Höfum staðreyndir málsins á hreinu og tölum tæpitungulaust um hina miklu vá.

Stefán Már Stefánsson prófessor við Háskóla Íslands, okkar virtasti lagaprófessor í dag, skrifar grein í  Morgunblaðið í gær, ásamt félaga sínum Lárusi Blöndal, hæstaréttarlögmanni.

Í grein sinni bera þeir félagar efnislega saman þá fyrirvara á ICEsave ríkisábyrgðinni, sem Alþingi Íslands samþykkti þann 2. september síðastliðinn, við þá fyrirvara sem ríkisstjórn Íslands ætlast til að Alþingi samþykki að kröfu breta og Hollendinga. 

Niðurstaða þeirra félaga er ótvíræð.  Í lokaorðum sínum segja þeir eftirfarandi:

Niðurstaða þessa samanburðar er afdráttarlaus. Þeir fyrirvarar sem mestu skiptu til að takmarka ríkisábyrgðina vegna Icesave-samninganna eru nánast að engu orðnir út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Skuldbindingar íslenska ríkisins eru á ný orðnar óljósar og ófyrirsjáanlegar bæði hvað varðar fjárhæðir og tímalengd.

Vera kann að Alþingi samþykki umrætt frumvarp engu að síður og þá út frá öðrum brýnum sjónarmiðum en lögfræðilegum. Um það verður ekki rætt hér. Hins vegar er ljóst að fyrirvararnir sem settir voru fyrir ríkisábyrgðinni í haust geta ekki verið réttlæting fyrir því að samþykkja ríkisábyrgðina samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi.

 

Og rökum þeirra félaga verður ekki hnekkt.  Staðreyndir málsins liggja fyrir.  "Skuldbindingar íslenska ríkisins eru á ný orðnar óljósar og ófyrirsjáanlegar bæði hvað varðar fjárhæðir og tímalengd".  Þeir sem halda öðru fram eru annað að tveggja. 

1. Heimsk fífl og þá aðallega pólitísk fífl.

2. Eða stunda málflutning eins og Nóbelsskáldið gerði eftir ferðalag sitt um borgir Ukraníu í upphafi fjórða áratugarins og kvaðst ekki hafa rekist á nokkurn svangan mann.  Kaldranaleg orð í ljósi þess að allt að 6 milljónir manna hlutu ótímabæran dauða vegna hungursstefnu Stalíns.  En tilgangurinn helgar meðalið, sérstaklega þegar um siðblinda áróðursmenn er að ræða.

Að tvennu illu er samt betra að vera fífl en siðblindingi og íslenska þjóðin á að spyrja óvildarmenn sína hreint út hvort þeir séu; heimskingi eða siðblindingi.  Aðeins geðleysingjar láta leggja lífsafkomu barna sinna í rúst án þess að grípa til vopna.  Og fyrsta vopnið er að tala tæpitungulaust.  Segja hlutina eins og þeir eru.

Ögmundur veit ekki hvað hann ætlar að gera.  Samt blasa staðreyndir málsins við.  Og ICEsave þrældómurinn helst í hendur við Helstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Það er ekki að ástæðulausu sem Lilja Mósesdóttir, doktor í hagfræði, með sérþekkingu á málefnum þjóða í efnahagsþrengingum, og samþingsmaður Ögmundar, endaði grein sína í Morgunblaðinu á þessum orðum:

Stefna sjóðsins hefur þá ekkert breyst, þrátt fyrir fögur loforð um annað. Reynsla annarra þjóða sýnir að hvert sinn sem taka þarf lán hjá sjóðnum er hert á skilyrðum fyrir lánveitingu, þar til á endanum er búið að skera niður velferðarkerfið, einkavæða fyrirtæki í almennaeigu og leyfa aðgang erlendra aðila að náttúruauðlindum þjóðarinnar. Þetta megum við ekki láta gerast hér á landi. Rísum upp sem þjóð gegn innheimtustofnuninni AGS og verndum hagsmuni komandi kynslóða og náttúruauðlindir þjóðarinnar.

Þetta eru orð annars af tveggja menntuðustu hagfræðingum þjóðarinnar í efnahagsstjórnun á krepputímum.  Um þessi orð er ekki heldur hægt að deila.  Aðeins siðblindir hagfræðingar, sem telja líf meðbræðra sinna minna virði en velferð auðmanna og alþjóðlegra fjárfesta, mæra stefnu sjóðsins.  En fyrir skrítna tilviljun eru það sömu mennirnir sem klöppuðu upp útrásina og höfðu ekki undan að sitja í dómnefndum sem veitu öllum helstu auðmönnum landsins og fyrirtækum þeirra hin ýmsustu verðlaun fyrir gegnsæi og góða stjórnun auk margs annars, til dæmis fékk Landsbanki Íslands viðurkenningu Hrunhagfræðinganna nokkrum dögum fyrir Hrun fyrir upplýsandi ársreikning.  

Þetta eru mennirnir sem vilja leggja þrælahlekkina á komandi kynslóðir.  Þeir eru ennþá tryggir sínum gömlu húsbændum.  

Og þetta veit Ögmundur, en hann þorir ekki að stökkva, ekki á meðan hann veit að innan Sjálfstæðisflokksins er fólk, sem vill svíkja þjóð sína á Ögurstundu.  Skiljanlegt sjónarmið, en samt ekki.  Menn eiga að segja satt á Ögurstundum, þegar sjálft sjálfstæði þjóðarinnar og framtíð barna okkar er í húfi.  Menn svíkja ekki með þeim rökum að annars geri aðrir það. Geri aðrir það þá er það þjóðarinnar að refsa þeim fyrir þau svik.

 

En hvað um Guðfríði Lilju??????

Af hverju fer hún svona gegn sinni fyrri sannfæringu????

Allir sem til hennar þekkja, vita að hún er bráðvel gefin með ríka réttlætiskennd og siðferðisþroska.  Þar með er henni ljóst hvað er verið að gera þjóðinni með þrælalögum ríkisstjórnarinnar.  

Þegar fólk talar allt í einu þvert gegn sinni fyrri stefnu, stefnu sem þeir höfðu ríka sannfæringu fyrir, þá kemur aðeins tvennt til.  Og ítreka, aðeins tvennt til.

Það fyrra er lögmálið sem kennt er við asnann og borgarmúrana og myndin Gladiator fjallar um.  Það seinna er beinar hótanir eða kúgun sem fær fólk til að skipta um skoðun, þvert gegn sínum vilja.  Miðað við svipinn á Guðfríði Lilju og hennar grátklökkva málróm, eftir að henni var stillt upp við vegg, þá mætti halda að hún hefði upplifað Suður Amerískan veruleika.  

Og í máli, sem er bæði brot á stjórnarskrá landsins og bein árás á þingræðið (sbr pistill minn á undan þessum), þá ber Hæstirétti Íslands að láta rannsaka hvaða hótunum var beitt.  Er um gíslatöku að ræða???  Eða var látið duga að hóta nánum ættingjum meiðingum, jafnvel lífláti?  

Þetta þykja örugglega stór orð á Íslandi því svona harka hefur hingað til verið óþekkt.  En ég trúi því ekki að um mútur sé að ræða og því kemur aðeins þvingun til greina.  Og allstaðar í hinum siðmenntaða heimi þar sem þjóðir sæta kúgun og ofríki erlendra afla, þá yrði það rannsakað hvaða meðölum er beitt til að neyða kjörna þingmenn til að skipta um skoðun í máli sem varðar líf og limi þegna viðkomandi þjóðar.  

Hvað er það sem neyddi Guðfríði Lilju til að selja meðbræður sína í þrældóm breta og Hollendinga????

Hvað er það??????

Tími hinnar tæpitungulausum umræðu er upprunnin.  Það er of seint að iðrast eftir dauðann, og það er algjörlega óþarfi að þjóðin fórni framtíð sinni og velferð, því hún trúir því ekki að illska heimsins hafi numið land á tímum alþjóðavæðingar og siðleysis fjármagns, sem öllu ræður.

En skrímslið sást í Reykjavík og hefur heltekið ríkisstjórn Íslands.

Ekkert er eins og áður var.  

Aðeins sannleikur, réttlæti og manndómur mun hrekja skrímslið úr landi.

Það er ekkert val lengur.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Gefur ekki upp Icesave-afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar.

Þetta er afar athyglisvert. Maður hlýtur að velta fyrir sér hverju er hótað verði þetta ekki samþykkt. Hernámi landsins? Algerri einangrun? Viðskiptaþvingunum? Eða einhverju öðru sem maður getur ekki ímyndað sér? Hvað veit maður?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.11.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Já, hvað er það?  Það á ekki láta stjórnina komast lengur upp með að segja að þetta sé eitthvað sem þarf að samþykkja.  Vitna til dæmis í Lilju í Silfrinu.

Og ef þetta er þvingun, þá á  að segja hana hreint út.  Ef þetta er valdafíkn, þá á  að fletta ofan af þeim sem þjást af henni og senda þá í afvaldaeitrun.

En núverandi samningur er endalok þess velferðarkerfis sem við þekkjum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.11.2009 kl. 13:40

3 identicon

Icesave 3 verður að fella.  Standa þarf fast gegn kúgunum og hótunum hvort sem er frá erlendum eða innlendum yfirvöldum og koma þarf innlendum kúgunar-valdhöfum úr stjórn.   Linkar í pistlana sem þú vísar í Ómar:

http://www.svipan.is/?p=1044

http://kreppuvaktin.blog.is/blog/kreppuvaktin/entry/973784/








ElleE (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk, þú óþreytandi Elle.  Ég er í smá pásu í dag frá meinlætalífi, þannig að ég ætla að skjóta inn  einum, tveimur pistlum um vont fólk og gjörðir þess. Vona að þú njótir og finnir einhver vopn í búrið.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 6.11.2009 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband