Sigmundur, leiðtogi er klókur, ekki bjánaprik.

Allt sem þú segir, er satt og rétt.

Augljóst öllu skynsömu fólki, og margir í Samfylkingunni skilja þetta líka, svona innst inni.

En skattur á hina ofurríku er ekki bara sanngjarn, hann er nauðsynlegur hluti þess að ná sátt við þjóðina.

Þjóðin situr uppi með kostnaðinn af Hruninu, það gengur ekki að á sama tíma séu til íslenskri ríkisborgarar sem vaða í Hrunpeningum, án þess að þeir skili til baka sanngjörnum hluta af gróða sínum.

Því það voru aldrei neinar forsendur fyrir þessum gróða, og þessari eignamyndun.  Þetta var bóla, þar sem sumir náðu  að leysa til sín hagnað áður en hún sprakk.  Og sá hagnaður eru þeir peningar sem bankarnir fengu að láni erlendis og við erum núna krafin um.

En þennan auðmannaskatt má útfæra betur, hafa kannski mörkin hærri en eignarskattsprósentuna miklu hærri, ekkert óeðlilegt að hún fari yfir 50 %, því í raun er þetta ekki skattur, það er verið að endurheimta ránsfeng, og skila honum aftur til eiganda sinna.

Og, ef þú hefðir sans fyrir pólitík, Sigmundur, þá hefðir þú lagt til róttækari tillögur í þá veru sem hér eru reifaðar, og einnig má lesa um í bloggpistli mínum hér á undan.  

Vegna þess að það eru svona atriði sem skilja milli feigs og ófeigs, hvort á þig sé hlustað eður ei.

Auðmannatengsl Framsóknarflokksins eru alþekkt.

Þú þarft að slíta þau tengsl, jafnvel þó það sé sársaukafullt fyrir þig.

Þú verður aldrei þjóðarleiðtogi ef þú tekur ekki þjóðarhag fram yfir eigin hag, og þinna flokksmanna.  

Og það er sorglegt því þú hefur alla burði til þess að leiða þessa þjóð.

Þekking þín og skilningur á efnahagsmálum er slíkur, að vandfundinn er sá maður á Alþingi sem kemst í þín föt hvað það varðar.  Það er að segja, ef Lilja Mósesdóttir klæðist ekki jakkafötum.

Þess vegna Sigmundur, átt þú að heimsækja Steingrím Hermannsson um helgina og fá námskeið hjá honum um lögmál stjórnmála, þar hefur hann yfirburðarþekkingu.  

Þá gætir þú orðið sá maður í íslenskum stjórnmálum sem leiðir, en ekki gagnrýnir.

Kallast það ekki þjóðarleiðtogi?

Kveðja að austan.


mbl.is Ýtir undir landflótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér Ómar, vona að Sigmundur hafi vit á að taka hann til sín, áður en að það verður of seint fyrir hann.

Kv. JIK

Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón Ingi,

Pistillinn var reyndar vel meintur, Sigmundur talar af viti og skynsemi um flest það sem viðkemur Kreppunni og þeim úrræðum sem þarf að grípa til að leysa hana.

En pólitíska nef hans er ekki nógu þróað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2009 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 454
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 4297
  • Frá upphafi: 1329828

Annað

  • Innlit í dag: 369
  • Innlit sl. viku: 3738
  • Gestir í dag: 336
  • IP-tölur í dag: 328

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband