Öskuhaugahagfræðin

Í boði Félagshyggjustjórnar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hent út úr Argentínu, með skömm og fyrirlitningu allra landamanna, þá var ástandið skelfilegt. 

Gífurleg erlend gjaldeyrislán höfðu verið tekin hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sagt til að styrkja gjaldmiðilinn, en reyndin var sú að það tók féspákaupmenn 4 klukkutíma að klára lánin.  Eftir sat gífurlega skuldsettur ríkissjóður, sem hafði ekki efni á að greiða laun sem dugðu fyrir framfærslu ríkisstarfsmanna. Auk þessa höfðu alltof háir stýrisvextir lamað einkageirann, fyrirtæki lokuðu umvörpum og atvinnuleysi fór upp úr öllu valdi.

Þessi hagfræði heimskunnar, sem íslenskir vinstrimenn bjóða landsmönnum upp á þessa daganna, var kölluð Öskuhaugahagfræði.

Því aldrei áður hafði það gerst á friðartímum í velstæðu ríki, að fullvinnandi almenningur þurfti að láta enda ná saman með því að dvelja á öskuhaugum í frítímum sínum til að leita sér að einhverju ætilegu til að seðja sárasta hungur fjölskyldna sinna.

Mér er ennþá minnisstætt fréttaskýring sem Morgunblaðið birti um ástandið og þar voru myndir og viðtöl við hjúkrunarfræðinga og kennara, millistéttarfólk í fullri vinnu, sem treysti á öskuhaugana til að brúa bilið um miðjan mánuðinn þegar laun þess sem það fékk frá ríkinu, voru uppurinn.

Svona er Nýfrjálshyggjan í sinni tærustu mynd hugsaði ég með mér.

En á Íslandi er þessi Öskuhaugahagfræði kennd við Félagshyggjuna, hún er í boði hennar, en helsti styrktaraðili er Alþjóðagjaldeyrissóðurinn eins og var í Argentínu.

Gott og vel, kennarar, jarðfræðingar og flugfreyjur þykjast hafa meira vit á hagfræði en Lilja Mósesdóttir, okkar best menntaði hagfræðingur i efnahagskreppum og afleiðingum þeirra.  Sjálfsagt hefur Lilja fengið próf sitt í Nígerískum bréfaháskóla.

En ég vil ráðleggja þessu gæfufólki, fyrst það er svo staðráðið að hafna heilbrigðri skynsemi og hengja örlög íslenskrar alþýðu utan í vagn Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að það má þá alltaf læra af reynslu Argentínumanna, læra hvernig þjóðin fór þá af því að þrauka þessi hörmungarár, þegar tekjur ríkisins fóru í vexti og afborganir af erlendum lánum.

Lokið Sorpu, opnið Gufuneshaugana.  

Það gæti bjargað mörgum frá sáru hungri.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ekki hætta á greiðsluþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar.

Argentína gafst upp á endanum og hætti að greiða þessar meintu skuldir var það ekki?

Kveðaja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 18.11.2009 kl. 02:08

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Jú, að lokum var gripið inn í og Alþjóðlegum fjárbröskurum var tilkynnt að þjóðinni yrði ekki fórnað fyrir fjárkröfur þeirra.  Og Argentína fékk til liðs við sig lögfræðiskrifstofu í Bandaríkjunum, sem sérhæfir sig í að endursemja um skuldir við alþjóðlega fjármagnseigendur. 

Vissulega héldu þeir áfram að greiða af lánum sínum, en það var samið um að mig minnir reyndar, um bæði lengingu á lánstíma, vaxtakjör, og niðurfellingu af hluta skuldanna.  En um þetta má allt lesa á netinu fyrir þá sem áhuga hafa..

Og það er staðreynd að núna í 15 ár, hafa ekki borist neinar fréttir af dvöl kennara og hjúkrunarfræðinga á öskuhaugum Argentínu.

En ég ætlaði að semja ítarlegri pistil um þessa Öskuhaugahagfræði, og afla mér ítarefni í hana.  En það bíður betri tíma,  hugtakið er komið á blað, og svo mun ástand efnahagsmála ráða hvort ég telji þá vinnu vera fyrirhafnarinnar virði.

Eins og ég ræddi við þig í spjalli okkar í vor, þá missti ég allan áhugann fyrir rúmum 20 árum síðan að eyða kröftum mínum að frelsa óviljuga.  Það er engin stemming fyrir breytingum í dag.  Almenningur virðist ætla að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti. 

Og það er líka valkostur, sem ég ætla að virða.

Eigum við ekki að kalla að skriðdreki hafi sent sprengju á vígi mitt þar sem ég lá í fjallshlíðinni í holu minni og dritaði fýlusprengjum yfir hernámsliðið, núna ligg ég óvígur eftir og baráttu minni lokið, í bili að minnsta kosti.  Ég tel mínúturnar þar til þeir samþykkja ICEsave, ég held meira að segja að ég sé búinn að gleyma innihaldi lokapistils míns, pistils, sem ég reyndar vil að verði lesinn, því í honum ætla ég að reifa varnir þjóðarinnar.  Þess vegna neyðist ég að halda úti lágmarks virkni í pistlaskrifum, en mér finnst það svínslegt hvað þeir draga þetta mál, jafnvel illkvittnara en öll mín illkvittni samanlögð.

Því það er búið að semja og ákveða ICEsave.  Aðeins reiðibylgja út í þjóðfélaginu gat síðan hindrað að það gengi eftir.  Og sú bylgja er minna sýnilegri en bylgja eftir smástein sem þú kastar úti á miðju Atlantshafi.  Þjóðin hefur sætt sig við glæpinn.

En annars tel ég að málin þurfi að gerjast meira en orðið er.  

Ég viðurkenni að kreppan varð ekki eins skörp og ég reiknaði með, fyrst og fremst vegna þess að bandaríski Seðlabankinn náði til að stöðva hrun fjármálamarkaða.  En þeir sem vöruðu við kreppunni, eru ennþá harðir að þetta sé aðeins byrjunin, ójafnvægið sé svo mikið, og þau vinnubrögð sem komu heiminum í kreppu, eru ennþá ráðandi.

Og svo voru komnir svo miklir peningar í umferð mánuðina rétt fyrir Hrun, að það tekur tíma fyrir þá að þorna upp.  Og á meðan bítur Kreppan ekki svo mjög.  

En hvort þetta sé svikalogn, eins og þegar er þegar hann er að skipta um vindátt, það veit ég ekki.  Ég hef lesið mér aðeins til um Kreppuna miklu, og þar var nákvæmlega svona ferli í gangi, það var reynt að tala kreppuna burt, og skammtímabati kom tæpu ári eftir hrun, en svo hrundi allt, meðal annars vegna þess að það var ekkert gert til að vinna gegn þeim öflum sem og kröftum sem ollu hinni endanlegri Kreppu.  

En það er verið að gera slíkt í dag, hagstjórn öll er miklu öflugri (nema á Íslandi, þar er verið að auka vandann), en dugar það til?????

Ég vona það besta, en óttast það versta, það er allt til staðar sem sagan hingað til kennir okkur að endi með ósköpum.  En hins vegar hafa aldrei áður í sögu mannkyns, verið eins öflugir kraftar sem vinna gegn hörmungunum, til dæmis Sameinuðu þjóðirnar, alþjóðlegar mannréttindahreyfingar, mannúðarsamtök og félagshreyfingar eins og World social forum, svo eitthvað sé nefnt.

Þannig að það er alltaf von.  

Og á Íslandi!, okkar vandi er sjálfsskaparvíti heimskunnar, og við slíku er ekki til lækning, nema raunveruleikinn sjálfur.

Hvort sá raunveruleiki kostar bein mannslíf og aðrar hörmungar, verður að koma í ljós.  En það er ekkert sem ég get gert til að hindra slíkt.  

Eins og við höfum sagt, þá þurfum við gömlu mennirnir að vera tilbúnir þegar kallið kemur, og það mun koma.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 18.11.2009 kl. 09:37

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Og við verðum það Ómar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 18.11.2009 kl. 23:56

4 identicon

"En það er verið að gera slíkt í dag, hagstjórn öll er miklu öflugri (nema á Íslandi, þar er verið að auka vandann), en dugar það til?????"

Nei, á Íslandi vinna enn rottur í banka- og stjórnkerfinu.  Hér er eitt dæmi:

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/981084/

ElleE (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 00:03

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð.

Já, við verðum þar Arinbjörn.

Og Elle, heldur þú í eina mínútu að það sé skrítin tilviljun að Yngvi Örn hafi þessa vinnu í ljósi greinaskrifa hans í vetur þar sem hann mærði uppgjöfina við breta????

Eða er þetta höndin sem fæðir?

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 19.11.2009 kl. 08:23

6 Smámynd: Umrenningur

Ætli ég verði ekki í nágrenni við ykkur "gömlu mennina" , við gætum þá skellt í okkur alvöru kaffi og lummum fyrir baráttuna.

Íslandi allt

Umrenningur, 19.11.2009 kl. 09:34

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Já kæri Umrenningur minn.

Þess vegna máttu ekki flytja úr landi.

Við erum orðnir svo gamlir, að það eina gagn sem við gerum er að falla fyrir börn okkar.

Og verðum stoltir af.

Þrælaland Íslands, í boði auðvalds og félagshyggjunnar, er ekki valkostur fyrir börn okkar, og vonandi barnabörn, þó ekki sé það í mínu tilviki,  það er okkar að hindra það,

kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 19.11.2009 kl. 09:52

8 Smámynd: Umrenningur

Ómar minn það er nú ekki eins og ég sé að yfirgefa baráttuna alveg í hvelli, ef af verður þá gerist það ekki fyrr en haustið 2010. Ég ætla bara rétt að vona að umskiftin verði yfirstaðin eða langt komin þá, en þá verð ég víst að leggjast undir feld og ákveða hvort ég fer á eftir frúnni eða klára baráttuna með ykkur. Þannig að næsta árið að minnsta kosti er hægt að nýta krafta mína í þágu baráttu fyrir mannvænna þjóðfélagi án þrælahlekkja esb, niðurlendinga og breta.

Íslandi allt

Umrenningur, 19.11.2009 kl. 14:04

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Umrenningur, þetta er alltaf stóra spurningin; Hvað eigum við að gera????

Skjóttu á mig netfangi, omargeirs@simnet.is, svo ég  geti spjallað við þig í næði.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 19.11.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1373066

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband