8.11.2009 | 22:21
Segið satt.
Stefnuskrá Attac er í anda þess sem mannkynið þarf að gera ef það á að eiga sér framtíð.
Tími óheftar græði og siðblindu er liðinn.
Og það þarf að knésetja það siðleysi sem hefur fylgt alþjóðavæðingunni. Alþjóðlegt samfélag sem hefur byggst á þrældómi okkar fátækri meðbræðra, ásamt algjöru arðráni á gæðum jarðar, er samfélag sem eyðir sjálfu sér að lokum.
Núverandi efnahagshamfarir heimsins eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Þetta er eins og litla sprungan á stíflunni sem sprengdi hana að lokum. Allsherjar átök, jafnvel gjöreyðingar átök eru óhjákvæmilegar afleiðingar af siðleysi Nýfrjálshyggjunnar. Það siðleysi hefur ekkert að gera með kapítalismann, ekki frekar að Helstefna Stalíns hafði með sósíalisma að gera.
Málið er ekki flókið, samfélag án siðferðis, fær ekki þrifist til lengri tíma.
Og allir sem eiga börn þurfa að gera sér ljóst þá staðreynd. Áður en það verður of seint.
En Attac er prump ef þeir segja ekki satt. Vissulega er núverandi ástand afleiðing óheftar græðgi og siðblindu Nýfrjálshyggjunnar. Og við þessari græðgi og siðblindu hafa margir varað, bæði stjórnmálamenn til vinstri og hægri.
En í dag er íslenska þjóðin að glíma við afleiðingar Hrunsins. Og í dag stjórnar Nýfrjálshyggjan ekki Íslandi.
Núverandi ríkisstjórn Íslands mynda félagshyggjuflokkar landsins.
Að skamma Nýfrjálshyggjuna í dag er að hengja bakara fyrir smið. Nema það er ennþá hlálegra því bakarinn var hengdur í Búsáhaldabyltingunni. Á meðan framkvæmir smiðurinn þau illskuverk sem bakarinn var grunaður um að hafa í hyggju, hefði honum enst örendið til.
Það er ríkisstjórn Samfylkingar og VinstriGrænna sem er að leggja þrælahlekki ICEsave á íslensku þjóðina.
Og þeir sem geta ekki sagt satt frá því, eiga ekkert erindi í varnarbaráttu íslenskrar alþýðu.
Núna reynir á sannleikann.
Kveðja að austan.
Attac samtökin stofnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 104
- Sl. sólarhring: 784
- Sl. viku: 5643
- Frá upphafi: 1400400
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 4848
- Gestir í dag: 89
- IP-tölur í dag: 89
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Attac samtökin sem eru alþjóðleg baráttusamtök í 50 löndum.
Þau eru NGO samtök sem stendur fyrir NGO non governmental organisation.
Sigurlaug (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 09:29
Blessuð Sigurlaug.
Veit það vel, og tilgangurinn er góður. En á Íslandi má hann ekki verða til þess að auðvelda núverandi stjórnvöldum að framkvæma myrkraverk sín. Eðli málsins vegna ríma baráttumál Attac við sjónarmið vinstrimanna. Og það eru vinstrimenn sem stjórna landinu í dag.
Fólk verður að hafa kjarkinn til að segja satt.
Helstefna Nýfrjálshyggjunnar, er helstefna þó hún sé framkvæmd af vinstrimönnum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2009 kl. 09:55
Þó að orðræðan kann að líkjast orðræðu "vinstrimanna", er að ég held ekkert sem útilokar gagnrýni Attac á núverandi stjórnvöld, eða stefnumál Samfylkingar eða Vinstri græna. Hvernig fékkstu annað út úr þessu ?
Morten Lange, 9.11.2009 kl. 11:16
Blessaður Morten.
Fyrst þú spyrð mig hreint út, þá fékk ég þetta út með hundalógík.
En pistill minn flokkast undir aðvörun, eða ábendingu, ekki skammir á það sem þegar hefur verið sagt hjá Attac liðum.
Að gefnu tilefni, þá hef ég áhyggjur af raunveruleikaskyni vinstrimanna í dag. Þeir sjá jú glæpinn, en síðan fylgja á eftir löng ræðuhöld um glæpi frjálshyggjunnar og vont íhald. Síðan fara þeir að tala um flórmokstur, og gera þurfi meira en gott þykir, og svo helvítis íhaldið, og jafnvel tekst þeim að koma Davíð Oddssyni inn í ICEsave Nauðungina.
En forsætisráðherrann heitir Jóhanna Sigurðardóttir, og fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon.. Þetta er fólkið sem fremur glæpinn í dag, og flokkar þeirra eru taglhnýtingar erlenda glæpamanna og ofbeldismanna.
Og það er verið að fremja glæpinn núna, með þegjandi samþykki hinnar róttæku kjaftastéttar.
Þess vegna fannst mér rétt að árétta að þeir sem segja satt, segja líka satt um ICEsave.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2009 kl. 12:21
Það er fullkomlega eðlilegt að hafa áhyggjur af þessu, en ég fór að skoða heimasíða samtakannna, og fann þessa frétt/grein, sem kannski mætir þínum áhyggjum að einhverju leyti :
Norræn Attac-samtök: AGS frá Íslandi!
http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=70:norraen-attac-samtoek-ags-fra-islandi&catid=1:nytt&Itemid=50
Hér er svo grein eftir manni sem vill meina að Attac sé að gagnrýna nokkurn veginn á þann hátt sem mér sýnist að þú sért að óska eftir :
http://tidarandinn.is/node/98604
Morten Lange, 9.11.2009 kl. 15:22
Blessaður Morten.
Jú, jú, ég hef lesið Attac mér til ánægju eftir að góð bloggvinkona mín, Jakobína Ólafsdóttir, vakti athygli mína á þessum ágætum samtökum. Ég hef meira að segja litið inná heimasíðu samtakanna á útlensku, sem ég geri aldrei nema þegar mér þykir eitthvað þess vert að lesa.
Enda tel ég að upphafsorð mín hafi (reyndar með mínu nefi) rímað ágætlega við inntak stefnu samtakanna.
En það er þetta með ICEsave og vinstrimennina. Ég virðist finna hjá mér endalausa hvöt að núa þeim þetta mál um nasir, enda að gefnu tilefni, þeir sviku þjóð sína, bæði með í því máli og eins með að sjá eitthvað jákvætt við ríkisstjórn sem starfar með IFM. Og í bréfinu sem var sent IFM, og var um margt ágætis bréf, þar skrifuðu upp á fólk, sem hefur sýnt meiri vilja til að hengja sjálfstæðismenn en að verja þjóð sína. Allir, sem eitthvað hafa lesið um sögum seinna stríðs (stríðið á undan þessu sem mannkynið háði gegn siðleysi), vita að í þeim héruðum Frakklands þar sem svona Andófsfólk réði för, þar áttu Þjóðverjar auðveldast með að verjast andspyrnunni. Þar, sem fólk gróf gamlar væringar með skóflum út í næsta karöflugarði, þar létu þeir undan síga.
Og það aumkunarverðast við þetta ágæta Andstöðufólk, er það að Sjálfstæðisflokkurinn fitnar eins og púkinn á Wall Street því hann fær fylgi út á Andstöðu sína við ICEsave og IFM. Það eru nefnilega ekki margir vinstra megin við miðju sem eru heilir í Andstöðu sinni. Og almenningur er að hugsa um framtíðina, ekki fortíðina.
Þess vegna eigum við að gera upp við fortíðina með því að læra af henni, ekki dvelja í henni. Og á þeim skilum vegur Attac salt.
En þar fyrir utan þá var þetta bara örpistill hjá mér til að vekja athygli á tveimur "alvöru" pistlum, þar á undan.
Við hljótum alla vega að vera sammála um að AGS drepur, og sjóðurinn er þegar búinn að panta pláss í kirkjugörðunum fyrir fórnarlömb sín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2009 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.