18.11.2009 | 22:10
"Ég lifi í draumi".
Álbirgðir eru í sögulegu hámarki.
Ef til dæmis bílaiðnaður tekur ekki við sér fljótlega, þá er voðinn vís fyrir álfyrirtæki heims. Verðið mun falla niður úr öllu valdi.
Og ef Century er ekki búið að tryggja fjármögnun álversins nú þegar, þá verður slíkt mjög erfitt þegar vrðfallið hefst, það er mjög sjaldgæft að fjárfestar vilji setja fjármuni í bullandi taprekstur.
En vissulega er ekkert ómögulegt.
En þá er það orkan. Hvaðan kemur hún????
Bæði hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur eru á ystu nöf fjárhagslega, og eiga mjög erfitt með að fjármagna sig.
Og það er ekkert í hendi með orkuöflunina að öðru leyti, ýmislegt bendir til að framkvæmdagleðin sé komin fram úr því sem er búið að rannsaka, og undirbyggja sem öruggan virkjunarkost.
Síðast þegar það var gert í jarðhitavirkjun, þá fór sú virkjun beint á höfuðið.
Því þegar hlutir eru ekki fullrannsakaðir, þá vill falla til ófyrirsjáanlegur kostnaður. Og slíkt gæti orðið banabiti hálfgjaldþrota fyrirtækja.
Vissulega gætu allir þessir óvissuþættir gengið eftir, vissulega gat bankakerfi sem var 12 sinnum stærra en baklandið, staðist af sér Kreppu, vissulega gátu Sovétríkin sálugu dafnað önnur 70 ár í viðbót, hið ólíklega getur vissulega gerst.
En slíkt gerist því miður oftast í draumi, til dæmis mjög algengt í Hollywood myndum.
Er lífið á Suðurnesjum kannski Hollywood kvikmynd????
Kveðja að austan.
Framkvæmdir komist á fullt skrið í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 629
- Sl. sólarhring: 754
- Sl. viku: 6213
- Frá upphafi: 1400152
Annað
- Innlit í dag: 573
- Innlit sl. viku: 5337
- Gestir í dag: 544
- IP-tölur í dag: 534
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kína mun sennilega sitja eitt að USA. Álver hér þurfa ekki að áhyggjur með nýja miðgengi krónunnar gagnvart evru með hún fylgir Dollar. Icesave tryggir örugglega líkur á almennt lægri launakostnaði hér á landi í augum alvöru fjárfesta.
Júlíus Björnsson, 19.11.2009 kl. 05:48
Blessaður Júlíus.
Já draumur auðvaldsins um láglauna stóriðjuland er kannski að rætast.
En eigum við ekki bara að segja "over my dead body", þetta er ekki draumur þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.11.2009 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.