Hvernig er það, sagði Þjóðfundur Samfylkingarinnar ekki að það væri ljótt að ljúga???

Guðbjartur Hannesson sagði í fréttum Ruv í kvöld eitthvað á þá leið að sumir fyrirvarar Alþingis vegna ICEsave ríkisábyrgðarinnar, kæmu betur út í Svarssamningi hinum nýja.

Guðbjartur Hannesson röksuddi ekki þetta álit sitt.  Guðbjartur Hannesson hefur aldrei gert neina tilraun til að útskýra þennan samning fyrir þjóð sinni, hvorki í blaðgreinum, ræðum eða á öðrum þeim vettvangi sem hann hefur til að koma upplýsingum á framfæri.

Hann bara fullyrðir eitthvað án rökstuðnings í máli sem varðar líf og limi landsmanna um ókomna framtíð.

Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor, og Lárus Blöndal, hæstaréttalögmaður, skrifuðu grein í Morgunblaðið þar sem þeir tóku helsta fyrirvara Alþingis í sumar, og báru saman við fyrirvara Svavars samnings hins nýja.  Niðurstaða þeirra var afdráttarlaus:

Niðurstaða þessa samanburðar er afdráttarlaus. Þeir fyrirvarar sem mestu skiptu til að takmarka ríkisábyrgðina vegna Icesave-samninganna eru nánast að engu orðnir út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Skuldbindingar íslenska ríkisins eru á ný orðnar óljósar og ófyrirsjáanlegar bæði hvað varðar fjárhæðir og tímalengd.

Vera kann að Alþingi samþykki umrætt frumvarp engu að síður og þá út frá öðrum brýnum sjónarmiðum en lögfræðilegum. Um það verður ekki rætt hér. Hins vegar er ljóst að fyrirvararnir sem settir voru fyrir ríkisábyrgðinni í haust geta ekki verið réttlæting fyrir því að samþykkja ríkisábyrgðina samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi.

Þessari niðurstöðu þeirra félaga hefur engin gert tilraun til að hnekkja á opinberum vettvangi.  Við megum aldrei gleyma því að um er að ræða ríkisábyrgð upp á um 1.000 milljarða með vöxtum.  Þegar okkar virtasti starfandi lagaprófessor skrifar grein í dagblað þar sem hann kemst að þessari niðurstöðu, og engin gerir athugasemd við, þá er ljóst að hann hefur því miður rétt fyrir sér.

Reyndar skrifaði aðstoðarmaður Steingríms Joðs í Svavars samningi hinum nýja svargrein í Morgunblaðið, en efnislega sagði hann ekki neitt, minnir þó að hann hafi fullyrt eitthvað, til dæmis að hann væri sterkari en Jón Páll, eða annað sem menn geta sagt út í loftið.

En ef Samfylkingin krefst heiðarleika á þjóðfundi sínum, er lágmarks krafa að þingmenn hennar fari eftir þeirri kröfu og hætti að ljúga að þjóð sinni.

Ríkisstjórn Íslands sveik þjóðina í ICEsave málinu, og vanvirti Alþingi með hinu nýja frumvarpi.

Verði það samþykkt, þá er ljóst að Ísland er ekki lengur lýðræðisríki.

Kveðja að austan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðbjartur Hannesson treystir á að blaðamenn spyrji hann ekki spjörunum úr.

Það eina sem þessi þjóðarfundur gerði var að taka allt bit úr merkingu orða og hugtaka og koma með lager af slagorðum í staðin. Sennilega verða það aðallega bankar og tryggingafélög sem munu nýta sér þetta slagorðasafn þjóðarinnar í auglýsingum sínum, og svo auðvitað stjórnmálamenn í kosningabaráttu.

Toni (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 01:52

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Já, þetta er sorglegt allt saman.  Bæði fagleg vanhæfni fréttamanna Ruv, sem og hitt að góð hugmynd fór í hundskjaft hvað þennan þjóðfund varðar.  

En ég er búinn að semja orrustulýsingu mína, hér að ofan, fyrsta blogg dagsins.  Mín leið til að hvetja alla til að spá í spegilmynd sína á gamals aldri.

Það er eins með ICEsave glæpinn og hópnauðgunina í miðjum Central Park, fjöldinn horfir á en gerði ekkert.  Eini munurinn er sá að hópnauðgunin gerðist fyrirvaralaust og sjálfsagt panikaði fólk sem varð vitni af svívirðunni, en hópnauðgun Félagshyggjunnar á þjóðinni er rækilega auglýst fyrirfram þannig að panik afsökunin er ekki gild.

Hvað afsökun notar fólk þá????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 2648
  • Frá upphafi: 1412706

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2312
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband