Hugleiðing um tvö greinarkorn í Morgunblaðinu.

Í Morgunblaðinu í gær birtust tvær greinar sem ég fór að hugsa um í morgun.  Ég velti því fyrir mér hvað rekur menn til að skrifa svona greinar og skyldi einhver taka mark á þeim?

Sú fyrri var eftir aldinn bankamann og var lúmskt níð um Joesph Stiglitz Nóbelsverðlaunahafa, sem hafði unnið það sér til óhelgi að benda íslensku þjóðinni á mikilvægi þess að samlandar okkar héldu vinnunni.  Og gagnrýninn á Stiglitz var ekki á rökstuðning hans eða málflutning, nei Stiglitz var ekki marktækur því hann hafði lent í rifrildi við háttsettan mann hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Þegar ég las þetta þá hristi ég hausinn yfir málflutning hin aldna heiðursmanns, en svo glumdi skær rödd í huga mér sem sagði í morgunútvarpinu í næstu viku, til dæmis í viðtali við þá fjölmörgu sem koma með rökstudda gagnrýni á óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, "er nokkuð að marka þessa gagnrýni Stiglitz, er hann ekki bara að hefna sín".  Og ég kveikti, greinin er lúmskt fóður handa vitgrönnum fjölmiðlamönnum.

Og svona persónulegu rök hafa víða verið reynd með góðum árangri.  Allir muna eftir Simpson málinu þar sem hinn frægi blökkumaður var sýknaður á grundvelli þess að verjandi hans gat sýnt fram á að lögregluforinginn sem stjórnaði rannsókninni hefði einhvern tímann í árdaga látið orðið niggari út úr sér.  Skipti þá engu máli þó fjölmargir aðrir kæmu að rannsókninni og öllum var í fersku munni þegar Simpson flúði morðvettvanginn alblóðugur í beinni sjónvarpsútsendingu.

Sömu rök notaði verjandi nokkur í New York þegar hann varði nokkra meinta mafíósa.  Aðalvitni lögreglunnar hafði lent upp á kant við Doninn því hann fór upp á konuna hans.  Hefnd var sem sagt mótívið í framburði hans og því bað verjandinn dóminn að horfa fram hjá öllum öðrum sönnunargögnum um morð, fjárkúganir og aðra skipulagða glæpastarfsemi.  En vitnið var aðalleigumorðingi Mafíufjölskyldunnar og framburður þess dugði til sakfellingar.

En munu okkar vitgrönnu gleypa agnið???  Verður rökstudd gagnrýni slegin út af borðinu með þessum nýju upplýsingum um rifrildi sem átti sér stað fyrir rúmu tíu árum síðan, rifrildi sem átti sér mjög eðlilegar skýringar því sjóðurinn var þá að murka lifið úr milljónum manna í Asíu og Stiglitz ofbauð?

Það kæmi mér allavega ekki á óvart að þessi röksemd yrði notuð til að vernda skjaldborgina um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.   En sjáum til.

Hin greinin var eftir frelsishetju sem datt í hug að nota mannorð sitt til að styðja helförina gegn íslenska velferðarkerfinu.  Og röksemdin var líka lúmskt fóður fyrir vitgranna.  En kjarninn í greininni var sá að fyrst íslensk stjórnvöld hefðu skrifað upp á samningana við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þá yrðum við að semja við bretana um ICEsave á skilmálum bretanna, og við yrðum líka að sætta sig við efnahagsáætlun sjóðsins.  Og að halda öðru fram væri pólitísk riddaramennska.

Og ég sagði bara Vá, hvílík heimska, að nota mannorð sitt í svona bull.  Var lögreglan til dæmis að gera rangt þegar hún skipti sér að mansalinu núna í vikunni?  Konan hafði örugglega skrifað upp á samning.   Og af hverju er mannréttindasamtök að skipta sér að kjörum þrælabarna í Indlandi og Pakistan, þau hafa líka skrifað upp á samning.

Og var De Gaulle pólitískur riddari?  Og Frakkar samningsbrjótar þegar þeir gerðu París aftur að höfuðborg Frakklands,  og innlimuðu héruðin Elass og Lothringen 1945.  Lögleg ríkisstjórn þeirra skrifaði upp á fullkomlega löglegan samning 21. júní 1940 þar sem þeir lofuðu hinu og þessu, þar á meðal að skila Þjóðverjum þessum tveimur héruðum.

Og samkvæmt rökstuðningi íslensku frelsishetjunnar þá eru svarið já, samning á að virða, þó nauðung ráði för, og afleiðingar hans eru stórhættulegar fyrir almenning og sjálfstæði þessar sömu þjóðar sem honum þykir svo vænt um.  Jafnvel Bakkabræður myndu setja niður við svona málflutning.

Gleymum aldrei upphæðunum, gleymum aldrei heimskunni sem ráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggjast á, og gleymum aldrei að það voru ráðlausir menn í neyð sem samþykktu þrælaskilmálanna.  Og gleymum því aldrei að hver þjóð hefur rétt samkvæmt alþjóðalögum að skipta út duglausum og spilltum stjórnvöldum, og um leið rétt til að afneita "þvinguðum" ákvörðunum og vondum afleiðingum þeirra.  Örfáir menn, þó um stjórnartauma halda geta ekki svipt þjóðir sínar réttinum til að vera til, og réttinum til að lifa mannsæmandi lífi.  

Á fjárlögum næsta árs eru áætlaðir 167 miljarðar í vexti, aðeins vexti af öllum þeim lánum sem þjóðin er sögð þurfa að taka svo hægt sé að endurreisa hið gamla kerfi auðmanna og féspámanna.  Til samanburðar var Rósin i hnappagati vinstri flokkanna 2 milljarðar i vaxtabætur til að aðstoða skuldsettum heimilum.

Það þarf meira en heilabilun til að átta sig ekki á óeðli þessa hlutfallsÞetta er helstefna og það á að segja það hreint út.  Þeir sem styðja heimskuna vilja þjóð sinni illt.  Það eru engin önnur orð yfir það.

Og við þá fáráða, sem segja að við eigum að taka á okkur þessar byrðar því annars endurvekjum við ekki traust alþjóðasamfélagsins, vilja ég segja, fari þetta traust þá til helvítis þar sem allir aðdáendur Helfararinnar eru geymdir hvort sem er.  Traust fjárúlfa og féspámanna, ásamt Leppum þeirra í stjórnsýslu hins vestrænna heims er, er eitthvað sem íslenska þjóðin hefur ekkert að gera við.  Hennar traust á að byggjast á réttlátu þjóðfélagi, þar sem allir íbúar njóti jöfnuðar og mannsæmandi lífs.  Og þjóðin mun afla sér tekna með því trausti sem felst í því að framleiða góðar vörur sem fólk út i hinum stóra heimi vill kaupa, hvort sem það er ferskur fiskur, eða orkustýringakerfi í fiskiskip.  En ég vil ekki aftur það traust sem gerði örfáum siðblindum einstaklingum kleyft að fara um lönd og gambla með eigur fólks, svoleiðis menn mega eiga heima annars staðar mín vegna.

Því það er aðeins eitt sem skiptir máli og það er velferð almennings í landinu.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HELSTEFNA er orðið, Ómar.   Hvar er landsdómur og ríkissaksóknari???  

Hverjir voru hættulegu skrifendur pistlanna, bankamaðurinn gamli og "frelsishetjan"?  Hljómar eins og Þorvaldur Gylfason hinn hættulegi.  Heimskar "hetjur" eru stór-hættulegar öllum mannréttindum.  

ElleE (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Þú hefur ekki lesið greinarkornin.  Það fyrra var eftir Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóra, og í henni rakti hann gamalt mál sem endaði með að Bandríkjamenn létu reka Stiglitz frá Alþjóðabankanum.  Mjög lúmskt níð hjá kallinum, og um margt klassík áróðursgrein.  Þess vegna hætti ég við að hætta í dag (hefur þú kannski heyrt þennan áður en ég er veikur heima og hef því ekkert annað að gera) því það þarf að vekja athygli á svona rökleysum.  Jónas færði engin efnisleg rök fyrir skoðun sinni að "Það er illur leikur að hann skuli nú reyna að hafa afskipti af samvinnu Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn", aðeins þetta gamla deilumál.

Og sá seinni var bóksalinn á Selfossi, sem er í einhverjum innanbúðarerjum við hina nýja forystu Framsóknarflokksins.  Þar sem hann tengist andstöðunni, þá aðallega ESB andstöðunni þá vildi ég leggja mitt af mörkum til að kæfa það í fæðingu að velvild hans yrði til þess að einhver segði í einhverri kaffistofunni "já, vissulega er þetta skítt en við verðum að standa við samninga Geirs og Ingibjörgu", en við rákum þau einmitt frá völdum til þess að geta breytt þeirra ákvörðunum.

Ég hef verið harðorður út í margar hetjur byltingarinnar (Bjarni er kannski ekki ein af þeim) sem hafa náð flugi með gagnrýni á það sem miður fór, og af nógu er af að taka, en þær nota velvild sína til að styðja hlekkjasmíði á íslenska þjóð, hvort sem það er með beinum stuðningi eins og hjá Bjarna, eða þá falsrökin "við verðum að gera þetta þó okkur sé illa við það, því annars fáum við stjórn Sjálfstæðisflokksins", nota bene þú framfylgir stefnu andstæðings þíns því þú telur að annars muni hann bara gera það.  Til hvers eru þá valkostir í pólitík?????

Og það hjákátlegasta við þennan hræðsluáróður er sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er að hafna þessari stefnu, og á í raun aðeins eftir að jarða hana.  Því Helstefnan, leggur ekki aðeins líf almennings í rúst, íslensk fyrirtæki falla líka umvörpum, það er bein afleiðing af stefnu IFM, og hefur allstaðar gerst, og nárinn er svo hirtur upp af græðgifjárfestum.  Þetta eru eins og Loddararnir sem fylgdu Norðurríkjahernum í þrælastríðinu og stálu öllu steini léttara í kjölfar sigurs þeirra.  Og þetta hafa sjálfstæðismenn áttað sig á.  Í þessu stríði er almenningur og atvinnurekendur i sama liðinu, þó vissulega hafi ekki allir áttað sig á því.

En hvar er ákæruvaldið??  Oft þarf að skipta um stjórn, til dæmis reka einræðisstjórnir frá völdum, til að lög og réttur virki.  Og í lýðræðisríkjum þá gilda lög og réttur, þó meintir glæpamenn láti kjósa sig forsætisráðherra og setji síðan gervilög sem eiga að hindra réttlætið.  Þetta sjáum við á Ítalíu í dag.  Þess vegna er það fróðlegt hvað Hæstiréttur gerir ef Steingrímur er svo vitlaus að reyna að semja sig framhjá fyrirvörum Alþingis.  Hann nýtur ekki stuðnings meirihluta þjóðarinnar, flokkurinn hans er klofinn, og ef hann í þokkabót ætlar að ráðast gegn þingræðinu og gerast lagbrjótur, þá er hann fyrst í erfiðum málum.  

Forseti Íslands braut gegn hefðinni og tók sér vald sem stjórnarskráin kvað á um.  Hvað gerir forseti Hæstaréttar??   Er sá dómsstóll sjálfstæður???  Hvað þarf framkvæmdarvaldið að ganga langt í lagabrotum sínum til þess að þriðja valdið grípi inn í???  Mættu þeir semja um sölu á hreinum meyjum til Sáda í skiptum fyrir olíu eða þiggja mútur af rússnesku mafíunni, í trausti þess að nógum mörgum þingmönnum yrði mútað?????

Það er mýta að framkvæmdarvaldið geti og megi allt, stjórnarskráin krefst þess að það vinni eftir lögum og reglum.  Og það er mýta að ekkert sé hægt að gera ef lögbrjótarnir hafi dómsmálaráðherra í vasanum (sbr hann einn geti ákært í landráðamálum).  Það er ekki svo einfalt að fremja valdarán í lýðræðisríkjum og alvarleg atburðarrás mun fara að stað ef Steingrímur og Jóhanna ganga gegn fyrirvörum Alþingis.  

Hver hún verður, veit ég ekki, en þau hafa ekki afl til sinna lagabrota.  Það veit ég þó.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.10.2009 kl. 14:24

3 identicon

Ómar, já, ég hef að vísu oft heyrt brandarann um að þú sért hættur við að hætta. SmilieBig GrinSmile smiley 6   Vissi þó fyrir löngu að þú gætir það ekki neitt.  Kannski seinna þegar þú ert hættur að vera veikur?  Og góðan bata.

Og já, það er mikil vitleysa og óþolandi að framkvæmdavaldið hagi sér eins og það sé yfir
löggjafarvaldinu.  Það þarf að stoppa þetta og ég skil ekkert í Alþingismönnum. 

Og sorglegt að fólk ráðist nú á Joseph E. Stiglitsz.  Blessaður maðurinn stóð upp gegn eyðileggingar-helför IMF.  Hann mun ekki vera fyrsti maður heims til að vera rekinn fyrir að standa í lappirnar gegn kúgunar-valdi.  Og skömm sé þessum Jónasi Haralz.   

ElleE (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 15:37

4 identicon

Átti að vera Joseph E. Stiglitz.

ElleE (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 1412819

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband