Augljós staðreynd.

Hærri skattar minnka tekjur ferðaþjónustunnar. 

Og í dag er þessi aðgerð ennþá heimskulegri en í venjulegu árferði.  Efnahagslíf heimsins er í mikilli lægð.  Til dæmis fer hrina uppsagna um Evrópu.  Enginn veit hver verður næstur á uppsagnalistanum.  Hin sálrænu áhrif eru þau að fólk dregur úr útgjöldum sínum, sparar þar sem það getur sparað, leggur fyrir til að mæta væntanlegum áföllum.  

Eðlileg afleiðing þess er að sumir hætta að ferðast í fríum sínum, aðrir leita í ódýrar ferðir eða ferðast um á heimaslóðum.  Fólk spáir i hvað það fær fyrir peninga sína.

Þess vegna er það mjög óskynsamlegt að hækka skatta á ferðaþjónustuna, því þeir leita beint út í verðlagið.  Kolefnaskattur til dæmis á flugfarþega er dæmi um heimsku.  Göfugur tilgangur, en ákaflega heimskulegur.  Hækkun eldsneytis og áfengis er líka tilræði við ferðaþjónustuna.

Þjóðarbúið þarf auknar tekjur, meiri veltu.  Ríkið er endastöðin, ekki upphafspunktur.  Aðeins öflugt atvinnulíf getur varið velferðarkerfi okkar, ekki Norrænt skattamódel.  Ef skattar leystu allan vanda, þá væru allir skattar 300%, og við öll gætum lifað góðu lífi á bótum frá ríkinu.

Núverandi skattastefna drepur veltuna í hagkerfinu, og þar með eyðileggur tekjugrunn ríkissjóðs.  Fólk, sem skilur ekki þetta orsakasamhengi, það á ekki að stjórna þessu landi. 

Fólk, sem skilur ekki hvenær það hendir krónunni en hirðir aurinn, það  er óhæft til að stjórna sjálfu sér, hvað þá heilli þjóð.

Og við megum aldrei gleyma að heilbrigð skynsemi og augljósar staðreyndir eru ekki flokkapólitík. 

Aðeins rökþrota fólk réttlætir þessar skattahækkanir á flokkspólitískum forsendum.  Vilji einstakra flokka í fortíð til að hækka eða lækka skatta kemur þessu máli ekkert við.  

Stjórnvöld þurfa að gera það sem rétt er, ekki rangt.

Það getur ekki verið einfaldara.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Hærri skattar fækka ferðamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 2656
  • Frá upphafi: 1412714

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2318
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband