Er það ekki augljóst.

Össur skyggði á Ingibjörgu.

Og óvild flokkshestanna risti djúpt.

Það var áberandi eftir Hrunið hvernig spunakokkarnir slógu skjaldborg um Ingibjörgu, þessa sem sagði á fundi með bankamönnum út í Danmörku að bankakerfið væri traust, og íslenskir skattgreiðendur, þessi stóri og fjölmenni hópur, myndi þá greiða skuldir bankakerfisins ef þeir sjálfir ættu ekki fyrir þeim, og þessi skjaldborg var gerð úr níði um Björgvin G. Sigurðsson.  Sem fyrri skrítna tilviljun var nánasti samstarfsmaður Össurar Skarphéðinssonar.  

Ekki það að Björgvin hafði ýmislegt á sinni samvisku, en það sama gilti um aðra ráðherra, blinda auga þeirra á vanda bankakerfisins var farið að yfirskyggja allt andlitið, í fjarlægð voru allir ráðherrarnir orðnir eins, því eina sem við blasti á þeim öllum var þetta svokallaða blinda auga.  En að byrja á svona moldvörpustarfsemi nokkrum dögum eftir Hrun, þegar stjórnkerfið þurfti að einbeita sér að því að bjarga því sem bjargað varð, það er ótrúlegt kaldlyndi.

Og fyrir þann nýstingskulda var Ástu, þeirri mætu manneskju og ötula baráttumanni mannúðar og jöfnuður fórnað, yfirkokkurinn var afklæddur sínum hvíta kokkagalla, og fékk þingmannsjakkaföt að gjöf, og öruggt þingsæti fyrir skítinn sinn.

En til hvers er verið að rifja þetta upp núna????

Hefur það farið fram hjá ellilífeyrisþegum að það á að selja land okkar í dag??????

Kveðja að austan.


mbl.is Uppstillingarnefnd vann gegn Össuri og Ástu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er þessi yfirkokkur sem þú vísar til, Magnús Schram?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Er það ekki augljóst líka.

Magnús greyið, fékk sina upphefð í Kraganum, var það ekki???  En fyrir hvað veit ég ekki, hefur hann styrk í skítadreifingu????

En Ástu var fórnað í Reykjavík.  

Og dálítið fyndið, þegar maður hugsar út í það, svona miðað við jafnaðartengingu Samfylkingarinnar, þá var annarri eldheitri hugsjónamanneskju skipt út fyrir kosningarnar 2007, því hún þótti ekki myndast nógu vel, svo var rödd hennar ekki heldur nógu sjónvarpsvæn.

Svona hugsunarháttur sker á alla jarðtengingu, það eitt er víst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.11.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 1659
  • Frá upphafi: 1412773

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1478
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband