Skyldi Steingrímur hafa frétt af sáttatillögu minni?

Þeirri einu sem fram hefur komið sem getur forðað þjóðinni frá borgarastyrjöld.  Það er útilokað að 51% þingmanna keyri gegn miklum meirihluta þjóðarinnar.

Því er málið einfalt, íslenska þjóðin gengst í ábyrgð fyrir 65 milljörðum auk vaxta af þeirri upphæð.  Bretar og Hollendingar fá eignir Landsbankans upp í ICEsave innlánin.  

Og sem baktryggingu fá þeir óútfyllt sjálfsábyrgð þeirra landsmanna sem trúa mati skilanefndar Landsbankans og vilja semja við bretanna  á þeim forsendum.

Trúin flytur fjöll og í þessu tilviki þá gæti hún verið sá herslumunur sem gerði gæfumuninn til þess að viðsemjendur okkar sætti sig við eignir Landsbankans sem staðgreiðslu. 

Persónuleg bakábyrgð forsætisráðherra landsins og fjármálaráðherra auk annarra stuðningsmanna ICEsave ábyrgðarinnar, eins og forseta ASÍ, forseta rafiðnaðarsambandsins auk annarra verkalýðsforkólfa, framkvæmdarstjóra vinnuveitanda, formanns iðnrekanda auk annarra sem kallað hafa á þetta samkomulag úr röðum atvinnurekanda.  Eins má tína til virta hagfræðiprófessora eins og  Þorvald Gylfason, Þórólf Matthíasson, Gylfa Magnússon og nafna hans Zoega, allt öndvegismenn sem trúa.

Og þá hljóta bretarnir að trúa líka, annars hlýtur þetta lið að eiga eitthvað sem má selja.  

Og þá verða allir sáttir og geta farið að einbeita sér að öðru.

Ég til dæmis vill losna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landi. 

Nú er lag ef ICEsave er frá.

Kveðja að austan.


mbl.is Beðið eftir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, akkúrat, Ómar.  Undirskriftirnar ættu ekki að vera neitt vandamál fyrir ofsa-Icesave-sinnanna, enda þeirra ær og kýr.  Og úr því nauðungar-"skuldin" hljóp í þvotti yfir nótt getur IMF bara horfið.

ElleE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég veit að þessi hugmynd er illkvittin, en margir hafa lesið hana, og það var tilgangurinn.

Það er visst siðferði í því fólgið að taka lán sem þú trúir ekki sjálfur að þú getir borgað, en það er allt í lagi, því amma þín er í ábyrgð.

Það er kjarni ICEsave deilunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Meinið í þessu tilfelli er það að amman sem baktryggir er mun yngri en skuldarinn.

Árni Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 00:08

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha????

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 14.10.2009 kl. 00:28

5 identicon

EKki það að ég ætli að svara fyrir Árna, en held að hann meini að ófögnuðurinn muni lenda á börnum landsins að lokum.

ElleE (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 09:41

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú meinar það Elle.

Chao.

Ómar

Ómar Geirsson, 14.10.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 272
  • Sl. sólarhring: 838
  • Sl. viku: 6003
  • Frá upphafi: 1399171

Annað

  • Innlit í dag: 231
  • Innlit sl. viku: 5086
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband