Guð fyrirgefi þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.

Ég fyrirgef þeim aldrei þessi svik.

Ég skildi rökin á bak við ríkisábyrgðin í sumar með þeim fyrirvörum sem henni fylgdi.

En að svíkja sína eigin samþykkt, sín eigin lög.

Allt til að teljast gildir meðlimir í alþjóðlegu samfélagi fjárglæframanna og Leppa þeirra, það eru grundavallarsvik.

Og þau svik verða aldrei fyrirgefin.

Nema fólk sjái villur síns vegar.

En gerist það????

Kveðja að austan.


mbl.is Kvittað fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Var það kanski siðferðisleg skylda að sýna umheiminum sem við erum svo hrifin af að vera í tengslum við, sem vóg þyngst? Litlu ofdekruðu börnin segja yfirleitt ekki já og amen þegar þau fá ekki allt sem þau vilja og þau þurfa að þola mótlæti!

Guð fyrirgef þeim því þau vita ekki hvað þau gjöra. Veist þú hvað þau gjöra? Ef svo er langar mig að vita hvað þau gjöra og af hverju þú veist það? Annars vorkenni ég þér ef þú kannt ekki að fyrirgefa óvinum! Áttu ekki kristna vini sem geta kennt þér það? Gangi þér vel og með kveðju, ein sem leyfir sér að gagnrýna (rýna til gagns).

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.10.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Er syfjaður svo ég segi bara Ha!!.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.10.2009 kl. 00:03

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Eða átti það að vera Ha???

Kveðja, sami.

Ómar Geirsson, 20.10.2009 kl. 00:04

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Núna er ég vaknaður og því hef ég smá tíma.

Já, ég veit hvað þeir gjöra.  Sýndu langhundum mínum þolinmæði og þá munt þú sjá að ég hef kynnt mér hin rökin.  Og Gunnar Tómasson, okkar merkasti hagfræðingur af eldri kynslóðinni, var að skrifa alþingismönnum bréf og benda þeim á afleiðingar gjörða þeirra.

Og þetta mun hafa afleiðingar, að borga stóran hluta þjóðartekna í vexti, óþarfa vexti, nema hér eigi að vera gósenland fjáreiganda, og fjárspámanna.  Og það eru þessar afleiðingar, sem eru mér ekki að skapi,  sem eru kveikjan af fyrirsögn minni.

Og um mátt fyrirgefningarinnar dreg ég ekki í efa, enda opna ég fyrir hana í lokaorðum þessa stutta pistils.  En þeir verða fyrst að sjá sína villu og biðjast fyrirgefningar, til að ég fyrirgefi þeim.  Þú fyrirgefur ekki níðingi, sem beiðist fyrirgefningar, án þess að sýna nokkurn vott af iðrun,  en hins vegar mikinn vilja til áframhaldandi níðingsskapar.

Og það er verið að níðast á þessari þjóð, og leggja börnin okkar í skuldahlekki.

Og það er ljótt,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.10.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband