Var hálfviti kosinn formaður VR???

Það var gerð bylting í VR.

Maður sem hafði tengsl við  bankana og útrásina var felldur, aðallega vegna þess að hann var giftur.

Sá sem tók við vakti strax grunsemdir mínar.  Hann sagði að það þyrfti að halda vöxtum háum til að hindra verðbólgu.  Allir með vott af skynsemi vissu að hin svokallaða verðbólga stafaði af hruni krónunnar, hrun sem var óumflýjanlegt því verðgildi hennar var haldið uppi með erlendum lántökum.  Lántökum sem settu þjóðina á hausinn.  Og háir vextir gerðu ekki neitt annað en að viðhalda verðhækkunum, því bæði þurftu fyrirtæki að koma vaxtakostnaðinum út í verðlagið, sem og hitt að háir vextir, þýddu einfaldlega hærri  vaxtagreiðslur til þeirra útrásarvíkinga sem gömbluðu með krónubréf.

En fyrrverandi formaður var illa giftur og þar að auki í slæmum félagsskap.  Því var gerð bylting og sá sem þráði að vera með á háborði útrásinnar, en var aldrei boðið, hann var kosinn.

Og hvílík niðurlæging verkalýðshreyfingarinnar.  

Þessi ályktun er ömurleg í alla staði.  Lágt gengi krónunnar er ekki ICEsave að kenna.  Hún er bein afleiðing af vaxtastefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vaxtastefnu sem hámarkar útstreymi gjaldeyris í formi vaxtagreiðslna.  Og störfin sem tapast, má mikið til skrifa á þessa vaxtastefnu.  Því það sem fyrirtæki og einstaklingar greiða í okurvexti, það kemur ekki fram sem velta í hagkerfinu.  Það dregur úr veltu verslunar og það dregur úr veltu þjónustu.

Núna fann sá ágæti maður sem byltingin gerði að formanni VR, það út að samdrátturinn væri ICEsave að kenna.  Þessi vitgranni maður telur að vegna ICEsave hafi störf tapast og viðreisn seinkað.  En færir hann rök fyrir sinni ályktun???

Nei, það gerir hann ekki.  Honum var sagt að þetta og því skrifaði hann undir.  

En hverjir munu borga ICEsave.  Hvað munu mörg störf tapast í verslun þegar gegnið hrynur þegar til ICEsave greiðslnanna kemur.  Peningar sem verða teknir út úr hagkerfinu til að greiða bretunum, munu ekki veltast um í verslunar og þjónustu hagkerfi Reykjavíkur.

Álytkun formannsins er af svipuðum toga og þeirra gyðingaleiðtoga sem neituðu að horfast í augun á ógn Nasismans og unnu að sameiginlegri lausn með stjórn þriðja ríkisins.  Þeir trúðu því að Auswitch væru vinnubúðir fyrir ofsótta gyðinga og sönnun þess var skiltið þar sem á stóð "Arbeit mach frei".  Það dugði þeim til að afneita þeim raunveruleika sem við blasti.

Eins er það með formann VR.  Hann greinilega telur að þar sem hávaxtastefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur framfylgt, þá var það ekki þeirri stefnu að kenna að gengið hrundi og störf töpuðust, nei, það var ICEsave.  Ógn hin ljóta ICEsave var það mikil að það skýrði ósköpin í Chile og Argentínu, svo dæmi séu nefnd.  ICEsave er skýringin, ICEsaver er "arbeit mach frei".

Það ömurlegast við þetta er að þessi maður fékk djobbð sitt vegna búsáhaldabyltingarinnar.  Og svo margir aðrir fengu status vegna þess að þeir bentu á það sem betur mátti fara.  En sinn status nota þeir til að leggja þrælahlekki á íslenska alþýðu, bæði viljandi eins og Þorvaldur Gylfason, sem hefur aldrei leynt aðdáun sinni á helstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og óviljandi vegna heimskunnar einnar saman, eins og formaður VR.  

Mér er minnisstætt þegar ég las um ungt fólk í Ukraníu í byrjun fjórða áratugarins, sem hafði heyrt sögur af svöngum forfeðrum sínum, og þær sögur fyllti það þvílíkri réttlætiskennd og vilja til breytinga, að það vann í sjálfboðavinnu við að safna matvælum frá samlöndum sínum svo þeir legðu sitt af mörkum fyrir betri heim.  Þessir samlandar þeirra dóu síðan umvörpum, a.m.k. 6 milljónir manna dóu vegna þess byltingaranda sem fordæmdi slæmt en boðaði hel.  

Búsáhaldabyltingin hefur gert slíkt hið sama.  Hún dásamaði menn sem bentu á slæmt, en boða hel.  Hel ICEsave Nauðungarinnar og hel Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Svona ályktun, sem þessi frétt vísar í, er smán búsáhaldabyltingarinnar.

Það er móðgun við þá stétt manna sem kennt er við hálfvita, að kenna þessa ályktun við hana.

Það er hrós um þetta fólk að segja að það sé hálfvitar.  Þetta er miklu verra en það.

Heimskan er algjör.

Kveðja að austan. 

 

 

 


mbl.is Krefjast lausnar á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Sæll Ómar. Ég verð því miður að taka undir þetta með þér þó mér sé meinilla við það. Það er með ólíkindum að svona (fólk) skuli geta náð undirtökum í stéttarfélögum s.br Así formanninn og fleiri, mikið fleiri því miður. Það mætti halda að prumpudýrið (varabæjarfulltrúinn) sem tengir við þessa frétt á eftir þér skrifi handritin að bullinu fyrir þetta lið.

Íslandi allt.

Es. Ég er mjög ánægður að sjá að þú ert ekki hættur að "rífa kjaft út og suður".

Umrenningur, 14.10.2009 kl. 20:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Ég var hættur, ég sver það.  Gærdagurinn var minn svanasöngur í ICEsave umræðunni, lengra er ekki hægt að ná í illkvittninni en með minni ágætu sáttatillögu.  Og maður á að hætta á toppnum.  Yfir þúsund innlit og allt það.

Og svo kom þessi frétt.  Og ég sprakk, ég hef ekki verið svona reiður frá því að ég hlustaði á Árna Pál tala um skuldaánauðina, arfleið frá þrælahaldi Rómverja, sem hann kallaði greiðsluaðlögun.  Maðurinn sem tilherði flokki sem svaf á verðinum í aðdraganda Hrunsins, hann var ekki að tala um að gefa eigur sínar bágstöddum, hvað þá að ríkisvaldið, sem brást svo algjörlega, ætti að gera eitthvað.  Nei mildi innheimtumaðurinn og þrælaumsjónamaðurinn var lausnin.  Þá skrifaði ég einn af mínum bestum pistlum, og var fljótari að hugsa hann en að skrifa.

Eins var það í dag, konan skrapp aðeins frá, og ég hljóp að tölvunni og öskraði.  Og það sem meira er, ég er að sanka að mér efni í grein þar sem ég ætla að rökstyðja að það er móðgun við alla heilbrigða hálfvita að kenna þessa menn við þá.  Og það er léttara verk en að sanna að maður fitni af því að drekka bjór.

En svo er ég hættur, nema kannski ef ég verð aftur reiður.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 14.10.2009 kl. 21:31

3 Smámynd: Umrenningur

Sæll aftur. Ég tek undir það með þér að það er einn af þínum bestu pistlum, af mörgum mjög góðum. Þó finnst mér Breiðavíkurpistillinn bera af í gæðum, pistill sá hefur allt til að bera til að fá útnefningu sem bloggpistill ársins. Að sjálsögðu ert þú ekki að hætta að skrifa um pólítík, með stjórnvöld eins og við Íslendingar höfum nú er engin hætta á öðru en að þú rétt eins og annað sómakært fólk rjúkir upp í reiðikasti af og til vegna getuleysis og aulaskapar svokallaðra stjórnvalda og klappliðs þess.

Kveðja í blíðuna á Norðfyrði.

Umrenningur, 14.10.2009 kl. 22:17

4 identicon

Já því miður fyrir félagsmenn VR.

Kristinn Örn stendur fyrir akkúrat ekki neitt. Hann varðóvart formaður, vegna þess að fólk taldi hann með flugrekstrarfræði próf frá NY. Hið rétta er að Kristinn lauk aldrei því námi. VR félagsmenn völdu "flugrekstrarfræðing" frekar en Netagerðamann sem var Lúðvík. Lúðvík sigraði þessar kosningar því hann var stærsti hluti heilans sem lagði VR klanið að velli.

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 22:18

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Sveinbjörn.

Biðst afsökunar á hve seint ég svara.

Þekki ekki til deilna ykkar í VR.  En niðurstaðan var ekki góð.  Það veit ég þó, og leynir sér ekki í viðbrögðum mínum.

Hvort fleiri séu sammála mér, veit ég ekki.  Enda skiptir það engu máli.  Sumt þarf að segjast.  Sérstaklega þegar niðurrifsöfl vaða uppi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2009 kl. 01:13

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Í blíðunni kvað ég mína Lilju sem ég vann að í allan dag.  Las og hugsaði og hefði kannski kveðið dýrt ef ekki hefði til komið hausverkurinn.  

En svona er þetta.  Það var ekki þannig að ekki væri bent á aðrar leiðir.  

En þjóðin kaus og kaus þetta yfir sig.  Allar upplýsingar lágu fyrir.

Ég er í minnihluta og ekkert  við því að gera.

Heyrumst í stríðinu.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 16.10.2009 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 386
  • Sl. sólarhring: 746
  • Sl. viku: 6117
  • Frá upphafi: 1399285

Annað

  • Innlit í dag: 327
  • Innlit sl. viku: 5182
  • Gestir í dag: 302
  • IP-tölur í dag: 298

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband