Hugleiðingar um réttmæti ríkisábyrgðar á ICEsave innlánsreikningunum.

Við eigum að borga segja Borgunarsinnar.  Því það stendur í lögum og reglum Evrópusambandsins. 

Í grein minni hér að framan um Fáfræði Samfylkingarfólks í ICEsave deilunni þá týndi ég til helstu röksemdir þeirra og benti á að engin af þeim stenst nánari skoðun.  En ég ákvað að gefa siðfræði ICEsave málsins eina grein.

Því það slær mig að réttsýnt og heiðarlegt fólk, sem má örugglega ekki vamm sitt vita, að það samþykkir umyrðalaust að eitthvað yfirþjóðlegt skrifstofu og reglugerðarbákn geti sett lög og reglur sem gætu við verstu aðstæður, lagt líf og lífsafkomu almennings í aðildarríkjum EES í rúst.   Það er eins og þetta ágæta Borgunarfólk hugsi mál sitt ekki til enda; Hefur einhver þann rétt að geta gert meðbræðrum sínum slíkt, og hafa stjórnvöld viðkomandi aðildarríki rétt til að samþykja lög og reglur sem gætu haft svona skelfilegar afleiðingar?

Og hafi það þennan rétt, hvar endar þá sá réttur???  Hve langt má ganga í að brjóta á rétt almennings í viðkomandi löndum?  Hve langt má ganga í að eyðileggja lífsafkomu og lífsskilyrði almennings í nafni laga og réttar??

Hvert er réttmæti slíkra laga??????

Sumt er einfaldlega rangt.  Sumt má bara ekki, til dæmis að éta meðbræður sína, pynta þá og myrða, misþyrma þeim, eða leggja líf þeirra í rúst með óréttmætum lögum.

Þess vegna finnst mér óskiljanlegt að einhver skuli sætta sig við að greiða þessa kúgun, bara vegna þess að hann heldur að lögin kveði á um það.  Þó liggja ekki fyrir nein skýr lög eða lagatexti um þessa greiðsluskyldu, og enginn dómur hefur fallið þar um.

Samt heldur fólk  að þjóðin eigi að greiða ríkisábyrgð upp 1.000 milljarða.

Hver er hin heilbrigða skynsemi á bak við þá skoðun. 

Og þekkir fólk ekki muninn á réttu og röngu?????

Kveðja að austan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband