17.11.2009 | 10:50
Linkar á nokkra bloggpistla um ICEsave ábyrgðina
Ágætur lesandi þessara bloggsíðu benti mér á að fólki vantaði upplýsingar um staðreyndir ICEsave málsins, stjórnvöld fullyrða að þetta séu þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands og við verðum að borga til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar landsins. Reyndar er búið að afsanna rækilega þær fullyrðingar, án þess að landsdómur hafi komið saman og sett þá ráðherra af sem hafa logið svona rækilega að þjóð sinni. En í stað beinnar lygi, þá hefur ýmis hálfsannleikur dúkkað upp og út frá honum hafa Borgunarsinnar reynt að ljúga skuldinni upp á þjóðina.
Hér á eftir ætla ég að taka saman nokkra linka á pistla mína þar sem ég hef út frá fyrirliggjandi gögnum, reynt að takast á við fullyrðingar Borgunarsinna og hrekja þær. Grunnur minnar rökfærslu eru greinar eftir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem hann skrifar í samvinnu við Lárus Blöndal hæstaréttarlögmann, Sigurð Líndal lagaspeking, Herdísi Þorgeirsdóttur lagaprófessor, og forseta samtaka Evrópskra kvenlögfræðinga, og Björgu Thorarensen lagaprófessor og forseta Lagdeildar Háskóla Íslands. Á móti þessum þungavigtarlögfræðingum hafa skrifað einn fyrrverandi lögfræðingur Evrópusambandsins, einn meistaranemi í lögfræði, einn hæstaréttarlögmaður, og nokkrir leikmenn, eins og Kristinn H. Gunnarsson og Jón Baldvin Hannibalsson.
Bara þessi upptalning ætti að gera fólki ljóst, á hvaða hæpnum grunni málstaður Borgunarsinna er reistur, þó vissulega hafi mástaður þjóðarinnar fengið litla kynningu í fjölmiðlum, þá hafa okkar ágætu fjölmiðlamenn ekki fengið neina þungavigtarmenn til að mæla gegn þeim, þrátt fyrir mikinn vilja í þá átt. Lögin eru með þjóðinni í þessu máli.
En fyrsti linkurinn er á pistil um helstu lög og lagatexta, ásamt tilvísun í Björg Thorarensen þar sem hún útskýrir ólögmæti þeirrar kúgunar sem Alþingi er að skrifa upp á.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/899544/
Næst er linkur á pistil þar sem ég kryfja einu fréttaskýringu um ICEsave málið, en hún var í Fréttablaðinu síðla vetrar. Sérstaklega vil ég vekja athygli á þeirri staðreynd að blaðamaður Fréttablaðsins fékk engan til að tjá sig undir nafni gegn þjóðinni, menn sögðu honum álit sitt, en höfðu svo ekki tíma til að segja nafn sitt. Málstaðurinn ekki betri en það.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/901159/
Í næstu tveimur linkum tek ég fyrir helstu rök Borgunarsinna á Netinu og skoða hvaða rök búa á bak við fullyrðingar þeirra.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/901306/
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/901356/
Næstu tveir pistlar eru um neyðarlögin og hvort þau valdi ábyrgð. Þetta eru almennar pælingar gegn þeim hræðsluáróðri, að ef við borgum ekki lágmarksinnstæðutryggingu, þá falli öll innlán á þjóðina. Ég vísa í báða pistlana, því ég hef rekið mig á að mjög margir trúa þessari vitleysu.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/905878/
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/905882/
Næstu tveir pistlar eru frekari útskýringar á tilskipun ESB um innlánstryggingar, sá fyrri ræðir hugsun hennar en sá seinni er útdráttur úr innslögum mínum hjá öðrum bloggurum þar sem ég tókst á við þau rök, að fyrst peningar voru ekki til í tryggingasjóðnum, þá hljóta íslensk stjórnvöld að vera ábyrg. Í þessa röksemd hafa margir Borgunarsinnar fest sitt haldreipi við, og því er Íslendingum hollt að kynna sér rökvillu þeirra.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/905882/
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/910263/
Því næst vil ég vísa í pistil þar sem ég tek í gegn málflutning einhvers kúgara frá ESB, sem fékk umfjöllun fjölmiðlafólks, því sumir telja að allt sem komi að utan hljóti að vera rétt, líka þegar útlendingarnir krefja það um aleigu þess.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/910764/
Næstu tveir pistlar eru tilraun mín til að kryfja málflutning þeirra tveggja lögfræðimenntaða kvenna sem töluðu fyrir málstað breta. Hugsunin er sú að fólk máti okkar rök gegn þeirra, er um mismunandi sjónarmið að ræða, eða um rökleysu?
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/910891/
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/915699/
Og loks eru það stjórnmálamennirnir tveir, Kristinn og Jón. Vilji þeirra til að níðast á fyrri umbjóðendum sínum er aðdáunarverður, en byggist á falsrökum, og gott að fólk geri sér grein fyrir því.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/936127/
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/948215/
Og loks langar mig að linka á pistil undir því fróma nafni, "Þegar Jón fór í lögin, þá kom Siggi og flengdi hann". En þar tek ég fyrri frábæra grein Sigurðar Líndal þar sem hann tók Jón Baldvin á hné sér og flengdi hann. Eftir þessa grein Sigurðar hef ég ekki gert tilraun frá eigin brjósti til að taka saman staðreyndir ICEsave málsins, þær eru allar hjá Sigurði, þannig að betur verður ekki gert.
En greinasafnið hérna að ofan sýnir hvernig umræðan hefur þróast, og tekur utanum rök þjóðarinnar gegn andskotum sínum.
Njóti þeir sem njóta vilja.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 20
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 1244
- Frá upphafi: 1412798
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1094
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært. Takk kærlega fyrir að setja þetta á einn stað, það gerir alla staðreyndaleit mun auðveldari. Svo er spurning hvort fleiri þjóðhollir bloggarar eins og http://eeelle.blog.is/ og http://kreppan.blog.is/ ásamt fleirum væru fáanlegir til að gera það sama.
Íslandi allt
Umrenningur, 17.11.2009 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.