Lokahrina orrustunnar um Ísland hefst í dag.

ICEsave frumvarpið kemur úr nefnd í dag.

Sé illvilji ríkisstjórnar Íslands gagnvart þjóð sinni hertur af rangfærslum og lygum, þá gæti glæpurinn verið samþykktur í skjóli nætur.  Nóttin er ekki bara tími hugljúfra drauma, þá vilja líka skuggaverur fremja sín illskuverk.

ICEsave illvirkið er glæpur gagnvart sjúkum, öldruðum og öryrkjum.  Þeim bræðrum okkar og systrum sem minnst mega við niðurskurði velferðarkerfisins.  Þar mun ríkisstjórn Íslands finna hin breiðu bök sem með blóði sínu og svita munu greiða hinar ólöglegu fjárkröfu á hendur íslenskri þjóð.

Undanfarna dag og vikur hafa fjölmiðlar landsins fyllst af tifandi smámennum sem hafa logið þessari skuld upp á þjóð sína.  Þessar aumkunarverðu manneskjur, hálaunafólk úr háskólunum eða atvinnulífinu, eða hjá verkalýðshreyfingunni, vita eins og er að það er borð fyrir báru hjá þeim.  Og þau eru í aðstöðu til að ná til baka þeirri tekjuskerðingu sem ICEsave reikningurinn mun valda þjóðinni.  

Sá sem kemst upp með að fórna öðrum, hann öskrar á fórnina.

Gömul saga og ný um lægstu hvatir manneskjunnar.

 

Í dag og á morgun mun ég standa vaktina og miðla upplýsingum og staðreyndum ICEsave málsins í bloggi mínu.  Það er mín aðferð til að geta horfst í augun á barnabörnum mínum þegar þau spyrja hvernig þetta gat gerst, að fámenn klíka stjórnmálamanna komst upp með að svíkja þjóð sína og selja börn hennar í skuldaþrældóm.

Ég mun segja að ég hafi notað orð mín til að vega að svikurunum, til að afhjúpa blekkingar þeirra.  Ég hafi reynt mitt besta.

Og dagurinn í dag og dagurinn á morgun mun skera úr um hve margir munu geta gert slíkt sama, horfst í augun á afkomendum sínum, fórnarlömbum ICEsave svikanna, og sagt:

Ég reyndi mitt besta.

Kveðja að austan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Gangi þér og okkur öllum vel.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.11.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Axel.

Já, gangi okkur öllum vel.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 497
  • Sl. sólarhring: 690
  • Sl. viku: 6228
  • Frá upphafi: 1399396

Annað

  • Innlit í dag: 422
  • Innlit sl. viku: 5277
  • Gestir í dag: 388
  • IP-tölur í dag: 382

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband