12.10.2009 | 22:02
Frábær frétt. Og aukinni bjartsýni ber að fagna.
En hvað kemur þetta við kröfu breta og Hollendinga um ríkisábyrgð á ICEsave lánum þeirra????
Ekkert.
Krafa breta og Hollendinga er ólögleg samkvæmt tilskipun ESB um innlánstryggingar, hún er ólögleg samkvæmt því ákvæði EES samningsins um málsmeðferð ágreinings um framkvæmd tilskipana ESB, hún er ólögleg samkvæmt alþjóðalögum, og þessi ríkisábyrgð brýtur margfalt stjórnarskrá Íslands.
Bara það eitt að hún verði samþykkt þá verður sjálfkrafa stjórnarkreppa í landinu því þá ber Hæstarétti skylda til að fyrirskipa Ríkislögreglustjórna að handtaka alla þá Alþingismenn sem brutu stjórnarskrána og landráðakafla hegningarlaganna.
Að sjálfsögðu vill enginn það.
Og þessi ríkisábyrgð er áfram upp á tæpa 700 milljarða auk vaxta, það er sú tala sem Alþingi er krafið um.
Þó endurheimtur eigna Landsbankans verði það góð að þær endurheimtist 110%, þá kemur það þessari ríkisábyrgð ekkert við, ekki frekar en önnur góð og gild áform sem uppi eru höfð til að aðstoða ríkissjóð við að standa við þessar ólöglegu skuldbindingar.
Til dæmis er maður hér austur á fjörðum, mikill Samfylkingarmaður, en jafnframt afi, og hefur því mikla áhyggjur af þeirri heilsugæslu og menntun sem afabörn hans muni fá, ef áform breta ganga eftir og þeim takist að knýja hina ólöglegu ríkisábyrgð í gegn. Þessi ágæti maður sagðist mundu, ef illa tækist til með endurheimtur, skreppa til Las Vegas og vinna nokkra Jackpotta, hann hafði séð það heppnast í mörgum bíómyndum. Einnig er sterkur orðrómur uppi að þeir félagarnir við Háskóla Íslands, þeir Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson, muni afsegja sig frá öðrum eftirlaunum en þeim sem lægstu bótaþegar fá á þeim tíma sem ICEsave íþyngir ríkissjóði, og þeir skori á aðra Samfylkingarmenn að gera slíkt hið sama.
Þetta eru miklir peningar sem gætu safnast saman í sjóð og létta mjög undir ríkissjóð, en það er með þetta eins og hinar fyrirhuguðu endurheimtur, þetta er ekki geirneglt niður, aðeins orð um góðan vilja, og því kemur þetta ekki til lækkunar á kröfu bretanna, áður en ríkisábyrgð er veitt.
Vissulega má fullyrða að ef ríkisábyrgðin væri upp á rúma hundrað milljarða, þá væri samþykktin ekki brot á landráðakafla hegningarlaganna, þó hún væri samt sem áður brot á stjórnarskránni, og því mætti hugsanlega ræða málin áfram við bretana.
En á meðan ekkert er fast í hendi, og trú bretanna á endurgreiðslurnar eru ekki meiri en sú, að þeir krefja með hótunum og kúgunum íslenska ríkið um þessa tæpa 1.000 milljarða, þá sé svona reiknisbrellur ekki frétt, og reyndar fyrir neðan virðingu Morgunblaðsins að láta Hrannar spunakokk endalaust spila með sig.
Það er tími til kominn að ritstjórar Morgunblaðsins geri blaðamönnum blaðsins grein fyrri því að Morgunblaðið er ekki matreiðslublað þar sem spunakokkar geti endalaust fjarstýrt fréttaflutning blaðsins.
Nú er mála að linni.
Kveðja að austan.
90% upp í forgangskröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.10.2009 kl. 07:04 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/963768/
Elle_, 13.10.2009 kl. 10:30
Blessuð Elle.
Ég las reyndar pistil Lofts, því ég nenni ekki að spá í tölur þegar ég get flett upp í talnagleggri mönnum.
En lestu betur, ekki láta fyrirsögnina blekkja þig.
Og finnst þér það ekki ágæt tillaga að menn eins og Gylfi og Þórólfur sýndu vilja sinn í verki og tækju á sig þau kjör sem verða ef við samþykkjum. Þeir segja að þetta sé pís af köku, þá ætti þetta ekki að bitna á almenningi. En það er svo auðvelt að segja svona ef þú sjálfur þarft ekki að feisa afleiðingarnar ef þú hefur rangt fyrir þér.
Það var ofsalega auðvelt fyrir útgerðarmanninn í gamla daga að segja við tregan formann, "farðu á sjó, það er ekkert að veðri". Og kaupa sér síðan nýjan bát fyrir tryggingaféð þegar hann hafði rangt fyrir sér. Margir hefðu lifað ef útgerðarmaðurinn hefði sjálfur róið.
En þessi sjónhverfing sem tilkynnt var í gær, kemur ICEsave EKKERT við. Nema þá fólk íhugi í fullri alvöru (ég skal ekki fullyrða neitt um mína alvöru þegar ég samdi pistilinn) þá tillögu sem ég sett fram um Þjóðarsátt i ICEsave deilunni.
En núna er ögurstundin að renna upp. Ég stend vaktina í dag og leyfi illkvittni minni að blómstra sem aldrei fyrr. Svo tekur Davíð við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.10.2009 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.