar sagan verður gerð upp.  Það vill svo til að íslenska þjóðin er svo vel stæð, að þau verða sjálfsögð ekki mörg, ekki eins og til dæmis og hjá forfeðrum núverandi níðinga sem ollu ótímabærum dauða milljóna á Írlandi fyrir um 150 árum síðan. 

En það er ekki málið þegar við erum að bera saman kaldrifjaðan djöfulsskap og illvirki geðsjúkra afbrotamanna, spurningin er alltaf hvernig þú lítur á þessa kaldrifjuðu ómennsku fólks sem hefur ekki geðveilu sér til afsökunar.

Mér finnst hún verri og get fært fyrir því mörg dæmi, hún er ólæknandi, en geðsjúklingum, sem drepa, má oft hjálpa til að skilja rangindi sinna gjörða.  

Við erum því að bera saman veikindi annars vegar og djöfulskap hins vegar, og í mínum huga er þetta ekki "to be or not to be" dæmi. 

Mér bíður alltaf meira við jakkafataklæddum illmennum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.11.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sigga.

Ég var ekki að leggja mat mitt á manndráp versus rán.  Ég var að velta fyrir mér og vega, illsku og ómennsku.  Og hvort mér þætti ógeðslegra og ómennskra, sú illska sem hlýst af geðveiki og truflum eða sú illska sem hlýst af kaldrifjuðum níðingsskap.  

Og það eru áratugir sem ég komst af þeirri niðurstöðu, að sú seinni er sínu verri og valdið miklu meiri hörmungum í gegnum tíðina.  Tveir af mestu fjöldamorðingjum sögunar, þeir ágætu forsætisráðherrar breta, sem annars vegar báru ábyrgð á hungursneyðinni á Írlandi, og hins vegar hungursneyðinni miklu á Indlandi, þeir eru dæmi um það síðarnefnda.

Og níðingsskapur breta í dag er angi af þeirri seinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2009 kl. 13:33

4 identicon

Geðveiki og ómanneskjuleg grimmd er ekki það sama og miklu erfiðara andlega að þola niðurlæginguna og hrottann af helberri grimmd en geðveikislegu ofbeldi manna.  Og tek undir pistilinn Ómar og finnst þú vera að fara með rétt mál. 

ElleE (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 998
  • Frá upphafi: 1321550

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 837
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband