19.10.2009 | 22:49
Samviska félagshyggjunnar hefur ekki ennþá verið kúguð til hlýðni.
Ögmundur Jónasson gefur ekki upp afstöðu sína til ICEsave frumvarpsins hins nýja.
Það er mjög eðlilegt því hann var guðfaðir þeirra laga sem samþykkt voru í sumar og hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frá fjölmiðlasnápum og hagsmunaaðilum atvinnulífsins. Svo og hefur hver einasti Samfylkingarmaður sem hefur opnað munninn notað hvert tækifæri til að saka hann um ábyrgðarleysi og illvilja gagnvart ríkisstjórninni.
En Ögmundur gaf sig ekki, heldur sýndi sinn styrk sem manneskja, sem maður sem lætur ekki ógnanir og skítyrði kúga sig og sína samvisku í grundvallarmáli sem snertir lífskjör og hlutskipti almennings næstu áratugina.
Gagnrýni hans á Svavars samninginn kristallast um einn ás sem Steingrímur Joð svaraði svo hnyttilega í sjónvarpsviðtali þegar ljóst var að Svavarssamningurinn fengi ekki flýtimeðferð í gegnum þingið. Hann sagði eitthvað á þá leið að til hvers ættu bretar að sjá sér hag í að knésetja Íslendinga ef þeir gætu ekki staðið í skilum. Var Steingrímur þá að vísa í endurskoðunarákvæði samningsins sem hann taldi fullnægjandi en þar var sagt að ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn teldi íslenska ríkinu vera ókleyft að standa við sínar skuldbindingar, þá mættu íslenska ríkisstjórnin biðja um fund með bretum og Hollendingum og ræða málin, jafnvel biðja um tilslakanir.
Sjónarmið Ögmundar var mjög einfalt; Já, en hvað ekki, hvað ef bretar taka ekki tillit til afleits efnahagsástands???? Hvað þá????
Og sjónarmið Ögmundar fengu hljómgrunn hjá þjóðinni, og hljómgrunn hjá hans flokki.
Alþingi samþykkti mjög stranga fyrirvara við hina fyrirhugaða ríkisábyrgð, þar sem það var geirneglt hvað gerðist ef þjóðin gæti ekki staðið í skilum nema með því að kollvarpa sinni eigin tilveru.
En þá hófst Skollaleikur mikill, fyrst var sett af stað áróðursherferð gegn Ögmundi og hans sjónarmiðum, talsmenn atvinnulífsins voru þar fremstir í flokki í þeim hælbítaflokki. Síðan var kallað eftir ögurstundinni, það yrði að semja. Og Ögmundur var hrakinn úr ríkisstjórn.
Og síðan bárust fréttir að samningar hefðu náðst. Og efnislega eru þeir samningar í anda Svavars samningsins, allir fyrirvarar sem máli skiptu felldir niður eða útþynntir. Skollaleiknum mikla var lokið, nógu margir þingmenn VinstriGrænna voru kúgaðir til hlýðni með þeim ráðum sem dugðu.
Þeir sviku foringja sinn í tryggðum. Og sannfæringu sína og þjóð sína í leiðinni.
Ögmundur hæddist að samningnum í fréttum gærdagsins. Hann benti á að það væri mikið hald í því að fá að ræða málin árið 2024 ef þjóðin væri ekki búin að greiða af láninu sökum bágborins efnahags. Sjálfsagt yrði matseðill þessa fundar te og biscuit. og síðan héldu Íslendingar áfram að borga út í hið óendalega. Vissulega sagði Ögmundur ekki þetta svona, en meining hans var augljós öllum sem hlustuðu.
Hald þessa samnings er engu meira en hald Svavars samningsins.
En af hverju má ekki samþykkja þessi ósköp sem ICEsave Nauðungin er. Í það fyrsta þá er hið reiknaða endurheimtuhlutfall aðeins sömu orðablekkingar sem voru reynd af fyrri ríkisstjórn og eru jafn út í fjósi í dag. Það veit enginn um endurheimtur. Þegar eitthvað er sagt án alls rökstuðning og með þeim fyrirvörum að allt sé óvissu háð nema dauðinn, þá er um loddaraskap að ræða. Aðferðarfræði sem krúkkar notuðu til að selja lífsexíler í Ameríku um aldamótin 1900. Virkaði vel þá en þarf blinda flokkshesta í dag til að trúa.
Og svo trúgjörn er ekki Lilja Mósesdóttir, þingmaður VinstriGrænna, þegar hún mælti þessi orð í lok síðustu viku á Alþingi í utandagsskrár umræðu um ferð framsóknarmanna til Noregs til að biðja um hjálp íslensku þjóðinni til handa.
Orð Lilju segja allt sem segja þarf og ég ætla aftur að enda pistil minn á þeim.
Norðurlönd þau binda lánveitingu til okkar framkvæmd efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn á ICEsavedeilunni. Þessi efnahagsáætlun dýpkar kreppuna og gerir skuldsetningu ríkissjóðs meiri en ella. Þetta hafa Framsóknarmenn gert sér grein fyrir og fóru meðal annars til Noregs til að opna augu Norðmanna fyrir þessa staðreynd. Eitt af hlutverkum sjóðsins hér á landi er tryggja reglulegt mat á skuldaþoli ríkissjóðs til að meta hvort stefnir í greiðslu. Það merkilega gerðist í sumar að sjóðurinn neitar að birta þessa útreikninga. Og af hverju skyldi það vera? Er það ekki vegna þess að ríkissjóður þolir ekki meiri skuldsetningu? Með öðrum orðum Icesave skuldsetningin er of mikil fyrir ríkissjóð. Þetta vita matsfyrirtækin og í ágúst síðastliðinn þá sagði Moodys í skýrslu sinni að fyrirvarar Alþingis við ríkisábyrgðina auki líkurnar á því að ríkissjóður geti staðið við skuldbindingar sínar. Það mat Moodys er áhugavert í ljósi þess að margir hafa kvartað yfir því að dýrmætum tíma Alþingis hafi verið eytt í þessa fyrirvara. Reyndar tíma sem átti að fara í sumarfrí þingsins. AGS telur nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin og vill að við tökum lán og eignumst hér 1.000 milljarða í gjaldeyrisvarasjóði. Árið 2005 var þessi gjaldeyrissjóður bara 67 milljarðar. AGS bannar Seðlabankanum að nota aðrar leiðir, til þess að afnema gjaldeyrishöftin, sem eru sjálfbærar og fjármagna sig sjálfar eins og skattlagning eða uppboðsmarkaður.
Virðulegi forseti, við verðum að losna undan Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, annað hvort með eða án Norðurlandanna. Þetta snýst um sjálfstæði komandi kynslóða og náttúrauðlyndir þjóðarinnar.
Ögmundur óákveðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 486
- Sl. sólarhring: 707
- Sl. viku: 6217
- Frá upphafi: 1399385
Annað
- Innlit í dag: 412
- Innlit sl. viku: 5267
- Gestir í dag: 379
- IP-tölur í dag: 374
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Falli Ögmundur. munu synir okkar þurfa að þræla út í hið óendanlega fyrir nauðungina, Ómar. Nema þeir fari úr landi. Mikil er heimska og skömm þeirra sem vilja sættast á kúgun. Hin níðingslega sam-spillta fylking hefur grafið sig ofan í djúpa holu sem ætluð er drengjunum okkar. Mannréttindabrjótunum sem sættast á ofbeldi nýlendu-stórvelda gegn drengjunum okkar, foreldrum og eldri borgurum þessa lands, munu fá sinn dóm. Kannski eins og í Argentínu. Skrifaði nokkur orð í slóðina sem Guðmundur 2 gaf upp í pistlinum á undan.
ElleE (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 11:03
Blessuð Elle.
Þið voruð það sterk að illskan flúði inn í sín skúmaskot.
Þegar maður sigrar rökræðuna, þá stendur það eftir, af hverju svíkur Ruv fólkið í landinu???? Þetta er jú gott fólk.
Mútur, ógnanir?????
Hver veit, en þetta fólk á líka börn.
En Elle mín , þú ert betri en engin.
Chao. Að austan.
Ómar Geirsson, 20.10.2009 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.