Þetta eru Landráð, og þú munt sitja inni fyrir þau Guðbjartur.

 

Eðli alla glæpamanna er að segja, "ég braut ekki lögin".  

"Þetta er allt misskilningur".

Lítil ljót klíka landráðafólks í stjórnkerfinu hefur einsett sér að selja íslenskan almenning í skuldaþrældóm.

En í þriðju grein mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er þrældómur bannaður, og í Mannréttindasáttmála Evrópu er þrældómur bannaður, og líka öll ánauð, þar á meðal skuldaánauð.

Í stjórnarskrá Íslands er lagt blátt bann við "eftir á skattlagningu", ef EES samningurinn leiddi til óbeinnar ríkisábyrgðar, þá þurfti fyrst að koma til bein samþykkt Alþingis þar að lútandi.  Sama löggjöf gildir í öllum öðrum vestrænum lýðræðisríkjum.

Að samþykkja svona ríkisábyrgð vegna einhvers sem átti sér stað fyrir nokkrum árum síðan, án þess að lagaheimild væri til staðar, er stjórnarskrárbrot.

Og það er stjórnarskrárbrot að samþykkja ríkisábyrgð þar sem eigur íslenska ríkisins eru undir.

Ef Samfylkingunni langar svo mjög í ESB, þá geta flokksmenn hennar lagt sínar eigur að veði, það að veðsetja eigur þjóðarinnar vegna ESB draum Samfylkingarinnar er stjórnarskrábrot.

Og það eru brot á Landráðakafla almennra hegningarlaga að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar fyrir erlend ríki.

Til dæmis fékk Arnold Trehold að dúsa í fangelsi í áratugi, vegna þess að Norðmenn banna Landráð.  Stjórnarráð Íslands og stjórnarskrá Noregs eru keimlíkar.

Og Samfylkingin í sínum svikum og landráðum geng íslenskri þjóð gleymir einu.  Ísland er réttarríki, þar sem dómsvald er þriðja grunnstoð lýðræðisins.

Það dugar að Jón Íslendingur, sem vill ekki gera börn sín að skuldaþrælum breta og Hollendinga, höfði mál, og þá mun dómstólar skera úr um þau stjórnarskrárbrot sem blasa við öllum.

Samfylkingin kúgar ekki dómsstóla landsins, þó hún hafi svínbeygt hugsjónafólk VinstriGræna.

Það er þannig með kúgarann, að hann getur ekki kúgað alla.

Réttlætið sigrar að lokum.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Stangast ekki á við stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn sem hafa sett málið í þennan farveg og þykjast getað skuldbundið þjóðina með þessum hætti verða að gera sér grein fyrir því að þeir geta fengið á sig stefnu og ákæru fyrir stórkostleg afglöp og lögbrot.

Og það er mjög líklegt að það þeim verði stefnt ef þeir ætla að halda áfram á þessari braut.

Toni (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 14:24

2 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Skeleggur Ómar, glöggur ertu.

Lögfræðingur á Alþingi, Vigdís Hauksdóttir, sagði þar í þingræðu: "Í 77. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram eftirfarandi ákvæði, með leyfi forseta: “Enginn skattur verður lagður á, nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum, þegar þau atvik urðu, sem ráða skattskyldu” – [endurtekur:] “þegar þau atvik urðu, sem ráða skattskyldu.” Hér erum við komin að algeru grundvallaratriði. Hér er verið að veita ríkisábyrgð á löngu orðinn hlut, og þetta er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá." Nánar HÉR!

Menn lesi líka grein Sigurðar Líndal lagaprófessors í Fréttablaðinu í dag, bls. 30: Icesave og stjórnarskrá.

Stöndum á rétti þjóðarinnar!

Kristin stjórnmálasamtök, 19.11.2009 kl. 14:59

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk  fyrir innlitið félagar, félagasamtök.

Já, er Ísland réttarríki???????

Úr því verður skorðið.

Ef 33 menn geta lagt ómældar þrælaskuldbindingar á þjóð sína án skýra lagaheimilda, og án þess að rökstyðja með öðrum rökum en þeim, "af því bara", þá er Ísland þrælaríki.

Hvað gera þeir næst??

Senda 100 óspjallaðar meyjar til Arabíu til að liðka fyrir olíuviðskiptum vina sinna í ESB???

Eða liðka fyrir gasviðskiptum við Rússa með því að lána Rússneskum viðskiptamönnum 1.000 listræna verktaka í pútnahús????

Lögbrot?????

Ég hef lesið stjórnarskrána, þar ekkert kveðið á um slíkan skepnuskap, ekki frekar en að einbeittur brotavilji til að gera þjóðina gjaldþrota er bannaður með beinum lagatexta.

Stjórnarskráin þyrfti að vera upp á milljón og eina síðu, ef öll þau fólskuverk sem siðblindir mútuþegar og mannhatarar láta sér detta í hug, eru orðuð fyrirfram og bönnuð.

Slíkt er ekki hægt, því skoðar dómsstóll eðli og tilgang laganna.  

Stjórnarskrá Íslands er sett til að tryggja fullveldi Íslenska lýðveldisins, og tryggja rétt og velferð þegna þess lýðveldis.

Stjórnarskrá Íslands var ekki sett í þeim tilgangi að löghelga þjófnað erlendra ríkja á eigum íslensks almennings.

Ef það er löglegt, þá er allt löglegt, nema það sé fyrirfram bannað með beinu orðalagi.

Þá er hægt að drepa mann til dæmis með þeim orðum að ekki sé um manndráp að ræða, heldur aðlögun að lífi í öðrum heimi, hvar er sú aðlögun bönnuð????

Og bankarán munu kallast leiðrétting á eigin fé bankanna, og nauðganir heildrænt kynlíf með óbeinu samþykki beggja aðila.

Það er óendanlega hægt að snúa út úr lögum.  

En aðeins bananalýðveldi, þar sem dómsstólum og stjórnvöldum er mútað, horfa með blinda auganu á þá mútur, og samþykkja þá hundalógík sem notuð er til að breiða yfir glæpinn.

Og íslenskir dómsstólar eru ekki bananar.

Kveðja að austan,

Ómar Geirsson, 19.11.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1373064

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband